Þingmenn Miðflokksins töluðu með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn

Stundin og DV hafa í kvöld fjallað um upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Þing­menn Mið­flokks­ins töl­uðu með niðr­andi hætti um kven­kyns stjórn­mála­menn í sam­tölum sín á milli sem náð­ust á upp­töku, en Stundin og DV hafa í kvöld greint frá upp­tök­unum og birt end­ur­sagnir úr þeim.

Í frétt Stund­ar­innar segir að upp­taka hafi náðst af því þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir ræddu málin á Klaustri Bar hinn 20. nóv­em­ber, en þing­menn­irnir Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son voru einnig í hópn­um. 

Í sam­töl­unum milli þeirra sögðu þeir meðal ann­ars að stjórn­mála­kona hlyti að „hrynja nið­ur“ á próf­kjörs­lista ef hún væri ekki jafn „hot“ og áður. 

Auglýsing

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir meðal ann­ars orð­rétt:

„Á einum tíma­punkti töl­uðu þing­menn­irnir um hvernig næsta próf­kjör hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í til­teknu kjör­dæmi geti far­ið.

Gunnar Bragi: „Ég held reyndar að [...] geti verið hel­víti öfl­ug. Hún er hel­víti sæt stelpa.“

Sig­munur Dav­íð: „Þetta er svona móment, ung kona, ungt fólk í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, lyftum henn­i.“

Berg­þór: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur.“

Sig­mundur Dav­íð: „Og á þeim for­sendum segi ég að hún hrynji niður list­ann.“

Berg­þór: „Eðli­lega.“ 

Á þessu augna­bliki skaut Anna Kol­brún inn: „Vilj­iði velta fyrir ykk­ur, ef þetta væri karl?“ og við tóku háreysti og hlátra­sköll karl­anna.“

Stundin segir enn fremur frá því að Berg­þór Óla­son hafi kallað Ingu Sæland, for­mann og stofn­anda Flokks fólks­ins, „húrr­andi klikk­aða kunt­u“. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur tjáð sig um frétt­irnar á Face­book síðu sinni, og segir það alvar­legt mál ef sam­töl þing­manna eru hleruð.  Í færsl­unni segir Sig­mundur Dav­íð:

„Í kvöld birt­ust ótrú­legar fréttir sem sagðar eru unnar upp úr leyni­legri hljóð­upp­töku af sam­tölum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Þær ægir öllu sam­an. Í sumu af því sem hefur birst er vilj­andi eða óvilj­andi rang­hermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Sam­töl þing­manna sem sitja saman á góðri stund og grín­ast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og póli­tískt plott. Sam­tal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifs­son um að hann yrði þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins var unnið upp úr sam­ræðum milli ann­arra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var far­inn. 

Alvar­leg­ast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­anir á einka­sam­tölum stjórn­mála­manna. Hafi verið gerð hljóð­upp­taka af fundi þeirra sex þing­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­ast alvar­legt mál. Hóp­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­ar­bún­að­i. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórn­mála­sögu og aðeins einu dæmi frá Bret­landi. Það var þegar útsend­arar blaðs­ins News of the World hler­uðu sím­töl stjórn­mála­manna og ann­ars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvar­legum augum og gripið til aðgerða í sam­ræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Ann­ars eru Íslensk stjórn­mál og íslenskt sam­fé­lag gjör­breytt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent