Áætlaðar fjárfestingar í stækkun Keflavíkurflugvallar rúmir 94 milljarðar næstu 4 árin

94,4 milljarðar króna eru áætlaðir í fjárfestingar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar á árunum 2019 til 2022.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ríkið áformar að verja 94,4 millj­örðum króna í fjár­fest­ingar í upp­bygg­ingu og stækkun Kefla­vík­ur­flug­vallar á árunum 2019 til 2022. Þetta kemur fram í svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Smára McCarthy um upp­bygg­ing­ar­á­form á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Í svar­inu eru ætl­aðar fjár­fest­ing­ar­tölur fyrir Isa­via sund­ur­lið­aðar eftir árum:

  • 2019 áætluð fjár­fest­ing 21,5 millj­arðar króna. 

  • 2020 áætluð fjár­fest­ing 24,3 millj­arðar króna. 

  • 2021 áætluð fjár­fest­ing 24,9 millj­arðar króna. 

  • 2022 áætluð fjár­fest­ing 20,7 millj­arðar króna.

Ítrekað er í svar­inu að um sé að ræða áætlun og við hana verði að gera fyr­ir­vara. Í fyrsta lagi liggi ekki fyrir end­an­leg stað­fest­ing á að farið verði í þau verk­efni sem áætluð hafa ver­ið. Í öðru lagi er vakin athygli á því að áætl­aður kostn­aður geti breyst við útboð.

Auglýsing


Isa­via er opin­bert hlut­­fé­lag og er þar af leið­indi í eigu íslenska rík­­is­ins. Fyr­ir­tækið ann­­ast rekstur og upp­­­bygg­ingu allra flug­­valla á Íslandi og stýrir jafn­­framt flug­­um­­ferð í íslenska flug­­­stjórn­­un­­ar­­svæð­inu. Þannig hefur Isa­via yfir­­um­­sjón með Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­sonar og rekur frí­höfn­ina.

Unnið að und­ir­bún­ingi nokk­urra verk­efna

Smári spurði jafn­framt hversu miklar núver­andi skuld­bind­ingar varð­andi fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli væru. Í svar­inu segir að Isa­via hafi ekki gengið frá neinum skuld­bind­ingum vegna verk­legra fram­kvæmda sem tengj­ast upp­bygg­ing­ar­á­ætl­un­inni. Unnið sé að und­ir­bún­ingi nokk­urra verk­efna, þar með talið með frek­ari þarfa­grein­ingu og hönn­un.

„Ein­göngu liggur fyrir ramma­samn­ingur við hönn­uði vegna verk­legra fram­kvæmda á flug­vell­inum og hönnun á fyrsta fasa upp­bygg­ing­ar­á­ætl­un­ar­innar sem lýtur að tengi­bygg­ingu milli suð­ur- og norð­ur­bygg­ing­ar. Auk þess er unnið að útboði á verk­efna­stjórn vegna ann­ars fasa upp­bygg­ing­ar­á­ætl­unar en ekki hefur verið gengið frá neinum skuld­bind­ingum vegna verk­legs hluta fram­kvæmda eins og er,“ segir í svari ráð­herra.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent