Stjórnarandstöðuflokkar hafna veiðigjaldafrumvarpinu

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Flokk fólksins hafa lagt fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verði vísað frá þingi. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram þrjár breytingartillögur að frumvarpinu

Stjórnarandstöðuflokkarnir
Auglýsing

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokk fólks­ins hafa lagt fram til­lögu um að veiði­gjalda­frum­varpi ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði vísað frá þing­i og að á sama tíma verði gengið út frá því að gild­andi lög verði fram­lengd og farið verði eftir ákvæðum þeirra til árs­loka 2019. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ ­for­mönn­um ­flokk­ana.

„Veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er ógagn­sætt og ber vott um hroð­virkn­is­leg vinnu­brögð. Því ber að vísa frá enda ótækt að veiði­gjöld á útgerð­ina lækki um fjóra millj­arða á sama tíma og gengið fellur og ekki er staðið við lof­orð til öryrkja, heil­brigð­is­stofn­ana og skóla.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Segja ytri aðstæður hafa gjör­breyst

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni þyk­ir ­for­mönnum stjórn­ar­and­stöð­u ­flokk­anna það sorg­legt að rík­is­stjórnin ætli að keyra frum­varp­ið í gegn í ósátt. Í til­kynn­ing­unni segir að ljóst sé að ytri aðstæður hafi gjör­breyst með­al­ ann­ars vegna veik­ingu krón­unnar og nið­ur­skurði milli fjár­laga í vel­ferð­ar­málum sem, sam­kvæmt for­mönn­un­um, gefur svig­rúmið sem þarf til að vinna málið áfram. For­menn­irnir segja það mik­il­vægt að vandað verði til verka við gerð frum­varps­ins og að nauð­syn­legt sé að lág­marks­sam­staða ríki um jafn mik­il­vægt mál og stjórn fisk­veiða þjóð­ar­innar og gjöld sem greidd eru fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Gagn­rýnt er í til­kynn­ing­unni að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við und­ir­bún­ing máls­ins, hvorki við þá sem starfa í grein­inni né við full­trúa ann­arra þing­flokka. Þá telja for­menn­irnir það algert ógagn­sæi ríkja um tölu­legar for­sendur til­lögu meiri­hlut­ans og um afleið­ingar breyt­ing­anna.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að for­svars­menn flokk­anna fjög­urra harma að rík­is­stjórnin vilji frekar stíga skref aft­urá­bak í flýti í stað þess að vinna að sam­eig­in­legum lausnum, almenn­ingi og sjáv­ar­út­veg­inum til hags­bóta. „Þessi vinnu­brögð þings­ins eru ekki til þess fall­inn að skapa rétt­læti fyrir þjóð­ina eða stöð­ug­leika fyrir grein­ina.“ segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni

Leggja fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu

Logi Ein­ars­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ar­dóttir og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafa fyrir hönd sinna flokka lagt fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu. Breyt­ingar fela í sér að í fyrsta lagi verði vilji þjóð­ar­innar um eign­ar­hald fisk­veiði­auð­lind­anna sinna virtur og tekið verði fram með skýrum hætti að veiði­gjald sé greiðsla fyrir tíma­bundin afnot af sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Önnur breyt­ingin sem þau leggja fram er að nýt­ing­ar­réttur á auð­lind­inni verði gerður tíma­bund­inn, í sam­ræmi við ítrek­aðar nið­ur­stöður þverpóli­tískra starfs­hópa. Þriðja breyt­ingin er að tekjur af veiði­gjaldi, umfram þær sem þarf til að standa undir kostn­aði við stjórn og eft­ir­lit með veið­um, renni í Upp­bygg­ing­ar­sjóð lands­hlut­anna. Frá þessu er greint í til­kynn­ing­unni frá flokk­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent