Vilja stofna embætti tæknistjóra ríkisins

Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að stofnað verði embætti tæknistjóra ríkisins sem hafi m.a. yfirumsjón með tæknilegum innviðum Stjórnarráðsins, utanumhald um opin gögn og annist ráðgjöf um upplýsingaöryggismál.

Smári McCarthy
Smári McCarthy
Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga hefur verið lögð fram á Alþingi í annað skiptið um stofnun emb­ættis tækni­stjóra rík­is­ins. ­Fyrsti flutn­ings­maður er Smári McCarthy þing­maður Pírata en ásamt honum leggja fram til­lög­una þrír þing­menn úr sama flokki, þau Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, sem og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar Guð­jón S. Brjáns­son.

Emb­ætti tækni­stjóra rík­is­ins myndi hafa yfir­um­sjón með tækni­legum innviðum Stjórn­ar­ráðs­ins, sam­þætt­ingu vef­kerfa og for­rit­un­ar­við­móta og stöðlun þró­un­ar­ferla og gæða­stýr­ingar við hug­bún­að­ar­gerð. 

Það myndi enn fremur hafa utan­um­hald um opin gögn, ann­ast ráð­gjöf um upp­lýs­inga­ör­ygg­is­mál og hafa umsjón með útboðum sem snúa að hug­bún­að­ar­þróun og öðru sem snýr að því að tryggja gæði raf­rænnar þjón­ustu hins opin­bera gagn­vart almenn­ingi.

Auglýsing

Hug­bún­aður í mis­jöfnu ásig­komu­lagi

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kemur fram að ör tölvu­væð­ing stjórn­kerf­is­ins á und­an­förnum árum hafi leitt til þess að flestar rík­is­stofn­anir hafa þróað ýmiss konar sér­hæfð hug­bún­að­ar­kerfi til að geta sinnt hlut­verki sínu betur en ella. Umræddur hug­bún­aður sé í mjög mis­mun­andi ásig­komu­lagi. Sumu hafi ekki verið haldið við, öðru við­haldið í mýflugu­mynd og enn annað sé í stöðugri þró­un. Hug­bún­að­ur­inn sé þró­aður á mis­mun­andi tungu­mál­um, í mis­mun­andi aðgerða­söfn­um, sumt sé veru­lega úrelt eða við­haldi þess hafi verið hætt hjá fram­leið­anda.

„Mik­ill hluti hug­bún­að­ar­ins hefur örygg­is­galla sem ekki hefur verið bætt úr og vafa­laust eru margir óþekktir gall­ar. Nán­ast ekk­ert af hug­bún­að­inum hefur gæða­hand­bók, sjálf­virka prófun eða áætlun fyrir lag­fær­ingar á þekktum göll­um. Ýmsar rík­is­stofn­anir hafa gert sér grein fyrir þessu vanda­máli og hafa leit­ast við að laga það með ýmsu móti en umræddar stofn­anir hafa litla burði til að sinna hug­bún­að­ar­þró­un, enda er það ekki hlut­verk þeirra. Þá eru verk­efni oft boðin út, en verk­takar hafa þá gjarnan yfir­burða­samn­ings­stöðu gagn­vart verk­kaup­um, því að þótt stofn­anir rík­is­ins viti vel hvaða sér­hæfðu vanda­mál þau leit­ast við að leysa er sjaldan þekk­ing innan húss til að tryggja góða tækni­lega fram­kvæmd,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jafn­framt kemur fram að dæmi um tölvu­kerfi sem hafi á und­an­förnum miss­erum skapað vanda­mál vegna við­halds­leys­is, lélegs við­móts eða skorts á gæða­prófun séu lyfja­gagna­grunnur land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og reikni­verk Hag­stofu Íslands fyrir útreikn­ing á verð­bólgu.

Hlið­stæð stofnun við emb­ætti land­læknis

Í grein­ar­gerð­inni segir að með því að stofna emb­ætti tækni­stjóra rík­is­ins, sem hlið­stæða stofnun við til að mynda rík­is­skatt­stjóra og land­lækni – þ.e. sér­tæka fag­stofnun sem færi með yfir­um­sjón mála­flokks fyrir hönd rík­is­ins – mætti byrja að laga ýmis þau vanda­mál sem eru talin upp hér að framan með sam­stilltum aðgerðum til að skipu­leggja þróun hug­bún­aðar hjá rík­is­stofn­un­um. Slík stofnun myndi byggja til umhverfi þar sem stærð­ar­hag­kvæmni næð­ist. Þá myndi tækni­þekk­ing innan húss gera það að verkum að hægt væri að gera nákvæm­ari og betri samn­inga við verk­taka, betra aðhald væri tryggt í sam­skiptum við verk­taka og hægt væri að leysa tækni­leg ágrein­ings­at­riði hraðar og í meiri sátt.

Sam­kvæmt því sem kemur fram í til­lög­unni myndi slík stofnun ekki endi­lega sjá um hug­bún­að­ar­þró­un­ina sem slíka, heldur væri hægt ýmist að bjóða hana út eða vinna hana innan húss hjá við­kom­andi stofnun eftir atvik­um. Hins vegar gæti stofn­unin aðstoðað við þarfa­grein­ingu og gerð tækni­legrar kerf­is­lýs­ing­ar, lagt til við­móts­hönn­un­ar­við­mið, gagna­snið og fleiri tækni­leg atriði, veitt aðstoð við að útbúa útboðs­gögn og tryggt að í end­an­legri lausn yrði hugað að þver­nýtum kröfum á borð við öryggi, opin gögn, opin gagna­snið, opin for­rit­un­ar­við­mót, ein­inga­prófun og þess hátt­ar.

Þá gæti emb­ættið rekið frjálsan hug­bún­að­ar­grunn fyrir hug­bún­að­ar­kerfi rík­is­ins og nýtt sam­legð­ar­krafta við sam­bæri­leg emb­ætti erlend­is.

Helsti kost­ur­inn tal­inn vera mik­ill sparn­aður

Í grein­ar­gerð­inni eru nefndar erlendar hlið­stæður og eru þær sagðar hafa orðið algeng­ari á und­an­förnum árum. Í Banda­ríkj­unum hafi verið sett á stofn tækni­teymi undir nafn­inu 18F, og í Bret­landi hafi Govern­ment Digi­tal Services (GDS) yfir­um­sjón með tækni­þró­un. Í báðum til­fellum hafi þessar stofn­anir fyrst og fremst gegnt leið­sagn­ar- og stefnu­mót­un­ar­hlut­verki en þó einnig þróað tölu­vert af hug­bún­aði og sér­lausnum innan húss.

Þá er helsti kostur stofn­unar af þessu tagi tal­inn vera mik­ill sparn­að­ur, vegna þess að kostn­aður við hug­bún­að­ar­þróun og við­hald hug­bún­aðar myndi minnka og einnig vegna þess að hægt væri að draga veru­lega úr tví­verkn­aði. Til að mynda megi gera ráð fyrir því að hund­ruð klukku­tíma í hverju hug­bún­að­ar­þró­un­ar­verk­efni fari í hönnun og útfærslu not­anda­við­móts, að hluta til vegna þess að eng­inn sam­ræmdur við­móts­stað­all er til fyrir rík­is­stofn­an­ir. Með staðli og við­eig­andi gagna­söfnum og for­sniðum mætti stytta tím­ann sem fer í við­móts­hönnun niður í tugi klukku­tíma að jafn­aði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent