SUS lýsir yfir vonbrigðum með ummæli Bjarna

Stjórn SUS gagnrýnir ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnu kirkjuþingi. Stjórn SUS segir orðræðu Bjarna lýsa gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) lýsir yfir von­brigðum með þau orð sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, lét falla á nýaf­stöðnu kirkju­þing­i ­þjóð­kirkj­unn­ar í ályktun frá stjórn SUS. 

Í ávarpi sínu sagði Bjarna að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju, eða ríkis og trú­ar­bragða almennt, sé komin frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföllum á lífs­leið­inni og þekki því ekki til sálu­hjálpar þjóð­kirkj­unn­ar.

Auglýsing

Í ályktun SUS er Bjarni harð­lega gagn­rýndur fyrir orð sín: „Orð­ræða af þessu tagi lýsir gríð­ar­legum van­skiln­ingi á mál­stað þeirra fjöl­mörgu Íslend­inga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða bar­áttu­mál SUS til margra ára­tuga og sam­þykkta stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi. Það er afar ómál­efna­legt að afskrifa mál­stað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarn­i ­gerð­i.“ segir stjórn SUS

Í engu sam­bandi við reynslu fólks af áföllum í líf­inu

Sam­kvæmt álykt­un­inni byggir mál­staður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju í lang­flestum til­vikum á því að það sé ekki hlut­verk rík­is­ins að skatt­leggja almenn­ing til að fjár­magna trú­fé­lög, hvað þá eitt trú­fé­lag framar öðr­um. „Slíkt fyr­ir­komu­lag felur í sér mikið ójafn­ræði milli trú­fé­laga og er á skjön við lífs­skoð­anir fjöl­margra Íslend­inga, en sá hópur fer stækk­andi með hverjum deg­inum og sam­anstendur af þjóð­fé­lags­hópum af öllum aldri og póli­tískum skoð­un­um, og stendur í engu sam­bandi við reynslu fólks af áföllum í líf­inu“ segir í álykt­un­inni.

Í álykt­un­inni leggur SUS áherslu á mik­il­vægi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn beiti sér fyrir auknu frelsi og dragi úr inn­gripum rík­is­ins í líf fólks. Stjórn SUS telur það afar óeðli­legt að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins standi í vegi fyrir frels­is­málum sem flokks­menn og gríð­ar­stór hluti þjóð­ar­innar styð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent