Vill ríkisbankana og Landsvirkjun á hlutabréfamarkað

Forstjóri Kauphallarinnar kallar eftir því að Landsbankinn og Íslandsbanki verði skráðir á markað. Við það muni hlutabréfamarkaður ná þeirri stærð sem hann þarf. Hann vill líka að ríkið íhugi leiðir til að skrá Landsvirkjun.

Páll Harðarson
Auglýsing

„Nú svo geri ég mér vonir um, og held að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt, að bank­arn­ir, sem eru í eigu rík­is­ins, komi inn á mark­að­inn. Og ég held að þetta geti hrein­lega ráðið úrslitum um það að ná þessu mark­miði okkar að koma íslenska mark­að­inum okkar upp í flokk á meðal þess­ara bestu mark­aða í heim­i[...]Því í raun og veru það sem fyrst og fremst stendur okkur fyrir þrifum til þess að kom­ast þangað er stærð mark­að­ar­ins.“

Þetta segir Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Páll seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að ef mark­aðsvirði félag­anna sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað yrði tvö­fald­að, þannig að það kæmu um þús­und millj­arðar í við­bót af mark­aðsvirði inn á hann, þá væri íslenski mark­að­ur­inn kom­inn nán­ast alla leið í átt að ofan­greindu mark­miði. „Ef við lítum á mark­aðsvirði bank­anna þá gæti skrán­ing þeirra komið okkur vel áleið­is. Svo má nátt­úru­lega reikna með vexti þeirra fyr­ir­tækja sem þar fyrir eru. Þannig að við lítum mikið til skrán­ingu Íslands­banka og Lands­bank­ans. Og teljum að það væri ein­fald­lega gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir þróun þess­ara inn­viða,hluta­bréfa­mark­að­ar, á næstu árum.“

Auglýsing
Hann seg­ist vilja að Kaup­höll Íslands end­ur­spegli betur íslenskt efna­hags­líf.„Að stórum hluta vantar sjáv­ar­út­veg­inn þarna inn enn­þá. Það vantar orku­fyr­ir­tæk­in. Og af þó nokkrum hluta ferða­þjón­ust­una lík­a.“

Þó seg­ist Páll skilja áhyggjur almenn­ings af því að með skrán­ingu orku­fyr­ir­tækja séu undir auð­lindir þjóð­ar, og því vilji margir fara var­lega. „Við höfum hins vegar bent á það að það eru fleiri en ein leið inn á mark­að. 

Ein leið sem hefur verið lítið rædd er að ríkið ein­fald­lega seldi B-hluta­bréf í t.d. Lands­virkjun sem bæru engan atkvæð­is­rétt. 

Ríkið yrði að nokkru leyti leyst út úr sinni fjár­hags­legu áhættu en væru samt sem áður með tögl og haldir í fyr­ir­tæk­inu og réðu því alfar­ið. Ég held að þessi leið væri verð athug­un­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Marshall í launalaust leyfi og ætlar í framboð
Frá því í mars í fyrra hefur Róbert Marshall starfað sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann vill nú komast aftur á þing.
Kjarninn 9. mars 2021
Tvö ný smit staðfest
Sextán manns eru í einangrun vegna COVID-19. Tvö ný smit greindust í gær. Yfir 1.500 einkennasýni voru tekin í gær.
Kjarninn 9. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Huldufólk, fyrirboðar og draumráðningar
Kjarninn 9. mars 2021
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent