Vilja stofna embætti tæknistjóra ríkisins

Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að stofnað verði embætti tæknistjóra ríkisins sem hafi m.a. yfirumsjón með tæknilegum innviðum Stjórnarráðsins, utanumhald um opin gögn og annist ráðgjöf um upplýsingaöryggismál.

Smári McCarthy
Smári McCarthy
Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið lögð fram á Alþingi í annað skiptið um stofnun emb­ættis tækni­stjóra rík­is­ins. ­Fyrsti flutn­ings­maður er Smári McCarthy þing­maður Pírata en ásamt honum leggja fram til­lög­una þrír þing­menn úr sama flokki, þau Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, sem og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar Guð­jón S. Brjáns­son.

Emb­ætti tækni­stjóra rík­is­ins myndi hafa yfir­um­sjón með tækni­legum innviðum Stjórn­ar­ráðs­ins, sam­þætt­ingu vef­kerfa og for­rit­un­ar­við­móta og stöðlun þró­un­ar­ferla og gæða­stýr­ingar við hug­bún­að­ar­gerð. 

Það myndi enn fremur hafa utan­um­hald um opin gögn, ann­ast ráð­gjöf um upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál og hafa umsjón með útboðum sem snúa að hug­bún­að­ar­þróun og öðru sem snýr að því að tryggja gæði raf­rænnar þjón­ustu hins opin­bera gagn­vart almenn­ingi.

Auglýsing

Hug­bún­aður í mis­jöfnu ásig­komu­lagi

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að ör tölvu­væð­ing stjórn­kerf­is­ins á und­an­förnum árum hafi leitt til þess að flestar rík­is­stofn­anir hafa þróað ýmiss konar sér­hæfð hug­bún­að­ar­kerfi til að geta sinnt hlut­verki sínu betur en ella. Umræddur hug­bún­aður sé í mjög mis­mun­andi ásig­komu­lagi. Sumu hafi ekki verið haldið við, öðru við­haldið í mýflugu­mynd og enn annað sé í stöðugri þró­un. Hug­bún­að­ur­inn sé þró­aður á mis­mun­andi tungu­mál­um, í mis­mun­andi aðgerða­söfn­um, sumt sé veru­lega úrelt eða við­haldi þess hafi verið hætt hjá fram­leið­anda.

„Mik­ill hluti hug­bún­að­ar­ins hefur örygg­is­galla sem ekki hefur verið bætt úr og vafa­laust eru margir óþekktir gall­ar. Nán­ast ekk­ert af hug­bún­að­inum hefur gæða­hand­bók, sjálf­virka prófun eða áætlun fyrir lag­fær­ingar á þekktum göll­um. Ýmsar rík­is­stofn­anir hafa gert sér grein fyrir þessu vanda­máli og hafa leit­ast við að laga það með ýmsu móti en umræddar stofn­anir hafa litla burði til að sinna hug­bún­að­ar­þró­un, enda er það ekki hlut­verk þeirra. Þá eru verk­efni oft boðin út, en verk­takar hafa þá gjarnan yfir­burða­samn­ings­stöðu gagn­vart verk­kaup­um, því að þótt stofn­anir rík­is­ins viti vel hvaða sér­hæfðu vanda­mál þau leit­ast við að leysa er sjaldan þekk­ing innan húss til að tryggja góða tækni­lega fram­kvæmd,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jafn­framt kemur fram að dæmi um tölvu­kerfi sem hafi á und­an­förnum miss­erum skapað vanda­mál vegna við­halds­leys­is, lélegs við­móts eða skorts á gæða­prófun séu lyfja­gagna­grunnur land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og reikni­verk Hag­stofu Íslands fyrir útreikn­ing á verð­bólgu.

Hlið­stæð stofnun við emb­ætti land­læknis

Í grein­ar­gerð­inni segir að með því að stofna emb­ætti tækni­stjóra rík­is­ins, sem hlið­stæða stofnun við til að mynda rík­is­skatt­stjóra og land­lækni – þ.e. sér­tæka fag­stofnun sem færi með yfir­um­sjón mála­flokks fyrir hönd rík­is­ins – mætti byrja að laga ýmis þau vanda­mál sem eru talin upp hér að framan með sam­stilltum aðgerðum til að skipu­leggja þróun hug­bún­aðar hjá rík­is­stofn­un­um. Slík stofnun myndi byggja til umhverfi þar sem stærð­ar­hag­kvæmni næð­ist. Þá myndi tækni­þekk­ing innan húss gera það að verkum að hægt væri að gera nákvæm­ari og betri samn­inga við verk­taka, betra aðhald væri tryggt í sam­skiptum við verk­taka og hægt væri að leysa tækni­leg ágrein­ings­at­riði hraðar og í meiri sátt.

Sam­kvæmt því sem kemur fram í til­lög­unni myndi slík stofnun ekki endi­lega sjá um hug­bún­að­ar­þró­un­ina sem slíka, heldur væri hægt ýmist að bjóða hana út eða vinna hana innan húss hjá við­kom­andi stofnun eftir atvik­um. Hins vegar gæti stofn­unin aðstoðað við þarfa­grein­ingu og gerð tækni­legrar kerf­is­lýs­ing­ar, lagt til við­móts­hönn­un­ar­við­mið, gagna­snið og fleiri tækni­leg atriði, veitt aðstoð við að útbúa útboðs­gögn og tryggt að í end­an­legri lausn yrði hugað að þver­nýtum kröfum á borð við öryggi, opin gögn, opin gagna­snið, opin for­rit­un­ar­við­mót, ein­inga­prófun og þess hátt­ar.

Þá gæti emb­ættið rekið frjálsan hug­bún­að­ar­grunn fyrir hug­bún­að­ar­kerfi rík­is­ins og nýtt sam­legð­ar­krafta við sam­bæri­leg emb­ætti erlend­is.

Helsti kost­ur­inn tal­inn vera mik­ill sparn­aður

Í grein­ar­gerð­inni eru nefndar erlendar hlið­stæður og eru þær sagðar hafa orðið algeng­ari á und­an­förnum árum. Í Banda­ríkj­unum hafi verið sett á stofn tækni­teymi undir nafn­inu 18F, og í Bret­landi hafi Govern­ment Digi­tal Services (GDS) yfir­um­sjón með tækni­þró­un. Í báðum til­fellum hafi þessar stofn­anir fyrst og fremst gegnt leið­sagn­ar- og stefnu­mót­un­ar­hlut­verki en þó einnig þróað tölu­vert af hug­bún­aði og sér­lausnum innan húss.

Þá er helsti kostur stofn­unar af þessu tagi tal­inn vera mik­ill sparn­að­ur, vegna þess að kostn­aður við hug­bún­að­ar­þróun og við­hald hug­bún­aðar myndi minnka og einnig vegna þess að hægt væri að draga veru­lega úr tví­verkn­aði. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að hund­ruð klukku­tíma í hverju hug­bún­að­ar­þró­un­ar­verk­efni fari í hönnun og útfærslu not­anda­við­móts, að hluta til vegna þess að eng­inn sam­ræmdur við­móts­stað­all er til fyrir rík­is­stofn­an­ir. Með staðli og við­eig­andi gagna­söfnum og for­sniðum mætti stytta tím­ann sem fer í við­móts­hönnun niður í tugi klukku­tíma að jafn­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent