Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir

Tvenns konar heimildir fyrir ófrjósemisaðgerðum eru lagðar til, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á einstaklingi sem er ólögráða fyrir æsku sakir, þegar ætla má að frjósemin hafi alvarleg áhrif á líf hans.

spítali
Auglýsing

Til stendur að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra leggi fram frum­varp um ný heild­ar­lög um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Mark­mið lag­anna er að heim­ila fram­kvæmd ófrjó­sem­is­að­gerðar að beiðni ein­stak­lings eða þegar sér­stakar ástæður liggja fyr­ir.

Sam­ráð stendur yfir á sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 15. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Í mark­miðs­á­kvæði lag­anna er tekið fram að gæta skuli mann­rétt­inda og mann­helgi ein­stak­linga í hví­vetna við fram­kvæmd lag­anna. Lagt er til að lögin eigi ekki við ef um nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð er að ræða, enda þótt ófrjó­semi hljót­ist af.

Auglýsing

Tvenns konar heim­ildir lagðar til

Í lög­unum er ófrjó­sem­is­að­gerð skil­greind sem það þegar sáð­göngum karla og egg­leið­urum kvenna er lokað til að binda enda á frjó­semi. Tvenns konar heim­ildir fyrir ófrjó­sem­is­að­gerðum eru lagðar til, ann­ars vegar að ósk ein­stak­lings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á ein­stak­lingi sem er ólög­ráða fyrir æsku sakir, þegar ætla má að frjó­semi við­kom­andi hafi alvar­leg áhrif á líf eða heilsu ein­stak­lings­ins, en fyrir slíkri heim­ild er sett það skil­yrði að fyrir liggi stað­fest­ing tveggja lækna um fyrr­greind áhrif á heilsu og sam­þykki sér­stak­lega skip­aðs lög­ráða­manns. 

Þá er lagt til að ein­stak­lingur hljóti fræðslu áður en ófrjó­sem­is­að­gerð er gerð um í hverju aðgerðin er fólg­in, áhættur sam­fara henni og afleið­ing­ar. Gert er ráð fyrir að sett verði skil­yrði um að umsóknin sé und­ir­rituð af þeim ein­stak­lingi sem sækir um aðgerð­ina á því formi sem land­læknir býr til og að í slíkri umsókn lýsi ein­stak­lingur því yfir að honum sé ljóst í hverju aðgerð sé fólg­in. 

Jafn­framt er lagt til að ein­ungis læknar með sér­fræði­við­ur­kenn­ingu í almennum skurð­lækn­ing­um, kven­sjúk­dóma­lækn­ingum eða þvag­færa­skurð­lækn­ingum megi fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir og að ein­ungis megi fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir á heil­brigð­is­stofn­unum eða starfs­stofum lækna sem land­læknir hefur eft­ir­lit með.

Nefnd lagði til að ­lækka lág­marks­aldur niður í 18 ára

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að til­urð þess hafi verið að heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í mars 2016 nefnd sem ætlað var að vinna að heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eignir og um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Í nefnd­ina voru skipuð Sóley S. Bender for­mað­ur, sér­fræð­ingur í kyn­heil­brigði og pró­fessor við Háskóla Íslands, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, félags­ráð­gjafi, cand.com. og tengiliður vist­heim­ila í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, og Jens A. Guð­munds­son, sér­fræð­ingur í fæð­ing­ar- og kven­sjúk­dóma­lækn­ingum og dós­ent við Háskóla Íslands. Starfs­maður nefnd­ar­innar var Þór­unn Oddný Steins­dótt­ir, lög­fræð­ingur í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu.

Nefndin skil­aði skýrslu sinni til heil­brigð­is­ráð­herra í nóv­em­ber 2016 þar sem meðal ann­ars var lagt til að sett yrðu þrenn ný lög í stað eldri laga, það er lög um fræðslu og ráð­gjöf varð­andi kyn­heil­brigði, lög um þung­un­ar­rof og lög um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir.

Í skýrsl­unni leggur nefndin til að lækka lág­marks­aldur umsækj­anda um ófrjó­sem­is­að­gerð niður í 18 ára í sam­ræmi við ákvæði lög­ræð­islaga, ein­ungis verði heim­ilt að fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir á börnum yngri en 18 ára af lækn­is­fræði­legum ástæð­um, ef lífi eða heilsu stúlku væri stefnt í hættu með þungun eða fæð­ingu eða ef ein­sýnt væri að barn við­kom­andi yrði alvar­lega van­skapað og/eða lífs­hættu­lega veik sem og að afmá skuli alla mis­munun í lög­unum gagn­vart fötl­uðum ein­stak­ling­um. Til­lögur nefnd­ar­innar voru lagðar til grund­vallar við gerð frum­varps­ins.

Þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir mjög óskyldar aðgerðir

Með frum­varp­inu er, eins og áður seg­ir, lagt til að fjallað verði um ófrjó­sem­is­að­gerðir í sér­lög­um. Í lögum nr. 25/1975 er fjallað um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eign­ir, um þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Taldi nefndin að þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir væru mjög óskyldar aðgerðir sem ekki stæðu rök til að fjallað væri um í sömu lög­un­um. Í sögu­legu sam­hengi voru rökin fyrir því að fjalla um þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir í sömu lög­unum þau að í lögum nr. 38/1935 um leið­bein­ingar fyrir konur um varnir gegn því að verða barns­haf­andi og um fóst­ur­eyð­ingar voru veittar tak­mark­aðar heim­ildir til þung­un­ar­rofs í til­teknum aðstæðum og byggðu þær þröngu heim­ildir til þung­un­ar­rofs af félags­legum ástæðum meðal ann­ars á því að kona hefði átt mörg börn með stuttu milli­bil­i. Einnig voru í því sam­hengi veittar heim­ildir til að gera konur ófrjóar af sömu ástæð­u­m. 

„Eftir til­komu þeirra getn­að­ar­varna sem nú eru fáan­legar koma aðstæður sem þessar sjaldan upp og því ekki talin ástæða til að fjalla um heim­ild­irnar í sömu lög­um. Einnig hafa heim­ild­irnar breyst frá því sem áður var og þykir því enn meiri ástæða til að hafa lög­gjöf­ina aðskilda. Sama er að segja um ákvæði um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eign­ir. Ekki þótt nefnd­inni því rétt að fjalla um slíkt í sömu lög­gjöf og um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Er þetta í sam­ræmi við lög­gjöf á hinum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Hund­ruð ófrjó­sem­is­að­gerðir fram­kvæmdar á ári

Í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Páli Vali Björns­syni um ófrjó­sem­is­að­gerðir frá því í nóv­em­ber 2015 kemur fram að á árunum 1981 til 2014 hafi ófrjó­sem­is­að­gerðir verið á bil­inu 461 til 775 á ári. Flestar aðgerðir hafi verið gerðar á árunum 1996 til 2000 eða yfir 700 aðgerðir hvert ár.

Jafn­fram segir að umtals­verð breyt­ing hafi orðið á þessum árum á hlut­falli aðgerða eftir kyni en árið 1981 og fram til árs­ins 1988 hafi meiri hluti ófrjó­sem­is­að­gerða verið gerðar á konum en eftir árið 1988 hafi karl­menn verið í meiri­hluta. Í svar­inu kemur einnig fram að lang­flestar aðgerðir sem fram­kvæmdar eru séu byggðar á heim­ild í gild­andi lögum en á árunum 1981 til 2014 hafi 52 ófrjó­sem­is­að­gerðir verið fram­kvæmdar og af þessum 52 ein­stak­lingum hafi 41 verið konur og 11 karl­ar. 

„Af þessu er ljóst að mik­ill meiri­hluti þeirra ein­stak­linga sem und­ir­gang­ast ófrjó­sem­is­að­gerðir af lækn­is­fræði­legum ástæð­um, félags­legum ástæðum eða ástæðum sem rekja má til fötl­unar eða afkom­anda við­kom­andi ein­stak­lings eru kon­ur. Á árunum 2014 til 2017 voru ófrjó­sem­is­að­gerðir 634 til 638 tals­ins á ári og af þeim voru aðgerðir sem byggðu á heim­ild í II. lið 18. gr. tvær árið 2014 og báðar fram­kvæmdar á konum og fjórar árið 2017, tvær konur og tveir karl­ar,“ segir grein­ar­gerð­inn­i. 

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent