SUS lýsir yfir vonbrigðum með ummæli Bjarna

Stjórn SUS gagnrýnir ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnu kirkjuþingi. Stjórn SUS segir orðræðu Bjarna lýsa gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Sam­band ungra sjálf­stæð­is­manna (SUS) lýsir yfir von­brigðum með þau orð sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, lét falla á nýaf­stöðnu kirkju­þing­i ­þjóð­kirkj­unn­ar í ályktun frá stjórn SUS. 

Í ávarpi sínu sagði Bjarna að krafa um aðskilnað ríkis og kirkju, eða ríkis og trú­ar­bragða almennt, sé komin frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföllum á lífs­leið­inni og þekki því ekki til sálu­hjálpar þjóð­kirkj­unn­ar.

Auglýsing

Í ályktun SUS er Bjarni harð­lega gagn­rýndur fyrir orð sín: „Orð­ræða af þessu tagi lýsir gríð­ar­legum van­skiln­ingi á mál­stað þeirra fjöl­mörgu Íslend­inga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en um er að ræða bar­áttu­mál SUS til margra ára­tuga og sam­þykkta stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi. Það er afar ómál­efna­legt að afskrifa mál­stað þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju með þeim hætti sem Bjarn­i ­gerð­i.“ segir stjórn SUS

Í engu sam­bandi við reynslu fólks af áföllum í líf­inu

Sam­kvæmt álykt­un­inni byggir mál­staður þeirra sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju í lang­flestum til­vikum á því að það sé ekki hlut­verk rík­is­ins að skatt­leggja almenn­ing til að fjár­magna trú­fé­lög, hvað þá eitt trú­fé­lag framar öðr­um. „Slíkt fyr­ir­komu­lag felur í sér mikið ójafn­ræði milli trú­fé­laga og er á skjön við lífs­skoð­anir fjöl­margra Íslend­inga, en sá hópur fer stækk­andi með hverjum deg­inum og sam­anstendur af þjóð­fé­lags­hópum af öllum aldri og póli­tískum skoð­un­um, og stendur í engu sam­bandi við reynslu fólks af áföllum í líf­inu“ segir í álykt­un­inni.

Í álykt­un­inni leggur SUS áherslu á mik­il­vægi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn beiti sér fyrir auknu frelsi og dragi úr inn­gripum rík­is­ins í líf fólks. Stjórn SUS telur það afar óeðli­legt að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins standi í vegi fyrir frels­is­málum sem flokks­menn og gríð­ar­stór hluti þjóð­ar­innar styð­ur.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent