Gjáin sem þarf að brúa

Dr. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands (Nasdaq Iceland), fjallar um stöðu atvinnulífsins á Íslands.

kauphöll
Auglýsing

Það sem öðru fremur ræður efnahagslegri velmegun þjóðar eru þær leikreglur sem atvinnulíf hennar býr við og hversu ákveðið þeim leikreglum er framfylgt. Reyndar efast sumir um að leikreglurnar geti haft meira að segja um efnahagslega velmegun til lengri tíma litið en auðlindir og ríkjandi tækni- og menntunarstig. Þó bendir reynslan til þess.

Góðir stjórnarhættir eru almannagæði

Sagan geymir fjölmörg dæmi um mikilvægi þeirrar umgjarðar sem efnahagsstarfseminni er búin.  Saga Kóreuríkjanna undanfarna áratugi er áhrifarík áminning um hversu afgerandi áhrif hún getur haft á lífskjör. Fyrir um hálfri öld voru lífsgæði almennings svipuð í Suður og Norður Kóreu og áþekk því sem þá gerðist meðal fátækari ríkja Afríku. Suður Kórea fetaði braut markaðsvæðingar og aukins viðskiptafrelsis og er nú 11. stærsta hagkerfi heims. Hagur Norður Kóreu, sem búið hefur við kommúníska einræðisstjórn, hefur á hinn bóginn síst vænkast á þessu tímabili og er landið meðal þeirra fátækustu í heimi. Almenningur hefur þurft að þola sáran skort og jafnvel hungursneið. Erfitt er að meta með vissu efnahagslegt ástand Norður Kóreu en tekjur á mann eru að líkindum innan við 1/20 hluti af tekjum nágranna þeirra í suðri.

Góðir stjórnarhættir eru ein mikilvægasta stoð þess markaðshagkerfis sem við búum við og hefur fært ríkjum meiri velmegun en nokkur önnur tilhögun efnahagsstarfseminnar. Sé stjórnarháttum áfátt er vegið að heilbrigði markaðshagkerfisins. Fylgni við góða stjórnarhætti hefur því ekki einvörðungu þýðingu fyrir viðkomandi fyrirtæki og haghafa í þröngum skilningi, heldur felast í þeim verðmæt almannagæði.

Auglýsing

Forsvarsmönnum íslensks atvinnulífs og stjórnvöldum var þetta ljóst í kjölfar hrunsins. Gagnger endurskoðun fór fram á leiðbeiningum um stjórnarhætti á árinu 2009. Fyrirtækjum hefur jafnframt staðið til boða úttekt og vottun á stjórnarháttum þeirra. Leiðbeiningarnar hafa verið endurskoðaðar í tvígang síðan. Stjórnvöld lögðu jafnframt sitt af mörkum. Löggjöf var endurskoðuð og banka- og markaðseftirlit hert.

Traustið vantar

Þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir sem miðað hafa að því að stuðla að bættum stjórnarháttum fer því fjarri að atvinnulífið hafi endurheimt traust almennings. Umræða er um nauðsyn virkari þátttöku hins opinbera í efnahagslífinu. Ríkisrekstur banka virðist njóta aukins fylgis og einhverjir hafa jafnvel kallað eftir beinum inngripum ríkisins í athafnir einkarekinna fyrirtækja.

Þessi þróun er um margt athyglisverð. Í fyrsta lagi verður hún tæplega rakin til þróunar á alþjóðlegum vettvangi. Vissulega má til sanns vegar færa að víða gætir vissrar tortryggni gagnvart atvinnulífinu og þá ekki síst fjármálastofnunum. En aukin þátttaka hins opinbera í atvinnulífinu er ekki til umræðu.

Í öðru lagi hefur opinber rekstur yfirleitt ekki verið álitinn til fyrirmyndar, hvorki með tilliti til stjórnarhátta né skilvirkni. Þá hefur opinber rekstur almennt ekki verið drifkraftur hagvaxtar, hvorki hérlendis né erlendis.

Í þriðja lagi hefur uppgangur í efnahagslífinu skilað sér ríkulega til þorra almennings. Seðlabankinn áætlar að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist um 8% á sl. ári og reiknar með 9% vexti í ár. Þessi vöxtur hefur verið drifinn áfram af einkaframtakinu. Hlutdeild launa í þjóðarkökunni er nú um 64,5%, eða 3,5 prósentustigum yfir meðaltali síðustu 20 ára. Með öðrum orðum, þá hefur hlutdeild launa vaxið til muna og hlutdeild fjármagnstekna minnkað að sama skapi.

Í fjórða lagi er tekjujöfnuður hérlendis meiri en hann hefur verið um nokkurt skeið og meiri en víðast hvar annars staðar. Hvergi í Evrópu nema í Noregi er tekjudreifingin jafnari.

Síðastliðin ár hafa því markast af aukinni velmegun og jöfnuði og áherslu á bætta stjórnarhætti. Hugmyndin um hömluleysi einkaframtaksins og skeytingarleysi þess gagnvart samfélagslegum gildum virðist samt sem áður ráða ríkjum.

Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Ég hygg að vandinn sé margþættur. Umræða verður að vera gagnrýnin og upplýst ef hún á að skila árangri. Stundum vantar nokkuð upp á að allar upplýsingar sem máli skipta séu dregnar fram í dagsljósið. Það sem aflaga fer fangar athyglina og ræður sýn fólks á  viðskiptalífið.

En atvinnulífið getur þó ekki vikið sér undan ábyrgð á  því vantrausti sem það býr við eða þeirri umræðuhefð sem ríkir. Á áttunda ár er liðið frá hruninu. Kröftugur hagvöxtur og ört batnandi kjör skila sér ekki í aukinni trú á atvinnulífið. Það er umhugsunarefni. Hvernig stendur á þessu viðvarandi vantrausti?

Sjálfsagt er engin einhlít skýring á því. Ég álít að fulltrúar íslensks atvinnulífs hafi, þrátt fyrir allt, ekki gert sér grein fyrir hversu risavöxnu verkefni þeir stóðu frammi fyrir og hversu torsótt það yrði að endurheimta það traust sem tapaðist í efnahagshremmingunum árin 2008 og 2009. Eins og að framan greinir voru viðbrögð viðskiptalífsins og stjórnvalda í kjölfar hrunsins snörp og ákveðin. Bættir stjórnarhættir skyldu settir í forgang. Þegar gripið hafði verið til ákveðinna ráðstafana í þessum tilgangi, vildi atvinnulífið segja skilið við hrunið og  líta fram á veginn. En hrunið fellur ekki svo glatt í gleymskunnar dá. Þær efnahagslegu hremmingar sem þjóðin gekk í gegnum voru svo gríðarlegar að þær munu lifa í huga fólks um ókomin ár. Að auki hafa fréttir af réttarhöldum vegna hrunmála verið áberandi og beint sjónum fólks á nýjan leik að aðdraganda hrunsins.   Fyrirtæki eru því undir smásjá almennings sem aldrei fyrr.

Hæstiréttur Íslands.

Að mínu mati ber opinber umræða þess merki að almenningi er ekki ljóst hvaða skoðun er ríkjandi í atvinnulífinu á þeim vafasömu starfsháttum sem viðgengust fyrir hrun. Þar með hlýtur að ríkja vafi á því í huga fólks að atvinnulífið rýni markvisst eigin starfshætti. Umræða um þá dóma sem fallið hafa í málum tengdum hruninu einkennist af harðri gagnrýni á ákæruvaldið og dómstóla af hálfu þeirra sem hafa verið sakfelldir. Fæstir, ef nokkrir, virðast telja sig hafa gert nokkuð rangt. Á meðan aðrir blanda sér ekki í umræðuna er hættan sú að litið verði á þessa sömu menn sem málsvara viðskiptalífsins. Að mínu mati má færa sterk rök fyrir því að forsvarsmenn í íslensku viðskiptalífi eigi að láta sig þessa umræðu varða til þess að ekki leiki nokkur vafi á viðhorfi meginþorra atvinnulífsins á viðskiptaháttum í aðdraganda hrunsins.  Alvarleg lögbrot voru framin.  Afleitir viðskiptahættir kostuðu gríðarlega fjármuni og mikla þjáningu. Stórkostleg markaðsmisnotkun átti sér stað. Trú á markaðshagkerfið og hið frjálsa framtak hefur beðið hnekki. Starfsumhverfi atvinnulífsins hefur laskast af þessum sökum. Mikið er í húfi. Þörf er á skýrum skilaboðum.

Til að gera langa sögu stutta

Ágætt starf hefur verið unnið á vegum atvinnulífsins og stjórnvalda undanfarin ár til að stuðla að auknu heilbrigði viðskiptalífsins. Fyrirtæki hafa almennt lagt sig fram um að vanda til verka og ávinningi hagvaxtar undanfarinna ára hefur verið tiltölulega jafnt dreift meðal þjóðarinnar. Auðvitað verður sumum á en allflestir í viðskiptalífinu leggja metnað sinn í vönduð vinnubrögð. Almenningur verður þess þó ekki mikið var. Að auki hafa forsvarsmenn atvinnulífsins lítt blandað sér í umræðuna um aðdraganda hrunsins. Aðrir hafa stýrt þeirri umræðu. Þá er kannski engin furða að tortryggni gæti enn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None