Grunngildi Framsóknarflokksins

Dr. Haukur Arnþórsson fjallar um grunngildi Framsóknarflokksins og hvernig flokkurinn hefur þróast.

framsoknlogo-1.jpg
Auglýsing

Þar sem ég ólst upp fyrir norðan steig sam­vinnu­hreyf­ingin sín fyrstu skref. Lang­flest­ir í­búar studdu Fram­sókn­ar­flokk­inn og aðhyllt­ust sós­í­alistískar hug­mynd­ir hreyf­ing­ar­inn­ar. Fólkið sem ól mig upp hafði andúð á fjár­mála­brölti en fór vel ­með fé, sitt eigið og ann­arra. Það stóð föstum fótum á gildum eins og heið­ar­leika, jöfn­uði, sið­gæði og heil­ind­um. Nú einni öld eftir að Sam­band ­Ís­lenskra Sam­vinnu­fé­laga var stofnað að Ysta­felli hefur hug­mynda­fræði­leg­ur grund­völlur sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar fallið og grunn­gildin eru jafn­vel snið­gengin af for­ystu flokks­ins.

Upp­lýs­ing­ar um eign­ar­hlut konu for­sæt­is­ráð­herra og/eða hans í aflands­fé­lagi í heims­fræg­u skatta­skjóli (gögn um sér­eign hafa ekki komið fram) kom óþægi­lega á óvart. Það eru þó ekki síður eft­ir­málar þess og önnur verk for­sæt­is­ráð­herra sem valda mér­ á­hyggj­um, ekki bara vegna fast­heldni á gömul og góð gildi frá upp­vext­in­um, heldur einnig vegna þekk­ingar minnar á stjórn­sýslu og kunn­ug­leika af hlut­verk­um ­rík­is­ins, að ógleymdum áhuga mínum á að áhrif nets­ins komi til fram­kvæmda.

Aðstöðu­mun­ur og tvö­falt sið­gæði

Þús­undir eða tug­þús­undir Íslend­inga töp­uðu fé í hrun­inu, margir ævisparn­að­in­um. Nokkrum ­mán­uðum áður komu for­sæt­is­ráð­herra­hjónin sparifé sínu undan í erlendan gjald­eyr­i. Þetta sýnir „að­stöðumun“. Höfum í huga að eitt helsta verk­efni rík­is­ins er að ­sjá til þess að allir íbúar sitji við sama borð, hafi jöfn tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn eiga að sjá til þess.

Auglýsing

Sá ­stjórn­mála­maður sem berst fyrir því að íslenska krónan sé fram­tíð­ar­lausn fyr­ir­ Ís­land og Íslend­inga en kemur sparifé sínu jafn­framt undan sýnir af sér „tvö­falt sið­gæð­i“. Það er óverj­andi að ríkið stuðli að notkun almenn­ings og minn­i ­fyr­ir­tækja á krónu meðan stór­fyr­ir­tæki og efna­fólk tryggir eignir sínar og ­rekstur í annarri mynt. Þá er fyr­ir­fram búið að ákveða hverjir bera byrð­ina ef á­föll ber að, s.s. afla­brestur eða eld­gos.

For­sæt­is­ráð­herra ­leyndi kjós­endur upp­lýs­ingum um fjár­mál konu sinnar í aðdrag­anda síðust­u ­kosn­inga, sem hefðu aug­ljós­lega farið öðru vísi ef aðstaða hans og fjöl­skyld­u hans hefði verið ljós, enda snér­ust þær m.a. um afstöðu og aðstöð­u ­stjórn­mála­manna gagn­vart kröfu­höf­um.

Van­hæfi eða ekki

Ólík­ar ­reglur gilda um hæfi aðila til þess að takast á við opin­ber mál­efni. Sem dæmi má nefna að form­legar reglur lög­gjaf­ar­starfs­ins eru lít­il­fjör­leg­ar, regl­ur ­fyrir dóm­ara eru hins vegar ítar­legar og reglur stjórn­sýsl­unnar ganga ekki ­mikið skem­ur. Ráð­herrar hafa aðra aðstöðu en óbreyttir alþing­is­menn því þeir ­geta unnið undir stjórn­sýslu­rétti sem fram­kvæmd­ar­vald. Úrlausn á kröf­um „hrægamma“ eins og Fram­sókn­ar­menn hafa kallað kröfu­hafa gömlu bank­anna, var bæði unnin af Stjórn­ar­ráð­inu og af Alþingi. Lausn sem kennd er við stöð­ug­leika. Um fram­kvæmd­ina gilda því ólíkar hæf­is­reglur eftir því við hvaða hluta ­lausn­ar­innar er átt.

Þar sem um ­mikla hags­muni er að ræða og lög­fræð­inga greinir á um hvort um van­hæfi hafi verið að ræða eða ekki er senni­legt að dóm­stólar dæmi í mál­inu. Það þarf ekki ­nema einn óánægðan kröfu­hafa til þess að kæra og óska eftir ógild­ing­u ­stjórn­valds­á­kvörð­un­ar. Nið­ur­staða kæmi eftir nokkur miss­eri.

Áhætta

Eng­inn vill að ákvarð­anir í mál­inu verði ógiltar að hluta eða í heild. Óger­legt er fyr­ir­ ­leik­mann að ímynda sér hvað það myndi hafa í för með sér, annað en það að ár­angur núver­andi rík­is­stjórnar í mál­inu, sem nú er mjög róm­að­ur, yrði það ekki ­leng­ur. Þvert á móti. Jafn­vel má hugsa sér nýtt hrun, nýtt lands­dóms­mál og annað í þeim dúr, ef menn vilja skima alla mögu­leika.

Enda þótt lík­legt sé að lög­fræð­ingar Stjórn­ar­ráðs­ins hafi séð til þess að van­hæfi verð­i ekki dæmt í málum þessum er mik­il­vægi þeirra svo mikið að ekki mátti taka minnstu áhættu. Í þessu ljósi er sú ákvörðun for­sæt­is­ráð­herra að víkja ekki ­sæti við úrlausn máls­ins á vegum fram­kvæmd­ar­valds­ins glanna­leg og munum að hann einn vissi að hann stóðst ekki hæf­is­reglur stjórn­sýslu­rétt­ar. Í þessu efni má rök­styðja að hann hafi sýnt dóm­greind­ar­leysi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Vald­mörk

Í frétt­u­m hefur verið sagt af tveimur málum sem varða vald­mörk innan Stjórn­ar­ráðs­ins. Sú ­meg­in­regla gildir hér á landi að hver ráð­herra ber ábyrgð á sínum mála­flokki og hefur á honum fulla stjórn. Enda þótt sumir stjórn­sýslu­fræð­ingar aðhyllist aukna sam­vinnu milli ráð­herra, þ.e. fjöl­skipað vald, sem þekk­ist hér t.d. með ráð­herra­nefnd­um, þá þýðir það ekki að for­sæt­is­ráð­herrann, þótt í leið­andi stöðu sé, eigi að hand­stýra ein­stöku málum ann­arra ráðu­neyta. Það er að virða ekki vald­mörk.

Engu að ­síður hefur það gerst að for­sæt­is­ráð­herra hefur reynt að hleypa upp bygg­ing­u nýs háskóla­sjúkra­húss með því að hafna stað­setn­ingu þess. Mál sem er und­ir­ ­stjórn heil­brigð­is­ráð­herra, er stutt af hon­um, starfs­mönnum hans og land­lækn­i og háskóla­rektor og að mál­inu hefur fag­fólk unnið í 15 ár.

Einnig hef­ur ­for­sæt­is­ráð­herra gripið inn í bygg­ing­ar­fyr­ir­ætl­anir á Hafn­ar­torgi og freist­að þess að breyta þeim með því að Stjórn­ar­ráðið keypti eða leigði hús­næðið und­ir­ ­skrif­stofur sín­ar. En hús­næð­is­mál Stjórn­ar­ráðs­ins heyra undir fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Vissu­lega er það þekkt erlendis frá að for­sæt­is­ráð­herrar hand­stýri ein­stöku mál­um, t.d. í Rúss­landi. En ekki í nágranna­ríkj­un­um, ekki málum af þessu tagi og ekki í ríkjum með þró­aða lýð­ræð­is­lega vald­dreif­ingu.

Þá hafa ­leið­togar flokks­ins hótað Háskóla Íslands og RUV nið­ur­skurði fjár­veit­inga ef ­stofn­an­irnar láta ekki að vilja þeirra. Það eru stjórn­ar­hættir sem ekki hafa ­sést opin­ber­lega hér á landi í marga ára­tugi.

Ótækir ­starfs­hættir

Starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins hefur lítið þró­ast til nútíma­horfs í 2-3 ára­tugi eða ­síðan tölvu­málin voru tekin úr höndum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, SKÝRR seld og RUT-­nefndin og Hag­sýslu­stofnun lögð nið­ur. Eng­inn aðili hefur það verk­efni að nú­tíma­væða starfs­hætti æðstu stjórnar rík­is­ins. Þrátt fyrir góðan vilja í stjórn­ar­sátt­mála nú­ver­andi rík­is­stjórnar hefur hún snið­gengið verk­efn­ið.Þetta eru al­var­leg mis­tök því gömlu starfs­hætt­irnir bera með sér lítið gagn­sæ­i. ­Upp­lýs­ingar eru gríð­ar­lega mik­il­vægt stjórn­tæki, þær móta ásýnd og ímynd ­stjórn­valda (og gera stjórn­völd annað hvort nútíma­leg eða gam­al­dags) og eru í sjálfu sér vald. Opnun upp­lýs­inga ber með sér vald­dreif­ingu og þær upp­lýs­ing­ar þarf að taka saman í rík­is­gagna­grunna (vinna heima­vinn­una). Eftir þeim kall­ar unga kyn­slóð­in.

Í stað þess að mæta vilja almenn­ings hefur for­sæt­is­ráðu­neytið ráðið upp­lýs­inga­menn og al­manna­tengla, sumir þeirra bera starfs­heitið aðstoð­ar­menn, sem eiga það til að dreifa upp­lýs­ingum um rík­is­rekst­ur­inn og fram­kvæmdir verk­efna og fegra þá ­gjarnan hlut yfir­manna sinna. Það er í hróp­legri mót­sögn við nútíma­lega og hlut­lausa upp­lýs­inga­gjöf. Senni­legt er að starf­semi þeirra stang­ist á við ­meg­in­reglur laga. Fyrir nú utan að aftur má helst sækja sam­lík­ingu til­ Rúss­lands.

Gam­al­dags ­valds­manna­stjórn

Við upp­haf ­kjör­tíma­bils­ins voru margir von­góðir um að nú væru teknir við stjórn­ar­taumun­um nú­tíma­menn og eldri stjórn­ar­hættir heyrðu brátt sög­unni til. Að við hefð­u­m ­fengið unga og vel mennt­aða leið­toga. Því meiri hafa von­brigðim orð­ið. Enn ­gildir hið harða meiri­hlutaræði í stjórn­mál­unum sem alltaf gegn­sýrir allt hér á landi og enn er spurt um vald í stað sjón­ar­miða.

Sá sem þetta ­skrifar hefur þó orðið fyrir mestum von­brigðum með að starfs­hættir rík­is­ins skuli ekki hafa verið færðir til nútíma­horfs m.a. með upp­lýs­inga­tækni­væð­ing­u, en einnig með efl­ingu stjórn­sýsl­unnar og fag­mennsku í störfum henn­ar. Bein­ar til­skip­anir og geð­þótta­á­kvarð­anir virð­ast enn koma í stað vand­aðs und­ir­bún­ings­ og ákvarð­ana­töku. Þá virð­ist vald­dreif­ing stjórn­valda enn fjar­læg­ari en áður­. Að ekki sé talað um áherslu þeirra á nor­ræn gildi, sem eru meðal ann­ars áhersla á bráttu gegn spill­ingu.

Afvega­leið­ing um­ræð­unnar

Á síð­ustu dögum hafa upp­lýs­inga­menn í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og jafn­vel for­sæt­is­ráð­herra sjálfur reynt að afvega­leiða um­ræð­una að því er virð­ist, um áhrif fjár­eignar konu hans í skatta­skjóli og krafna hennar á bú gömlu bank­anna. Sem dæmi um þetta má nefna að gefið er í skyn að hæfis­kröfur til allra sem að stöð­ug­leika­mál­inu hafa komið séu hin­ar ­sömu og að þeir sem eiga fé erlendis sitji allir við sama borð og for­sæt­is­ráð­herra, hvort sem þeir eru kröfu­hafar eða ekki og enda þótt þeir hafi hvorki unnið við ­lausn máls­ins né hafi umboð almenn­ings til nokk­urra stjórn­ar­at­hafna. Sjá má glögg dæmi af þessu tagi, sem kalla má óheið­ar­leika, bæði á net­inu og í blaða­við­tölum við for­sæt­is­ráð­herra t.d. 26. mars s.l.

Í þessu efni má líka nefna kok­hraust svör ­for­sæt­is­ráð­herra við spurn­ingum um van­traust­til­lögu í þing­inu eða til­ ­þing­rof­s­til­lögu. Öllum má vera ljóst að með slíkum til­lögum yrðu þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilj­ugir óvilj­ugir að styðja for­sæt­is­ráð­herr­ann og það hlýtur að kosta sitt, staða Fram­sókn­ar­flokks­ins í rík­is­stjórn­inni hlýtur að veikj­ast mik­ið. Stjórn­málafor­ingjar eiga bæði að segja satt og meta stöðu mála rétt.

Vilj­i al­menn­ings

Áhrif ­nets­ins á stjórn­mál eru einkum gagn­sæi eins og hér hefur verið nefnt, sam­ráð við almenn­ing um sam­eig­in­leg mál og fram­kvæmd frels­is­hug­mynda nets­ins. Þessi á­hrif hafa að litlu leyti borist til stjórn­valda en krafan meðal tölvu­væddasta al­menn­ings í heim­inum er hávær. Vissu­lega má spyrja sig hvernig sam­ráð við al­menn­ing á að fara fram. En það gæti m.a. falist í því að mæta rétt­mæt­u­m vænt­ing­um. Að svo miklu leyti sem þær eru þekktar er ljóst að almenn­ingur vill end­ur­reisn heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Engu að síður efnir for­sæt­is­ráð­herra til­ orða­skaks við for­svars­manns und­ir­skrift­ar­söfn­unar um mál­efnið og reynir að hindra bygg­ingu háskóla­sjúkra­húss.

Þá er ­skæt­ingur upp­lýs­inga­manna for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og jafn­vel alþing­is­manna og ráð­herra í garð Pírata und­ar­leg­ur. Píratar eru öfl­ugt miðju­afl sem kemur sem and­svar við stöðn­uðum stjórn­ar­háttum fjór­flokks­ins og hags­muna­gæslu. All­ir ­flokkar og ekki síst miðju­flokkur eins og Fram­sókn ættu að mæta helst­u lýð­ræð­is­legum stefnu­málum Pírata á þessu kjör­tíma­bili og opna þannig dyr að fram­tíðar rík­is­stjórn lands­ins. Að hafna stjórn­mála­legum vilja yfir 50% ungs ­fólks sem vissu­lega styður Pír­ara er nokk­urs konar sjálfs­víg.

Þá hef­ur ­rík­is­stjórnin lítið brugð­ist við öðrum áhrifum nets­ins: ljós­leið­ari út á land bíður og verður vænt­an­lega kosn­inga­lof­orð Fram­sóknar áfram eins og hingað til.

For­ingjaræði

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur aftur fallið í gryfju for­ingjaræðis eftir nokkra opnun flokks­starfs­ins í að­drag­anda síð­ustu kosn­inga. Á stop­ulum laug­ar­dags­fundum tala aðeins al­þing­is­menn og ráð­herrar og greina frá stefnu flokks­ins. Þeir flokks­menn sem hafa eitt­hvað fram að færa, vilja hafa áhrif á ákvarð­anir og jafn­vel takast á við meiri­háttar breyt­ing­ar, eru snið­gengnir og tala fyrir daufum eyrum ráð­herra og fram­kvæmd­ar­að­ila flokks­starfs­ins. Þegar svo er komið er eðli­legt að kjós­endur flokks­ins leiti ann­að, kannski einkum til Pírata sem státa nú af ein­u öflug­asta flokks­starfi sem sést hefur til hér á landi og eru einmitt með­ lif­andi umræður um jafn­vægið milli for­ystu og flokks­manna við ákvarð­an­ir.

Afstaða til fjöl­miðla

Þá er ósag­t að mjög sér­kenni­leg afstaða virð­ist ríkj­andi innan Fram­sókn­ar­flokks­ins gagn­vart ­fjöl­miðl­um. Hún minnir enn og aftur á afstöðu Pútíns í Rúss­landi og Erdog­ans í Tyrk­landi. Eitt er að vaða yfir sam­ráð­herra, annað er að reyna að þagga niður í fjöl­miðlum þegar þeir gegna lýð­ræð­is­legu upp­lýs­inga­hlut­verki sínu. Þess­ir ­fjöl­miðlar koma svipað fram við alla ráða­menn. Hat­rið á DV sem var og gagn­vart RUV núna hefur ekki á sér lýð­ræð­is­legt yfir­bragð. Að ekki sé minnst á virð­ing­u ­fyrir leit­inni að sann­leik­an­um. Eitt af helstu hlut­verkum rík­is­ins er einmitt að upp­lýsa sann­leik­ann. Stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn eiga að sjá til þess.

Loka­orð

Eldra ­gild­is­mat Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar stendur höllum fæt­i. Heið­ar­leiki, jöfn­uð­ur, sið­gæði og heil­indi hafa orðið að víkja. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og fram­sókn­ar­menn þurfa að skoða hvaðan þeir koma og velja hvert þeir vilja fara. Þeir virð­ast ekki eiga mikla sam­leið með fram­tíð­inn­i eins og er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None