Kári segir heilbrigðisráðherra tala til SÁÁ með hroka

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tala með yfirlæti og hroka til SÁÁ og að hún dragi í efa frásagnir þeirra af vandanum.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar segir að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafi enga þekk­ingu, reynslu eða getu til þess að með­höndla fíkni­sjúk­dóma og verði því að leita til ann­arra um ráð. 

Þetta kemur fram í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun og á face­book-­síðu hans. 

Í hádeg­is­frétt­unum RÚV á sunnu­dag­inn sagði Svan­dís auð­ljóst að bregð­ast þyrfti við löngum biðlista á Vogi. Yfir­læknir þar segir biðlist­ann aldrei hafa verið lengri. „Mér finnst skipta miklu máli að það sé skýrt hvað biðlistar eru og hvað þeir í raun og veru standa fyrir þannig að það sé ein­hver sam­eig­in­legur skiln­ingur á því hvað þarf að upp­fylla til þess að vera á biðlista. Það er ekki svo í dag, þannig að við þurfum líka að skoða það,“ sagði hún.

Auglýsing

„Við erum í miðjum far­aldri fíkni­sjúk­dóma sem eru að deyða ungt fólk í land­inu og við þurfum að bregð­ast við. Meiri hlut­inn af sér­þekk­ingu, reynslu og getu við með­ferð þess­ara sjúk­dóma á Íslandi er á höndum SÁÁ,“ segir Kári í grein­inn­i. 

Spyr hvenær maður drepi mann

Hann telur ráð­herra hins vegar ákveðna í því að fara í geit­ar­hús að leita ullar og í stað þess að sitja við fót­skör SÁÁ til þess að læra tali hún til þeirra með hroka og yfir­læti og dragi í efa frá­sagnir þeirra af vand­an­um. „Þegar maður verður var við ábyrgð­ar­leysi af þessum toga í við­brögðum við far­aldri af ban­vænum sjúk­dómi vaknar hjá manni spurn­ingin gamla Jóns Hregg­viðs­son­ar: Hvenær drepur maður mann?“ spyr hann sig. 

„Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orða­vali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svan­dís Svav­ars­dóttir sagði í hádeg­is­fréttum í rík­is­út­varp­inu á sunnu­dag­inn að það þyrfti að skil­greina biðlist­ann á Vogi og kanna hvers konar skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það bein­t,“ segir hann. 

Í fyrsta lagi segir Kári að Svan­dís gefi í skyn að að sá mögu­leiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitt­hvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir inn­lögn á Vog. Í öðru lagi að á biðlist­anum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reynd­ist þýddi að inn á Vogi væru ein­stak­lingar sem þyrftu ekki á með­ferð­inni að halda. 

Nú ein­ungis 18 rúm fyrir sjúk­linga 

Kári bendir á að árið 1971 hafi 146 rúm verið fyrir fíkni­sjúk­linga í hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi en nú séu þau 18 og nær öll fyrir tví­greinda, þá sem eru líka með aðra geð­sjúk­dóma. SÁÁ hafi því tekið yfir á sínar herðar meiri hlut­ann af þeirri með­ferð sem stendur fíklum til boða í íslensku sam­fé­lagi í dag. SÁÁ hafi unnið ötul­lega að því að byggja upp starf­semi sína en hafi ekki undan aukn­ingu í þörf og þess vegna séu biðlist­ar.

„Biðlist­inn á meðal ann­ars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjón­ustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjón­ust­una á Vogi. Biðlist­inn á Vogi er alfarið á ábyrgð rík­is­ins og óheppi­legt að heil­brigð­is­ráð­herra þess gefi það í skyn að hann sé ann­ar­leg­ur. 

Í þessu sam­bandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rök­styðja meiri stuðn­ing frá rík­inu vegna þess að af 2200 inn­lögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkra­trygg­ingar ekki fyrir nema 1500. Heil­brigð­is­ráð­herra skítur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlist­ann og það er ljótur dóna­skapur við aðstand­endur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal ann­ars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíkni­sjúk­dómar eru ban­væn­ustu sjúk­dómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opin­bera að skera við nögl með­ferð við þeim,“ segir Kári.

Hann segir sjúkra­húsið á Vogi búa að mik­illi reynslu, þekk­ingu og getu við með­ferð á fíkni­sjúk­dómum og að það sé ekki lík­legt að annar aðili sé hæf­ari til þess að meta þörf ein­stak­linga fyrir með­ferð. „Hvað á heil­brigð­is­ráð­herra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að list­inn myndi stytt­ast tölu­vert ef af honum yrðu teknar allar fylli­byttur og dópist­ar. Og ef ekki allar fylli­byttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá?“

Að bera fólk út af biðlistum ? Kári Stef­áns­son Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess...

Posted by Kari Stef­ans­son on Monday, Novem­ber 5, 2018


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum.
Fjórði hver íbúi á Suðurnesjum útlendingur
Tveir af hverjum þremur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu. Þrír af hverjum fjórum þeirra búa annað hvort þar eða á Suðurnesjunum. Það sveitarfélag sem er með lægst hlutfall útlendinga er einungis með einn útlending á skrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent