Vill ríkisbankana og Landsvirkjun á hlutabréfamarkað

Forstjóri Kauphallarinnar kallar eftir því að Landsbankinn og Íslandsbanki verði skráðir á markað. Við það muni hlutabréfamarkaður ná þeirri stærð sem hann þarf. Hann vill líka að ríkið íhugi leiðir til að skrá Landsvirkjun.

Páll Harðarson
Auglýsing

„Nú svo geri ég mér vonir um, og held að það sé gríð­ar­lega mik­il­vægt, að bank­arn­ir, sem eru í eigu rík­is­ins, komi inn á mark­að­inn. Og ég held að þetta geti hrein­lega ráðið úrslitum um það að ná þessu mark­miði okkar að koma íslenska mark­að­inum okkar upp í flokk á meðal þess­ara bestu mark­aða í heim­i[...]Því í raun og veru það sem fyrst og fremst stendur okkur fyrir þrifum til þess að kom­ast þangað er stærð mark­að­ar­ins.“

Þetta segir Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.

Páll seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að ef mark­aðsvirði félag­anna sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­markað yrði tvö­fald­að, þannig að það kæmu um þús­und millj­arðar í við­bót af mark­aðsvirði inn á hann, þá væri íslenski mark­að­ur­inn kom­inn nán­ast alla leið í átt að ofan­greindu mark­miði. „Ef við lítum á mark­aðsvirði bank­anna þá gæti skrán­ing þeirra komið okkur vel áleið­is. Svo má nátt­úru­lega reikna með vexti þeirra fyr­ir­tækja sem þar fyrir eru. Þannig að við lítum mikið til skrán­ingu Íslands­banka og Lands­bank­ans. Og teljum að það væri ein­fald­lega gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir þróun þess­ara inn­viða,hluta­bréfa­mark­að­ar, á næstu árum.“

Auglýsing
Hann seg­ist vilja að Kaup­höll Íslands end­ur­spegli betur íslenskt efna­hags­líf.„Að stórum hluta vantar sjáv­ar­út­veg­inn þarna inn enn­þá. Það vantar orku­fyr­ir­tæk­in. Og af þó nokkrum hluta ferða­þjón­ust­una lík­a.“

Þó seg­ist Páll skilja áhyggjur almenn­ings af því að með skrán­ingu orku­fyr­ir­tækja séu undir auð­lindir þjóð­ar, og því vilji margir fara var­lega. „Við höfum hins vegar bent á það að það eru fleiri en ein leið inn á mark­að. 

Ein leið sem hefur verið lítið rædd er að ríkið ein­fald­lega seldi B-hluta­bréf í t.d. Lands­virkjun sem bæru engan atkvæð­is­rétt. 

Ríkið yrði að nokkru leyti leyst út úr sinni fjár­hags­legu áhættu en væru samt sem áður með tögl og haldir í fyr­ir­tæk­inu og réðu því alfar­ið. Ég held að þessi leið væri verð athug­un­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent