Semur um 1,3 milljarða króna hátæknivinnslu í Rússlandi

Nýsköpunarfyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í Rússlandi. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 1,3 milljarða króna.

Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Auglýsing

Valka hefur samið við Mur­man Seafood um hönnun og upp­setn­ingu á nýrri hátækni­fisk­vinnslu í borg­inni Kola í Mur­m­ansk í Rúss­landi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er fisk­vinnslan fyrsta sinnar teg­undar í land­inu og verður tækni­leg­asta bol­fisk­vinnslan í Rúss­landi að upp­setn­ingu lok­inni. Valka mun hafa yfir­um­sjón með verk­efn­inu en auk Völku koma fleiri tækja­fram­leið­endur að upp­setn­ingu vinnsl­unn­ar. Heild­ar­samn­ing­ur­inn hljóðar upp á 1,3 millj­arða króna.

Verk­efnið hefur verið í und­ir­bún­ingi í rúm­lega ár og er gang­setn­ing áætluð seinni hluta næsta sum­ars.

Auglýsing

Mur­man Seafood gerir út sex frysti­tog­ara og er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem fékk úthlutað við­bót­ar­kvóta hjá rúss­neskum yfir­völdum gegn því að fjár­festa í land­vinnslu. Vinnslu­húsið sem byggt verður frá grunni verður búið nýj­ustu tækni og tækjum og þar á meðal eru sjálf­virkar beina- og bita­skurða­vélar frá Völku.

Með nýja vinnslu­kerf­inu gefst Mur­man Seafood tæki­færi til þess að hámarka verð­mæti þeirra 50 tonna af hrá­efni sem áætlað er að vinna í nýju vinnsl­unni á degi hverj­um. Fram að þessu hefur hrá­efnið að mestu leyti verið selt heilfryst en með þess­ari fjár­fest­ingu getur fyr­ir­tækið boðið upp á ferskar hágæða vörur sem eru til­búnar á neyt­enda­mark­að.

Helgi Hjálm­ars­son fram­kvæmda­stjóri Völku ehf. segir það hafa verið mjög ánægju­legt að vinna að und­ir­bún­ingi að þessu metn­að­ar­fulla verk­efni með Mur­man Seafood. „Þetta er fyrsta verk­efni þess­arar teg­undar hjá Völku og stefnum við að því að þróa starf­semi okkar enn frekar í þessa átt. Ávinn­ing­ur­inn af því að einn aðili sjái um allan tækja­búnað í stað fjöl­margra fyr­ir­tækja er að flýta vinnslu­ferl­inu og sjá til þess að flæðið í vinnsl­unni sé með sem bestu móti. Með þess­ari nálgun verður vinnslan sú tækni­leg­asta í Rúss­landi, fram­leið­inin hámörkuð og fisk­ur­inn skor­inn með þeim hætti að verð­mæti hans sé sem mest,“ segir hann. 

Denis V. Khiznya­kov fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu hjá Mur­man Seafood segir að með bygg­ingu á þess­ari hátækni­verk­smiðju sé verið að bregð­ast við þörfum mark­að­ar­ins og bæta sam­keppn­is­stöð­una á alþjóða­mark­að­i. 

„Við munum áfram fram­leiða hefð­bundar flaka­af­urðir en einnig hefja fram­leiðslu á bitum sem kallar á auk­inn sveigj­an­leika og tækni­stig í vinnsl­unni. Afurð­irnar okkar verða seldar bæði inn­an­lands og til útflutn­ings­. Við erum afar ánægðir með sam­starfið við Völku fram að þessu, þeir eru mjög lausn­a­mið­aður sam­starfs­að­ili. Vinnslu­línan frá þeim er sú full­komn­asta sem er í boði í dag og mun skapa okkur ákveðna sér­stöð­u,“ segir Den­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent