Semur um 1,3 milljarða króna hátæknivinnslu í Rússlandi

Nýsköpunarfyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í Rússlandi. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 1,3 milljarða króna.

Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Auglýsing

Valka hefur samið við Mur­man Seafood um hönnun og upp­setn­ingu á nýrri hátækni­fisk­vinnslu í borg­inni Kola í Mur­m­ansk í Rúss­landi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er fisk­vinnslan fyrsta sinnar teg­undar í land­inu og verður tækni­leg­asta bol­fisk­vinnslan í Rúss­landi að upp­setn­ingu lok­inni. Valka mun hafa yfir­um­sjón með verk­efn­inu en auk Völku koma fleiri tækja­fram­leið­endur að upp­setn­ingu vinnsl­unn­ar. Heild­ar­samn­ing­ur­inn hljóðar upp á 1,3 millj­arða króna.

Verk­efnið hefur verið í und­ir­bún­ingi í rúm­lega ár og er gang­setn­ing áætluð seinni hluta næsta sum­ars.

Auglýsing

Mur­man Seafood gerir út sex frysti­tog­ara og er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem fékk úthlutað við­bót­ar­kvóta hjá rúss­neskum yfir­völdum gegn því að fjár­festa í land­vinnslu. Vinnslu­húsið sem byggt verður frá grunni verður búið nýj­ustu tækni og tækjum og þar á meðal eru sjálf­virkar beina- og bita­skurða­vélar frá Völku.

Með nýja vinnslu­kerf­inu gefst Mur­man Seafood tæki­færi til þess að hámarka verð­mæti þeirra 50 tonna af hrá­efni sem áætlað er að vinna í nýju vinnsl­unni á degi hverj­um. Fram að þessu hefur hrá­efnið að mestu leyti verið selt heilfryst en með þess­ari fjár­fest­ingu getur fyr­ir­tækið boðið upp á ferskar hágæða vörur sem eru til­búnar á neyt­enda­mark­að.

Helgi Hjálm­ars­son fram­kvæmda­stjóri Völku ehf. segir það hafa verið mjög ánægju­legt að vinna að und­ir­bún­ingi að þessu metn­að­ar­fulla verk­efni með Mur­man Seafood. „Þetta er fyrsta verk­efni þess­arar teg­undar hjá Völku og stefnum við að því að þróa starf­semi okkar enn frekar í þessa átt. Ávinn­ing­ur­inn af því að einn aðili sjái um allan tækja­búnað í stað fjöl­margra fyr­ir­tækja er að flýta vinnslu­ferl­inu og sjá til þess að flæðið í vinnsl­unni sé með sem bestu móti. Með þess­ari nálgun verður vinnslan sú tækni­leg­asta í Rúss­landi, fram­leið­inin hámörkuð og fisk­ur­inn skor­inn með þeim hætti að verð­mæti hans sé sem mest,“ segir hann. 

Denis V. Khiznya­kov fram­kvæmda­stjóri land­vinnslu hjá Mur­man Seafood segir að með bygg­ingu á þess­ari hátækni­verk­smiðju sé verið að bregð­ast við þörfum mark­að­ar­ins og bæta sam­keppn­is­stöð­una á alþjóða­mark­að­i. 

„Við munum áfram fram­leiða hefð­bundar flaka­af­urðir en einnig hefja fram­leiðslu á bitum sem kallar á auk­inn sveigj­an­leika og tækni­stig í vinnsl­unni. Afurð­irnar okkar verða seldar bæði inn­an­lands og til útflutn­ings­. Við erum afar ánægðir með sam­starfið við Völku fram að þessu, þeir eru mjög lausn­a­mið­aður sam­starfs­að­ili. Vinnslu­línan frá þeim er sú full­komn­asta sem er í boði í dag og mun skapa okkur ákveðna sér­stöð­u,“ segir Den­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent