Stjórnarandstöðuflokkar hafna veiðigjaldafrumvarpinu

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Flokk fólksins hafa lagt fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verði vísað frá þingi. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram þrjár breytingartillögur að frumvarpinu

Stjórnarandstöðuflokkarnir
Auglýsing

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokk fólks­ins hafa lagt fram til­lögu um að veiði­gjalda­frum­varpi ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði vísað frá þing­i og að á sama tíma verði gengið út frá því að gild­andi lög verði fram­lengd og farið verði eftir ákvæðum þeirra til árs­loka 2019. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ ­for­mönn­um ­flokk­ana.

„Veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er ógagn­sætt og ber vott um hroð­virkn­is­leg vinnu­brögð. Því ber að vísa frá enda ótækt að veiði­gjöld á útgerð­ina lækki um fjóra millj­arða á sama tíma og gengið fellur og ekki er staðið við lof­orð til öryrkja, heil­brigð­is­stofn­ana og skóla.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Segja ytri aðstæður hafa gjör­breyst

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni þyk­ir ­for­mönnum stjórn­ar­and­stöð­u ­flokk­anna það sorg­legt að rík­is­stjórnin ætli að keyra frum­varp­ið í gegn í ósátt. Í til­kynn­ing­unni segir að ljóst sé að ytri aðstæður hafi gjör­breyst með­al­ ann­ars vegna veik­ingu krón­unnar og nið­ur­skurði milli fjár­laga í vel­ferð­ar­málum sem, sam­kvæmt for­mönn­un­um, gefur svig­rúmið sem þarf til að vinna málið áfram. For­menn­irnir segja það mik­il­vægt að vandað verði til verka við gerð frum­varps­ins og að nauð­syn­legt sé að lág­marks­sam­staða ríki um jafn mik­il­vægt mál og stjórn fisk­veiða þjóð­ar­innar og gjöld sem greidd eru fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Gagn­rýnt er í til­kynn­ing­unni að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við und­ir­bún­ing máls­ins, hvorki við þá sem starfa í grein­inni né við full­trúa ann­arra þing­flokka. Þá telja for­menn­irnir það algert ógagn­sæi ríkja um tölu­legar for­sendur til­lögu meiri­hlut­ans og um afleið­ingar breyt­ing­anna.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að for­svars­menn flokk­anna fjög­urra harma að rík­is­stjórnin vilji frekar stíga skref aft­urá­bak í flýti í stað þess að vinna að sam­eig­in­legum lausnum, almenn­ingi og sjáv­ar­út­veg­inum til hags­bóta. „Þessi vinnu­brögð þings­ins eru ekki til þess fall­inn að skapa rétt­læti fyrir þjóð­ina eða stöð­ug­leika fyrir grein­ina.“ segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni

Leggja fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu

Logi Ein­ars­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ar­dóttir og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafa fyrir hönd sinna flokka lagt fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu. Breyt­ingar fela í sér að í fyrsta lagi verði vilji þjóð­ar­innar um eign­ar­hald fisk­veiði­auð­lind­anna sinna virtur og tekið verði fram með skýrum hætti að veiði­gjald sé greiðsla fyrir tíma­bundin afnot af sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Önnur breyt­ingin sem þau leggja fram er að nýt­ing­ar­réttur á auð­lind­inni verði gerður tíma­bund­inn, í sam­ræmi við ítrek­aðar nið­ur­stöður þverpóli­tískra starfs­hópa. Þriðja breyt­ingin er að tekjur af veiði­gjaldi, umfram þær sem þarf til að standa undir kostn­aði við stjórn og eft­ir­lit með veið­um, renni í Upp­bygg­ing­ar­sjóð lands­hlut­anna. Frá þessu er greint í til­kynn­ing­unni frá flokk­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent