Áætlaðar fjárfestingar í stækkun Keflavíkurflugvallar rúmir 94 milljarðar næstu 4 árin

94,4 milljarðar króna eru áætlaðir í fjárfestingar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar á árunum 2019 til 2022.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ríkið áformar að verja 94,4 millj­örðum króna í fjár­fest­ingar í upp­bygg­ingu og stækkun Kefla­vík­ur­flug­vallar á árunum 2019 til 2022. Þetta kemur fram í svari Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Smára McCarthy um upp­bygg­ing­ar­á­form á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Í svar­inu eru ætl­aðar fjár­fest­ing­ar­tölur fyrir Isa­via sund­ur­lið­aðar eftir árum:

  • 2019 áætluð fjár­fest­ing 21,5 millj­arðar króna. 

  • 2020 áætluð fjár­fest­ing 24,3 millj­arðar króna. 

  • 2021 áætluð fjár­fest­ing 24,9 millj­arðar króna. 

  • 2022 áætluð fjár­fest­ing 20,7 millj­arðar króna.

Ítrekað er í svar­inu að um sé að ræða áætlun og við hana verði að gera fyr­ir­vara. Í fyrsta lagi liggi ekki fyrir end­an­leg stað­fest­ing á að farið verði í þau verk­efni sem áætluð hafa ver­ið. Í öðru lagi er vakin athygli á því að áætl­aður kostn­aður geti breyst við útboð.

Auglýsing


Isa­via er opin­bert hlut­­fé­lag og er þar af leið­indi í eigu íslenska rík­­is­ins. Fyr­ir­tækið ann­­ast rekstur og upp­­­bygg­ingu allra flug­­valla á Íslandi og stýrir jafn­­framt flug­­um­­ferð í íslenska flug­­­stjórn­­un­­ar­­svæð­inu. Þannig hefur Isa­via yfir­­um­­sjón með Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­sonar og rekur frí­höfn­ina.

Unnið að und­ir­bún­ingi nokk­urra verk­efna

Smári spurði jafn­framt hversu miklar núver­andi skuld­bind­ingar varð­andi fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli væru. Í svar­inu segir að Isa­via hafi ekki gengið frá neinum skuld­bind­ingum vegna verk­legra fram­kvæmda sem tengj­ast upp­bygg­ing­ar­á­ætl­un­inni. Unnið sé að und­ir­bún­ingi nokk­urra verk­efna, þar með talið með frek­ari þarfa­grein­ingu og hönn­un.

„Ein­göngu liggur fyrir ramma­samn­ingur við hönn­uði vegna verk­legra fram­kvæmda á flug­vell­inum og hönnun á fyrsta fasa upp­bygg­ing­ar­á­ætl­un­ar­innar sem lýtur að tengi­bygg­ingu milli suð­ur- og norð­ur­bygg­ing­ar. Auk þess er unnið að útboði á verk­efna­stjórn vegna ann­ars fasa upp­bygg­ing­ar­á­ætl­unar en ekki hefur verið gengið frá neinum skuld­bind­ingum vegna verk­legs hluta fram­kvæmda eins og er,“ segir í svari ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent