ÖBÍ leiðréttir fjármálaráðherra

Öryrkjabandalag Íslands segir fullyrðingar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra rangar um að bætur til lífeyrisþegar hefðu hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010.

1. maí kröfuganga 2018.
1. maí kröfuganga 2018.
Auglýsing

Öryrkja­banda­lag Íslands segir full­yrð­ingar Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra á Alþingi í gær vera rang­ar. Þar sagði hann að bætur til líf­eyr­is­þegar hefðu hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þús­undum á mán­uði, á hvern mann í hverjum mán­uði und­an­farin átta ár. 

Þetta kemur fram í frétt banda­lags­ins í dag. 

ÖBÍ segir að erfitt sé að koma þessum upp­lýs­ingum heim og saman við þann veru­leika sem öryrkjar búa við.

Auglýsing

Í frétt­inni kemur jafn­framt fram að fjár­mála­ráð­herra hafi svarað mörgum óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum í þing­inu í gær. Honum hafi verið tíð­rætt um mis­skiln­ing þing­manna í svörum sín­um. Í svari við fyr­ir­spurn frá þing­manni Mið­flokks­ins sagði hann meðal ann­ars þetta um hækkun bóta og aukn­ingu kaup­máttar á árunum 2010 til 2017.

„Hvað þýðir þetta í auknum bóta­rétti fyrir hvern og einn bóta­þega? Þetta þýðir að bæt­urnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bóta­þega um 1,1 milljón á ári. Hvers vegna stendur þá þessi hv. þing­maður hér og heldur því fullum fetum fram að þessi hópur hafi alger­lega setið eft­ir? Töl­urnar sýna allt ann­að,“ sagði Bjarn­i. 

Flestir öryrkjar með­ ör­orku­líf­eyr­is­greiðslur langt undir 300 þús­und krónum

ÖBÍ segir að stað­reyndin sé hins vegar sú að flestir öryrkjar séu með örorku­líf­eyr­is­greiðslur langt undir 300 þús­und krónum á mán­uði, fyrir skatt. Ein­ungis 29 pró­sent örorku­líf­eyr­is­þega fái 300 þús­und króna grunn­fram­færslu á mán­uði sem hafi náðst fram með gríð­ar­legum þrýst­ingi á stjórn­völd við gerð fjár­laga þessa árs. Sjö af hverjum tíu sitji enn úti í kuld­an­um.

Þá er bent á það í umsögn ÖBÍ við frum­varp til fjár­laga næsta árs, að kaup­máttur öryrkja hafi nær ekk­ert auk­ist á því tíma­bili sem ráð­herr­ann talar um. Raunar hafi hann verið nei­kvæður megnið af tíma­bil­inu, þar sem umrædd kaup­mátt­ar­aukn­ing síð­ustu ára hafi ekki náð til örorku­líf­eyr­is­þega. Stað­reyndin sé sú að á árunum 2010 til 2017 hafi óskertur líf­eyrir ein­ungis hækkað um 74.383 krónur sam­an­lagt á mán­uði á meðan þing­far­ar­kaup hækk­aði um 581.190 krón­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent