Dómar í markaðsmisnotkunarmálum hafa dregið línu í sandinn

Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan.

Páll Harðarson
Auglýsing

Forstjóri Kauphallarinnar segir að það sé aldrei hægt að tryggja að einhver fari ekki yfir á rauðu ljósi þótt það sé bannað. Fjárfestingaumhverfið hér sé þó mun tryggara og með öðrum hætti en fyrir áratug síðan. Dómar í stórum efnahagsbrotamálum hafi haft gríðarlegt gildi við að draga línu í sandinn.

„Það hafa verið gerðar margvíslegar úrbætur. Auðvitað hefur fjármálaeftirlit verið stóreflt á þessum tíma og breytingar gerðar á lagaumhverfinu sem ég held að séu mikilvægar. Svo hafa auðvitað fallið dómar í markaðsmisnotkunarmálum sem ég held að hafi hafi haft gríðarlegt gildi. Þessir dómar hafa sagt okkur með óyggjandi hætti hvað má og hvað má ekki og hverjar afleiðingarnar eru af því að fara út fyrir þá línu.“

Þetta segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem frumsýndur verður klukkan 21 í kvöld. Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvöldsins hér að neðan.

Í þættinum ræðir Páll meðal annars um hvernig hefur tekist til að endurreisa íslenskan hlutabréfamarkað síðastliðinn áratug, um dóma í markaðsmisnotkunarmálum, þar sem stjórnendur og starfsmenn þriggja stærstu bankanna hafa verið fundnir sekir um slíkt athæfi, og hvort við getum með vissu fullyrt að slík hegðun eigi sér ekki stað í dag.

Páll skrifaði grein sem birtist á Kjarnanum í apríl 2016 þar sem hann sagði m.a.: „ „Alvar­­leg lög­­brot voru fram­in. Afleitir við­­skipta­hættir kostuð­u gríð­­ar­­lega fjár­­muni og mikla þján­ingu. Stór­­kost­­leg mark­aðs­mis­­­notkun átti sér­ ­stað. Trú á mark­aðs­hag­­kerfið og hið frjálsa fram­­tak hefur beðið hnekki.“

Auglýsing
Aðspurður hvort traust Íslendinga á markaðshagkerfið og hið frjálsa framtak hafi verið endurreist eftir hrunið, þar sem stór hluti markaðarins þurrkaðist út, segir Páll að við séum á veg komin að því markmiði. „En auðvitað tekur þetta allt tíma. Þetta er þolinmæðisvinna að byggja upp traust. Ég á von á því að þetta taki einhver ár í viðbót. Það er eðlilegt og heilbrigð af mínu viti. En ég held að þessi uppbygging og þetta starf sem hefur verið unnið síðustu árin séu til þess fallin að byggja traust. Ég finn að fyrirtæki á markaði, þau sem komið hafa inn og þau sem fyrir voru, taka hlutverk sitt mjög alvarlega og eru mjög áfram um að sinna skyldum sínum vel. En auðvitað tekur þetta tíma. Það tekur einfaldlega tíma að byggja upp traust.“

Páll segir að umgjörðin utan um verðbréfaviðskipti hérlendis sé orðin eins trygg og annars staðar. „Auðvitað er það þannig að þú getur aldrei tryggt að einhver hegði sér rétt og vel. Þú getur ekki tryggt að einhver keyri yfir á rauðu ljósi þó það séu boð og bönn við því. En ég held að við höfum bundið mjög vel um hnútana og að umhverfið hér sé mun tryggara og með allt öðrum hætti en fyrir áratug síðan.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent