Kári segir heilbrigðisráðherra tala til SÁÁ með hroka

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tala með yfirlæti og hroka til SÁÁ og að hún dragi í efa frásagnir þeirra af vandanum.

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar segir að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hafi enga þekk­ingu, reynslu eða getu til þess að með­höndla fíkni­sjúk­dóma og verði því að leita til ann­arra um ráð. 

Þetta kemur fram í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morgun og á face­book-­síðu hans. 

Í hádeg­is­frétt­unum RÚV á sunnu­dag­inn sagði Svan­dís auð­ljóst að bregð­ast þyrfti við löngum biðlista á Vogi. Yfir­læknir þar segir biðlist­ann aldrei hafa verið lengri. „Mér finnst skipta miklu máli að það sé skýrt hvað biðlistar eru og hvað þeir í raun og veru standa fyrir þannig að það sé ein­hver sam­eig­in­legur skiln­ingur á því hvað þarf að upp­fylla til þess að vera á biðlista. Það er ekki svo í dag, þannig að við þurfum líka að skoða það,“ sagði hún.

Auglýsing

„Við erum í miðjum far­aldri fíkni­sjúk­dóma sem eru að deyða ungt fólk í land­inu og við þurfum að bregð­ast við. Meiri hlut­inn af sér­þekk­ingu, reynslu og getu við með­ferð þess­ara sjúk­dóma á Íslandi er á höndum SÁÁ,“ segir Kári í grein­inn­i. 

Spyr hvenær maður drepi mann

Hann telur ráð­herra hins vegar ákveðna í því að fara í geit­ar­hús að leita ullar og í stað þess að sitja við fót­skör SÁÁ til þess að læra tali hún til þeirra með hroka og yfir­læti og dragi í efa frá­sagnir þeirra af vand­an­um. „Þegar maður verður var við ábyrgð­ar­leysi af þessum toga í við­brögðum við far­aldri af ban­vænum sjúk­dómi vaknar hjá manni spurn­ingin gamla Jóns Hregg­viðs­son­ar: Hvenær drepur maður mann?“ spyr hann sig. 

„Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orða­vali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svan­dís Svav­ars­dóttir sagði í hádeg­is­fréttum í rík­is­út­varp­inu á sunnu­dag­inn að það þyrfti að skil­greina biðlist­ann á Vogi og kanna hvers konar skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það bein­t,“ segir hann. 

Í fyrsta lagi segir Kári að Svan­dís gefi í skyn að að sá mögu­leiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitt­hvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir inn­lögn á Vog. Í öðru lagi að á biðlist­anum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reynd­ist þýddi að inn á Vogi væru ein­stak­lingar sem þyrftu ekki á með­ferð­inni að halda. 

Nú ein­ungis 18 rúm fyrir sjúk­linga 

Kári bendir á að árið 1971 hafi 146 rúm verið fyrir fíkni­sjúk­linga í hinu opin­bera heil­brigð­is­kerfi en nú séu þau 18 og nær öll fyrir tví­greinda, þá sem eru líka með aðra geð­sjúk­dóma. SÁÁ hafi því tekið yfir á sínar herðar meiri hlut­ann af þeirri með­ferð sem stendur fíklum til boða í íslensku sam­fé­lagi í dag. SÁÁ hafi unnið ötul­lega að því að byggja upp starf­semi sína en hafi ekki undan aukn­ingu í þörf og þess vegna séu biðlist­ar.

„Biðlist­inn á meðal ann­ars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjón­ustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjón­ust­una á Vogi. Biðlist­inn á Vogi er alfarið á ábyrgð rík­is­ins og óheppi­legt að heil­brigð­is­ráð­herra þess gefi það í skyn að hann sé ann­ar­leg­ur. 

Í þessu sam­bandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rök­styðja meiri stuðn­ing frá rík­inu vegna þess að af 2200 inn­lögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkra­trygg­ingar ekki fyrir nema 1500. Heil­brigð­is­ráð­herra skítur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlist­ann og það er ljótur dóna­skapur við aðstand­endur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal ann­ars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíkni­sjúk­dómar eru ban­væn­ustu sjúk­dómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opin­bera að skera við nögl með­ferð við þeim,“ segir Kári.

Hann segir sjúkra­húsið á Vogi búa að mik­illi reynslu, þekk­ingu og getu við með­ferð á fíkni­sjúk­dómum og að það sé ekki lík­legt að annar aðili sé hæf­ari til þess að meta þörf ein­stak­linga fyrir með­ferð. „Hvað á heil­brigð­is­ráð­herra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skil­yrði þurfi að upp­fylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að list­inn myndi stytt­ast tölu­vert ef af honum yrðu teknar allar fylli­byttur og dópist­ar. Og ef ekki allar fylli­byttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá?“

Að bera fólk út af biðlistum ? Kári Stef­áns­son Tungu­málið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess...

Posted by Kari Stef­ans­son on Monday, Novem­ber 5, 2018


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent