Þingmenn Miðflokksins töluðu með niðrandi hætti um kvenkyns stjórnmálamenn

Stundin og DV hafa í kvöld fjallað um upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Auglýsing

Þing­menn Mið­flokks­ins töl­uðu með niðr­andi hætti um kven­kyns stjórn­mála­menn í sam­tölum sín á milli sem náð­ust á upp­töku, en Stundin og DV hafa í kvöld greint frá upp­tök­unum og birt end­ur­sagnir úr þeim.

Í frétt Stund­ar­innar segir að upp­taka hafi náðst af því þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir ræddu málin á Klaustri Bar hinn 20. nóv­em­ber, en þing­menn­irnir Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son voru einnig í hópn­um. 

Í sam­töl­unum milli þeirra sögðu þeir meðal ann­ars að stjórn­mála­kona hlyti að „hrynja nið­ur“ á próf­kjörs­lista ef hún væri ekki jafn „hot“ og áður. 

Auglýsing

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir meðal ann­ars orð­rétt:

„Á einum tíma­punkti töl­uðu þing­menn­irnir um hvernig næsta próf­kjör hjá Sjálf­stæð­is­flokknum í til­teknu kjör­dæmi geti far­ið.

Gunnar Bragi: „Ég held reyndar að [...] geti verið hel­víti öfl­ug. Hún er hel­víti sæt stelpa.“

Sig­munur Dav­íð: „Þetta er svona móment, ung kona, ungt fólk í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, lyftum henn­i.“

Berg­þór: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­lega mjög dóna­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­an. Það er ótrú­legur mun­ur.“

Sig­mundur Dav­íð: „Og á þeim for­sendum segi ég að hún hrynji niður list­ann.“

Berg­þór: „Eðli­lega.“ 

Á þessu augna­bliki skaut Anna Kol­brún inn: „Vilj­iði velta fyrir ykk­ur, ef þetta væri karl?“ og við tóku háreysti og hlátra­sköll karl­anna.“

Stundin segir enn fremur frá því að Berg­þór Óla­son hafi kallað Ingu Sæland, for­mann og stofn­anda Flokks fólks­ins, „húrr­andi klikk­aða kunt­u“. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hefur tjáð sig um frétt­irnar á Face­book síðu sinni, og segir það alvar­legt mál ef sam­töl þing­manna eru hleruð.  Í færsl­unni segir Sig­mundur Dav­íð:

„Í kvöld birt­ust ótrú­legar fréttir sem sagðar eru unnar upp úr leyni­legri hljóð­upp­töku af sam­tölum þing­manna Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins. Þær ægir öllu sam­an. Í sumu af því sem hefur birst er vilj­andi eða óvilj­andi rang­hermt um hvað er verið að ræða og hver segir hvað. Sam­töl þing­manna sem sitja saman á góðri stund og grín­ast hver við annan eru auk þess látin hljóma eins og póli­tískt plott. Sam­tal sem ég var sagður hafa átt við Ólaf Ísleifs­son um að hann yrði þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins var unnið upp úr sam­ræðum milli ann­arra manna um aðra hluti í léttum dúr og fór fram eftir að Ólafur var far­inn. 

Alvar­leg­ast er þó ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­anir á einka­sam­tölum stjórn­mála­manna. Hafi verið gerð hljóð­upp­taka af fundi þeirra sex þing­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­ast alvar­legt mál. Hóp­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­ar­bún­að­i. Ég man ekki eftir dæmi um slíkt í íslenskri stjórn­mála­sögu og aðeins einu dæmi frá Bret­landi. Það var þegar útsend­arar blaðs­ins News of the World hler­uðu sím­töl stjórn­mála­manna og ann­ars þekkts fólks. Það athæfi var litið alvar­legum augum og gripið til aðgerða í sam­ræmi við það. Ég vona að sú verði raunin á Íslandi líka. Ann­ars eru Íslensk stjórn­mál og íslenskt sam­fé­lag gjör­breytt.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent