Kári segir heilbrigðisráðherra tala til SÁÁ með hroka

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tala með yfirlæti og hroka til SÁÁ og að hún dragi í efa frásagnir þeirra af vandanum.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar segir að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafi enga þekk­ingu, reynslu eða getu til þess að með­höndla fíkni­sjúk­dóma og verði því að leita til ann­arra um ráð. 

Þetta kemur fram í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun og á face­book-­síðu hans. 

Í hádeg­is­frétt­unum RÚV á sunnu­dag­inn sagði Svan­dís auð­ljóst að bregð­ast þyrfti við löngum biðlista á Vogi. Yfir­læknir þar segir biðlist­ann aldrei hafa verið lengri. „Mér finnst skipta miklu máli að það sé skýrt hvað biðlistar eru og hvað þeir í raun og veru standa fyrir þannig að það sé ein­hver sam­eig­in­legur skiln­ingur á því hvað þarf að upp­fylla til þess að vera á biðlista. Það er ekki svo í dag, þannig að við þurfum líka að skoða það,“ sagði hún.

Auglýsing

„Við erum í miðjum far­aldri fíkni­sjúk­dóma sem eru að deyða ungt fólk í land­inu og við þurfum að bregð­ast við. Meiri hlut­inn af sér­þekk­ingu, reynslu og getu við með­ferð þess­ara sjúk­dóma á Íslandi er á höndum SÁÁ,“ segir Kári í grein­inn­i. 

Spyr hvenær maður drepi mann

Hann telur ráð­herra hins vegar ákveðna í því að fara í geit­ar­hús að leita ullar og í stað þess að sitja við fót­skör SÁÁ til þess að læra tali hún til þeirra með hroka og yfir­læti og dragi í efa frá­sagnir þeirra af vand­an­um. „Þegar maður verður var við ábyrgð­ar­leysi af þessum toga í við­brögðum við far­aldri af ban­vænum sjúk­dómi vaknar hjá manni spurn­ingin gamla Jóns Hregg­viðs­son­ar: Hvenær drepur maður mann?“ spyr hann sig. 

„Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orða­vali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svan­dís Svav­ars­dóttir sagði í hádeg­is­fréttum í rík­is­út­varp­inu á sunnu­dag­inn að það þyrfti að skil­greina biðlist­ann á Vogi og kanna hvers konar skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það bein­t,“ segir hann. 

Í fyrsta lagi segir Kári að Svan­dís gefi í skyn að að sá mögu­leiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitt­hvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir inn­lögn á Vog. Í öðru lagi að á biðlist­anum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reynd­ist þýddi að inn á Vogi væru ein­stak­lingar sem þyrftu ekki á með­ferð­inni að halda. 

Nú ein­ungis 18 rúm fyrir sjúk­linga 

Kári bendir á að árið 1971 hafi 146 rúm verið fyrir fíkni­sjúk­linga í hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi en nú séu þau 18 og nær öll fyrir tví­greinda, þá sem eru líka með aðra geð­sjúk­dóma. SÁÁ hafi því tekið yfir á sínar herðar meiri hlut­ann af þeirri með­ferð sem stendur fíklum til boða í íslensku sam­fé­lagi í dag. SÁÁ hafi unnið ötul­lega að því að byggja upp starf­semi sína en hafi ekki undan aukn­ingu í þörf og þess vegna séu biðlist­ar.

„Biðlist­inn á meðal ann­ars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjón­ustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjón­ust­una á Vogi. Biðlist­inn á Vogi er alfarið á ábyrgð rík­is­ins og óheppi­legt að heil­brigð­is­ráð­herra þess gefi það í skyn að hann sé ann­ar­leg­ur. 

Í þessu sam­bandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rök­styðja meiri stuðn­ing frá rík­inu vegna þess að af 2200 inn­lögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkra­trygg­ingar ekki fyrir nema 1500. Heil­brigð­is­ráð­herra skítur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlist­ann og það er ljótur dóna­skapur við aðstand­endur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal ann­ars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíkni­sjúk­dómar eru ban­væn­ustu sjúk­dómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opin­bera að skera við nögl með­ferð við þeim,“ segir Kári.

Hann segir sjúkra­húsið á Vogi búa að mik­illi reynslu, þekk­ingu og getu við með­ferð á fíkni­sjúk­dómum og að það sé ekki lík­legt að annar aðili sé hæf­ari til þess að meta þörf ein­stak­linga fyrir með­ferð. „Hvað á heil­brigð­is­ráð­herra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að list­inn myndi stytt­ast tölu­vert ef af honum yrðu teknar allar fylli­byttur og dópist­ar. Og ef ekki allar fylli­byttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá?“

Að bera fólk út af biðlistum ? Kári Stef­áns­son Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess...

Posted by Kari Stef­ans­son on Monday, Novem­ber 5, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent