Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir

Tvenns konar heimildir fyrir ófrjósemisaðgerðum eru lagðar til, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á einstaklingi sem er ólögráða fyrir æsku sakir, þegar ætla má að frjósemin hafi alvarleg áhrif á líf hans.

spítali
Auglýsing

Til stendur að Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra leggi fram frum­varp um ný heild­ar­lög um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Mark­mið lag­anna er að heim­ila fram­kvæmd ófrjó­sem­is­að­gerðar að beiðni ein­stak­lings eða þegar sér­stakar ástæður liggja fyr­ir.

Sam­ráð stendur yfir á sam­ráðs­gátt stjórn­valda til 15. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Í mark­miðs­á­kvæði lag­anna er tekið fram að gæta skuli mann­rétt­inda og mann­helgi ein­stak­linga í hví­vetna við fram­kvæmd lag­anna. Lagt er til að lögin eigi ekki við ef um nauð­syn­lega lækn­is­með­ferð er að ræða, enda þótt ófrjó­semi hljót­ist af.

Auglýsing

Tvenns konar heim­ildir lagðar til

Í lög­unum er ófrjó­sem­is­að­gerð skil­greind sem það þegar sáð­göngum karla og egg­leið­urum kvenna er lokað til að binda enda á frjó­semi. Tvenns konar heim­ildir fyrir ófrjó­sem­is­að­gerðum eru lagðar til, ann­ars vegar að ósk ein­stak­lings sem hefur náð 18 ára aldri og hins vegar á ein­stak­lingi sem er ólög­ráða fyrir æsku sakir, þegar ætla má að frjó­semi við­kom­andi hafi alvar­leg áhrif á líf eða heilsu ein­stak­lings­ins, en fyrir slíkri heim­ild er sett það skil­yrði að fyrir liggi stað­fest­ing tveggja lækna um fyrr­greind áhrif á heilsu og sam­þykki sér­stak­lega skip­aðs lög­ráða­manns. 

Þá er lagt til að ein­stak­lingur hljóti fræðslu áður en ófrjó­sem­is­að­gerð er gerð um í hverju aðgerðin er fólg­in, áhættur sam­fara henni og afleið­ing­ar. Gert er ráð fyrir að sett verði skil­yrði um að umsóknin sé und­ir­rituð af þeim ein­stak­lingi sem sækir um aðgerð­ina á því formi sem land­læknir býr til og að í slíkri umsókn lýsi ein­stak­lingur því yfir að honum sé ljóst í hverju aðgerð sé fólg­in. 

Jafn­framt er lagt til að ein­ungis læknar með sér­fræði­við­ur­kenn­ingu í almennum skurð­lækn­ing­um, kven­sjúk­dóma­lækn­ingum eða þvag­færa­skurð­lækn­ingum megi fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir og að ein­ungis megi fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir á heil­brigð­is­stofn­unum eða starfs­stofum lækna sem land­læknir hefur eft­ir­lit með.

Nefnd lagði til að ­lækka lág­marks­aldur niður í 18 ára

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kemur fram að til­urð þess hafi verið að heil­brigð­is­ráð­herra skip­aði í mars 2016 nefnd sem ætlað var að vinna að heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eignir og um fóst­ur­eyð­ingar og ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Í nefnd­ina voru skipuð Sóley S. Bender for­mað­ur, sér­fræð­ingur í kyn­heil­brigði og pró­fessor við Háskóla Íslands, Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, félags­ráð­gjafi, cand.com. og tengiliður vist­heim­ila í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, og Jens A. Guð­munds­son, sér­fræð­ingur í fæð­ing­ar- og kven­sjúk­dóma­lækn­ingum og dós­ent við Háskóla Íslands. Starfs­maður nefnd­ar­innar var Þór­unn Oddný Steins­dótt­ir, lög­fræð­ingur í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu.

Nefndin skil­aði skýrslu sinni til heil­brigð­is­ráð­herra í nóv­em­ber 2016 þar sem meðal ann­ars var lagt til að sett yrðu þrenn ný lög í stað eldri laga, það er lög um fræðslu og ráð­gjöf varð­andi kyn­heil­brigði, lög um þung­un­ar­rof og lög um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir.

Í skýrsl­unni leggur nefndin til að lækka lág­marks­aldur umsækj­anda um ófrjó­sem­is­að­gerð niður í 18 ára í sam­ræmi við ákvæði lög­ræð­islaga, ein­ungis verði heim­ilt að fram­kvæma ófrjó­sem­is­að­gerðir á börnum yngri en 18 ára af lækn­is­fræði­legum ástæð­um, ef lífi eða heilsu stúlku væri stefnt í hættu með þungun eða fæð­ingu eða ef ein­sýnt væri að barn við­kom­andi yrði alvar­lega van­skapað og/eða lífs­hættu­lega veik sem og að afmá skuli alla mis­munun í lög­unum gagn­vart fötl­uðum ein­stak­ling­um. Til­lögur nefnd­ar­innar voru lagðar til grund­vallar við gerð frum­varps­ins.

Þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir mjög óskyldar aðgerðir

Með frum­varp­inu er, eins og áður seg­ir, lagt til að fjallað verði um ófrjó­sem­is­að­gerðir í sér­lög­um. Í lögum nr. 25/1975 er fjallað um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eign­ir, um þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Taldi nefndin að þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir væru mjög óskyldar aðgerðir sem ekki stæðu rök til að fjallað væri um í sömu lög­un­um. Í sögu­legu sam­hengi voru rökin fyrir því að fjalla um þung­un­ar­rof og ófrjó­sem­is­að­gerðir í sömu lög­unum þau að í lögum nr. 38/1935 um leið­bein­ingar fyrir konur um varnir gegn því að verða barns­haf­andi og um fóst­ur­eyð­ingar voru veittar tak­mark­aðar heim­ildir til þung­un­ar­rofs í til­teknum aðstæðum og byggðu þær þröngu heim­ildir til þung­un­ar­rofs af félags­legum ástæðum meðal ann­ars á því að kona hefði átt mörg börn með stuttu milli­bil­i. Einnig voru í því sam­hengi veittar heim­ildir til að gera konur ófrjóar af sömu ástæð­u­m. 

„Eftir til­komu þeirra getn­að­ar­varna sem nú eru fáan­legar koma aðstæður sem þessar sjaldan upp og því ekki talin ástæða til að fjalla um heim­ild­irnar í sömu lög­um. Einnig hafa heim­ild­irnar breyst frá því sem áður var og þykir því enn meiri ástæða til að hafa lög­gjöf­ina aðskilda. Sama er að segja um ákvæði um ráð­gjöf og fræðslu varð­andi kyn­líf og barn­eign­ir. Ekki þótt nefnd­inni því rétt að fjalla um slíkt í sömu lög­gjöf og um ófrjó­sem­is­að­gerð­ir. Er þetta í sam­ræmi við lög­gjöf á hinum Norð­ur­lönd­un­um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Hund­ruð ófrjó­sem­is­að­gerðir fram­kvæmdar á ári

Í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Páli Vali Björns­syni um ófrjó­sem­is­að­gerðir frá því í nóv­em­ber 2015 kemur fram að á árunum 1981 til 2014 hafi ófrjó­sem­is­að­gerðir verið á bil­inu 461 til 775 á ári. Flestar aðgerðir hafi verið gerðar á árunum 1996 til 2000 eða yfir 700 aðgerðir hvert ár.

Jafn­fram segir að umtals­verð breyt­ing hafi orðið á þessum árum á hlut­falli aðgerða eftir kyni en árið 1981 og fram til árs­ins 1988 hafi meiri hluti ófrjó­sem­is­að­gerða verið gerðar á konum en eftir árið 1988 hafi karl­menn verið í meiri­hluta. Í svar­inu kemur einnig fram að lang­flestar aðgerðir sem fram­kvæmdar eru séu byggðar á heim­ild í gild­andi lögum en á árunum 1981 til 2014 hafi 52 ófrjó­sem­is­að­gerðir verið fram­kvæmdar og af þessum 52 ein­stak­lingum hafi 41 verið konur og 11 karl­ar. 

„Af þessu er ljóst að mik­ill meiri­hluti þeirra ein­stak­linga sem und­ir­gang­ast ófrjó­sem­is­að­gerðir af lækn­is­fræði­legum ástæð­um, félags­legum ástæðum eða ástæðum sem rekja má til fötl­unar eða afkom­anda við­kom­andi ein­stak­lings eru kon­ur. Á árunum 2014 til 2017 voru ófrjó­sem­is­að­gerðir 634 til 638 tals­ins á ári og af þeim voru aðgerðir sem byggðu á heim­ild í II. lið 18. gr. tvær árið 2014 og báðar fram­kvæmdar á konum og fjórar árið 2017, tvær konur og tveir karl­ar,“ segir grein­ar­gerð­inn­i. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent