Semur um 1,3 milljarða króna hátæknivinnslu í Rússlandi

Nýsköpunarfyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í Rússlandi. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 1,3 milljarða króna.

Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf..
Auglýsing

Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Samkvæmt fyrirtækinu er fiskvinnslan fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Valka mun hafa yfirumsjón með verkefninu en auk Völku koma fleiri tækjaframleiðendur að uppsetningu vinnslunnar. Heildarsamningurinn hljóðar upp á 1,3 milljarða króna.

Verkefnið hefur verið í undirbúningi í rúmlega ár og er gangsetning áætluð seinni hluta næsta sumars.

Auglýsing

Murman Seafood gerir út sex frystitogara og er eitt þeirra fyrirtækja sem fékk úthlutað viðbótarkvóta hjá rússneskum yfirvöldum gegn því að fjárfesta í landvinnslu. Vinnsluhúsið sem byggt verður frá grunni verður búið nýjustu tækni og tækjum og þar á meðal eru sjálfvirkar beina- og bitaskurðavélar frá Völku.

Með nýja vinnslukerfinu gefst Murman Seafood tækifæri til þess að hámarka verðmæti þeirra 50 tonna af hráefni sem áætlað er að vinna í nýju vinnslunni á degi hverjum. Fram að þessu hefur hráefnið að mestu leyti verið selt heilfryst en með þessari fjárfestingu getur fyrirtækið boðið upp á ferskar hágæða vörur sem eru tilbúnar á neytendamarkað.

Helgi Hjálmarsson framkvæmdastjóri Völku ehf. segir það hafa verið mjög ánægjulegt að vinna að undirbúningi að þessu metnaðarfulla verkefni með Murman Seafood. „Þetta er fyrsta verkefni þessarar tegundar hjá Völku og stefnum við að því að þróa starfsemi okkar enn frekar í þessa átt. Ávinningurinn af því að einn aðili sjái um allan tækjabúnað í stað fjölmargra fyrirtækja er að flýta vinnsluferlinu og sjá til þess að flæðið í vinnslunni sé með sem bestu móti. Með þessari nálgun verður vinnslan sú tæknilegasta í Rússlandi, framleiðinin hámörkuð og fiskurinn skorinn með þeim hætti að verðmæti hans sé sem mest,“ segir hann. 

Denis V. Khiznyakov framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Murman Seafood segir að með byggingu á þessari hátækniverksmiðju sé verið að bregðast við þörfum markaðarins og bæta samkeppnisstöðuna á alþjóðamarkaði. 

„Við munum áfram framleiða hefðbundar flakaafurðir en einnig hefja framleiðslu á bitum sem kallar á aukinn sveigjanleika og tæknistig í vinnslunni. Afurðirnar okkar verða seldar bæði innanlands og til útflutnings. Við erum afar ánægðir með samstarfið við Völku fram að þessu, þeir eru mjög lausnamiðaður samstarfsaðili. Vinnslulínan frá þeim er sú fullkomnasta sem er í boði í dag og mun skapa okkur ákveðna sérstöðu,“ segir Denis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent