Kári segir heilbrigðisráðherra tala til SÁÁ með hroka

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tala með yfirlæti og hroka til SÁÁ og að hún dragi í efa frásagnir þeirra af vandanum.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar segir að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafi enga þekk­ingu, reynslu eða getu til þess að með­höndla fíkni­sjúk­dóma og verði því að leita til ann­arra um ráð. 

Þetta kemur fram í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun og á face­book-­síðu hans. 

Í hádeg­is­frétt­unum RÚV á sunnu­dag­inn sagði Svan­dís auð­ljóst að bregð­ast þyrfti við löngum biðlista á Vogi. Yfir­læknir þar segir biðlist­ann aldrei hafa verið lengri. „Mér finnst skipta miklu máli að það sé skýrt hvað biðlistar eru og hvað þeir í raun og veru standa fyrir þannig að það sé ein­hver sam­eig­in­legur skiln­ingur á því hvað þarf að upp­fylla til þess að vera á biðlista. Það er ekki svo í dag, þannig að við þurfum líka að skoða það,“ sagði hún.

Auglýsing

„Við erum í miðjum far­aldri fíkni­sjúk­dóma sem eru að deyða ungt fólk í land­inu og við þurfum að bregð­ast við. Meiri hlut­inn af sér­þekk­ingu, reynslu og getu við með­ferð þess­ara sjúk­dóma á Íslandi er á höndum SÁÁ,“ segir Kári í grein­inn­i. 

Spyr hvenær maður drepi mann

Hann telur ráð­herra hins vegar ákveðna í því að fara í geit­ar­hús að leita ullar og í stað þess að sitja við fót­skör SÁÁ til þess að læra tali hún til þeirra með hroka og yfir­læti og dragi í efa frá­sagnir þeirra af vand­an­um. „Þegar maður verður var við ábyrgð­ar­leysi af þessum toga í við­brögðum við far­aldri af ban­vænum sjúk­dómi vaknar hjá manni spurn­ingin gamla Jóns Hregg­viðs­son­ar: Hvenær drepur maður mann?“ spyr hann sig. 

„Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orða­vali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svan­dís Svav­ars­dóttir sagði í hádeg­is­fréttum í rík­is­út­varp­inu á sunnu­dag­inn að það þyrfti að skil­greina biðlist­ann á Vogi og kanna hvers konar skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það bein­t,“ segir hann. 

Í fyrsta lagi segir Kári að Svan­dís gefi í skyn að að sá mögu­leiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitt­hvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir inn­lögn á Vog. Í öðru lagi að á biðlist­anum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reynd­ist þýddi að inn á Vogi væru ein­stak­lingar sem þyrftu ekki á með­ferð­inni að halda. 

Nú ein­ungis 18 rúm fyrir sjúk­linga 

Kári bendir á að árið 1971 hafi 146 rúm verið fyrir fíkni­sjúk­linga í hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi en nú séu þau 18 og nær öll fyrir tví­greinda, þá sem eru líka með aðra geð­sjúk­dóma. SÁÁ hafi því tekið yfir á sínar herðar meiri hlut­ann af þeirri með­ferð sem stendur fíklum til boða í íslensku sam­fé­lagi í dag. SÁÁ hafi unnið ötul­lega að því að byggja upp starf­semi sína en hafi ekki undan aukn­ingu í þörf og þess vegna séu biðlist­ar.

„Biðlist­inn á meðal ann­ars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjón­ustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjón­ust­una á Vogi. Biðlist­inn á Vogi er alfarið á ábyrgð rík­is­ins og óheppi­legt að heil­brigð­is­ráð­herra þess gefi það í skyn að hann sé ann­ar­leg­ur. 

Í þessu sam­bandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rök­styðja meiri stuðn­ing frá rík­inu vegna þess að af 2200 inn­lögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkra­trygg­ingar ekki fyrir nema 1500. Heil­brigð­is­ráð­herra skítur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlist­ann og það er ljótur dóna­skapur við aðstand­endur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal ann­ars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíkni­sjúk­dómar eru ban­væn­ustu sjúk­dómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opin­bera að skera við nögl með­ferð við þeim,“ segir Kári.

Hann segir sjúkra­húsið á Vogi búa að mik­illi reynslu, þekk­ingu og getu við með­ferð á fíkni­sjúk­dómum og að það sé ekki lík­legt að annar aðili sé hæf­ari til þess að meta þörf ein­stak­linga fyrir með­ferð. „Hvað á heil­brigð­is­ráð­herra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að list­inn myndi stytt­ast tölu­vert ef af honum yrðu teknar allar fylli­byttur og dópist­ar. Og ef ekki allar fylli­byttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá?“

Að bera fólk út af biðlistum ? Kári Stef­áns­son Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess...

Posted by Kari Stef­ans­son on Monday, Novem­ber 5, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent