Stjórnarandstöðuflokkar hafna veiðigjaldafrumvarpinu

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Flokk fólksins hafa lagt fram tillögu um að veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verði vísað frá þingi. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram þrjár breytingartillögur að frumvarpinu

Stjórnarandstöðuflokkarnir
Auglýsing

For­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Flokk fólks­ins hafa lagt fram til­lögu um að veiði­gjalda­frum­varpi ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði vísað frá þing­i og að á sama tíma verði gengið út frá því að gild­andi lög verði fram­lengd og farið verði eftir ákvæðum þeirra til árs­loka 2019. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá­ ­for­mönn­um ­flokk­ana.

„Veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar er ógagn­sætt og ber vott um hroð­virkn­is­leg vinnu­brögð. Því ber að vísa frá enda ótækt að veiði­gjöld á útgerð­ina lækki um fjóra millj­arða á sama tíma og gengið fellur og ekki er staðið við lof­orð til öryrkja, heil­brigð­is­stofn­ana og skóla.“ segir í til­kynn­ing­unni.

Segja ytri aðstæður hafa gjör­breyst

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni þyk­ir ­for­mönnum stjórn­ar­and­stöð­u ­flokk­anna það sorg­legt að rík­is­stjórnin ætli að keyra frum­varp­ið í gegn í ósátt. Í til­kynn­ing­unni segir að ljóst sé að ytri aðstæður hafi gjör­breyst með­al­ ann­ars vegna veik­ingu krón­unnar og nið­ur­skurði milli fjár­laga í vel­ferð­ar­málum sem, sam­kvæmt for­mönn­un­um, gefur svig­rúmið sem þarf til að vinna málið áfram. For­menn­irnir segja það mik­il­vægt að vandað verði til verka við gerð frum­varps­ins og að nauð­syn­legt sé að lág­marks­sam­staða ríki um jafn mik­il­vægt mál og stjórn fisk­veiða þjóð­ar­innar og gjöld sem greidd eru fyrir nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Gagn­rýnt er í til­kynn­ing­unni að ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við und­ir­bún­ing máls­ins, hvorki við þá sem starfa í grein­inni né við full­trúa ann­arra þing­flokka. Þá telja for­menn­irnir það algert ógagn­sæi ríkja um tölu­legar for­sendur til­lögu meiri­hlut­ans og um afleið­ingar breyt­ing­anna.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni kemur fram að for­svars­menn flokk­anna fjög­urra harma að rík­is­stjórnin vilji frekar stíga skref aft­urá­bak í flýti í stað þess að vinna að sam­eig­in­legum lausnum, almenn­ingi og sjáv­ar­út­veg­inum til hags­bóta. „Þessi vinnu­brögð þings­ins eru ekki til þess fall­inn að skapa rétt­læti fyrir þjóð­ina eða stöð­ug­leika fyrir grein­ina.“ segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni

Leggja fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu

Logi Ein­ars­son, Þor­gerður Katrín Gunn­ar­dóttir og Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir hafa fyrir hönd sinna flokka lagt fram þrjár breyt­ingar á frum­varp­inu. Breyt­ingar fela í sér að í fyrsta lagi verði vilji þjóð­ar­innar um eign­ar­hald fisk­veiði­auð­lind­anna sinna virtur og tekið verði fram með skýrum hætti að veiði­gjald sé greiðsla fyrir tíma­bundin afnot af sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Önnur breyt­ingin sem þau leggja fram er að nýt­ing­ar­réttur á auð­lind­inni verði gerður tíma­bund­inn, í sam­ræmi við ítrek­aðar nið­ur­stöður þverpóli­tískra starfs­hópa. Þriðja breyt­ingin er að tekjur af veiði­gjaldi, umfram þær sem þarf til að standa undir kostn­aði við stjórn og eft­ir­lit með veið­um, renni í Upp­bygg­ing­ar­sjóð lands­hlut­anna. Frá þessu er greint í til­kynn­ing­unni frá flokk­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent