Vill ríkisbankana og Landsvirkjun á hlutabréfamarkað

Forstjóri Kauphallarinnar kallar eftir því að Landsbankinn og Íslandsbanki verði skráðir á markað. Við það muni hlutabréfamarkaður ná þeirri stærð sem hann þarf. Hann vill líka að ríkið íhugi leiðir til að skrá Landsvirkjun.

Páll Harðarson
Auglýsing

„Nú svo geri ég mér vonir um, og held að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt, að bank­arn­ir, sem eru í eigu rík­is­ins, komi inn á mark­að­inn. Og ég held að þetta geti hrein­lega ráðið úrslitum um það að ná þessu mark­miði okkar að koma íslenska mark­að­inum okkar upp í flokk á meðal þess­ara bestu mark­aða í heim­i[...]Því í raun og veru það sem fyrst og fremst stendur okkur fyrir þrifum til þess að kom­ast þangað er stærð mark­að­ar­ins.“

Þetta segir Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Páll seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að ef mark­aðsvirði félag­anna sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað yrði tvö­fald­að, þannig að það kæmu um þús­und millj­arðar í við­bót af mark­aðsvirði inn á hann, þá væri íslenski mark­að­ur­inn kom­inn nán­ast alla leið í átt að ofan­greindu mark­miði. „Ef við lítum á mark­aðsvirði bank­anna þá gæti skrán­ing þeirra komið okkur vel áleið­is. Svo má nátt­úru­lega reikna með vexti þeirra fyr­ir­tækja sem þar fyrir eru. Þannig að við lítum mikið til skrán­ingu Íslands­banka og Lands­bank­ans. Og teljum að það væri ein­fald­lega gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir þróun þess­ara inn­viða,hluta­bréfa­mark­að­ar, á næstu árum.“

Auglýsing
Hann seg­ist vilja að Kaup­höll Íslands end­ur­spegli betur íslenskt efna­hags­líf.„Að stórum hluta vantar sjáv­ar­út­veg­inn þarna inn enn­þá. Það vantar orku­fyr­ir­tæk­in. Og af þó nokkrum hluta ferða­þjón­ust­una lík­a.“

Þó seg­ist Páll skilja áhyggjur almenn­ings af því að með skrán­ingu orku­fyr­ir­tækja séu undir auð­lindir þjóð­ar, og því vilji margir fara var­lega. „Við höfum hins vegar bent á það að það eru fleiri en ein leið inn á mark­að. 

Ein leið sem hefur verið lítið rædd er að ríkið ein­fald­lega seldi B-hluta­bréf í t.d. Lands­virkjun sem bæru engan atkvæð­is­rétt. 

Ríkið yrði að nokkru leyti leyst út úr sinni fjár­hags­legu áhættu en væru samt sem áður með tögl og haldir í fyr­ir­tæk­inu og réðu því alfar­ið. Ég held að þessi leið væri verð athug­un­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent