Gunnar Bragi: Var mjög ölvaður en ekki tilefni til að segja af sér

Gunnar Bragi Sveinsson segist þurfa að biðja marga afsökunar á ummælum sínum. Hann hafi verið „mjög ölvaður“ en það afsaki ekkert. Gunnar Bragi segir frásögn um pólitísk hrossakaup vegna sendiherraskipan vera að hluta til ósanna.

Gunnar Bragi Sveinsson
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, þing­flokks­for­maður Mið­flokks­ins, seg­ist hafa verið „mjög ölv­að­ur“ á hitt­ingi við aðra þing­menn sem tekin voru upp og birt á fjöl­miðlum í gær. List­inn yfir það fólk sem hann þurfi að birta afsök­unar sé mjög lang­ur. „Maður á ekki að tala svona. Það er sorg­legt í raun­inn­i.“ Hann er ekki sam­mála því að þing­menn í öðrum löndum sem hefðu verið upp­vísir að tali eins og því sem heyr­ist á upp­tök­unni myndu endi­lega segja af sér. „Auð­vitað segjum við af okkur ef við brjótum af okk­ur, gegn þjóð­ar­hag eða eitt­hvað slíkt.“ Gunnar Bragi segir þetta ekki hafa verið neitt slíkt. Afleið­ing­arnar fyrir þing­menn muni koma fram í kosn­ing­um.

Þetta kom fram í við­tali við Gunnar Braga í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morg­un.

Ummæli af upp­tök­unni voru birt á vefum Stund­ar­innar og DV í gær­kvöldi. Gunnar Bragi segir þar að honum hafi dauð­brugðið þegar hann las eigin ummæli. Á upp­tök­unni heyr­ist hann tala með mjög niðr­andi hætti um t.d. Odd­nýju Harð­ar­dóttur og Loga Ein­ars­son, þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Unni Brá Kon­ráðs­dótt­ur, söngv­ar­ann Frið­rik Ómar Hjör­leifs­son. Gunnar Bragi sagð­ist hafa náð á Loga og beðið hann afsök­un­ar, hann muni reyna að ná á Odd­nýju sem fyrst og sé búinn að senda skila­boð til Frið­riks Ómars.

Auglýsing
Á meðal þess sem Gunnar Bragi sagði um Odd­nýju og Loga var : „„Hún fékk bara upp í hend­urnar kjaftæði Sam­fylk­ing­ar­innar sem var búinn að við­gang­ast í alltof mörg ár. Það versta er að við látum við­gang­ast að mað­ur­inn í strápils­inu sem dans­aði nán­ast á typp­inu með Skrið­jöklum á svið­inu sjálfu er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.“

Um Frið­rik Ómar sagði hann: „VG hefðu getað orðið brjál­aðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­riki Ómari.“

Gunnar Bragi seg­ist ekk­ert vita hvað honum gekk til með þeim ummælum sem hann lét falla. „Þetta er bara galið að segja svona hlut­i[...]Það er eitt­hvað í koll­inum á manni sem maður þarf að skoða.“

Hann segir málið þó tví­þætt, ann­ars vegar það sem þing­menn­irnir segja, og hins vegar sé líka alvar­legt að sam­töl fólks séu tekin upp. Það sé ótrú­legt að hópur fólks geti ekki sest niður og rætt hluti án þess að eiga á hættu á slíku, að mati Gunn­ars Braga.

Gunnar Bragi myndi skoða boð um sendi­herra­stöðu

Gunnar Bragi var utan­rík­is­ráð­herra um nokk­urra ára skeið. Þar barð­ist hann opin­ber­lega mjög fyrir bættri stöðu kvenna, kom fram á alþjóða­vett­vangi sem slíkur tals­maður og skrif­aði grein­ar. Hann seg­ist skilja gagn­rýni á það í dag, í ljósi þeirra ummæla sem hann lét falla, en seg­ist ekki gera grein­ar­mun á körlum og kon­um.

Auglýsing
Gunnar Bragi heyr­ist á upp­tök­unni einnig vera að ræða hrossa­kaup um skipan Árna Þórs Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Vinstri grænna,  og Geirs H. Haar­de, fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem sendi­herra. 

Á meðal þess sem hann segir er: „„Þegar ég ákvað það að skipa Geir H. Haarde sendi­herra í Was­hington […] þá ræddi ég við Sig­urð Inga. Honum var ekki skemmt enda hafði hann ákært Geir. Ég ræddi þetta auð­vitað við alla flokka. Ég sá það að ég gæti ekki skipað Geir einn. Það yrði of þungur biti fyrir þingið og alla. Það sem ég gerði var að skipa Árna Þór (Sig­urðs­son) sem sendi­herra.  Hann er nátt­úru­lega bara […], þó hann sé frændi minn. VG hefðu getað orðið brjál­aðir en Katrín sagði ekki orð. Ég átti fund með henni. Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Frið­riki Ómari.“

Síðar bætti Gunnar Bragi við: „At­hyglin fór öll á Árna Þór. Ann­ars hefði Vinstri Græna liðið orðið brjál­að[...]Árni var nátt­úru­lega ekk­ert annað en sendi­tík Stein­gríms. Plottið mitt var að Geir yrði í skjól­inu hjá Árna og það virk­aði ekki bara 100 pró­sent heldur 170 pró­sent því að Árni fékk allan skít­inn. Svo sagði Geir við mig löngu seinna: „Þakka þér fyr­ir. Það var eng­inn sem gagn­rýndi mig.“ Ég lét Árna taka allan slag­inn.[...]Ég átti fund með Bjarna í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Ég sagði við Bjarna: „Það er algjör­lega sjálf­sagt. Auð­vitað geri ég Geir að sendi­herra.“ Og ég sagði við hann: „Og mér finnst sann­gjarnt að þið horfið til svip­aðra hluta þegar ég þarf á því að halda.“ Það var ekki vegna þess að ég hafi verið að hugsa um að skipta um flokk. Ég var ekki kom­inn út þegar Þórólfur (Gísla­son) hringir og spyr: „Ætlar þú að verða sendi­herra?“ Ég var ekki kom­inn út úr ráðu­neyt­in­u.“

Auglýsing
Gunnar Bragi segir að hluti af því sem hann sagði þar sé ein­fald­lega ekki satt. Það sé til að mynda ekki rétt að hann hafi átt inni greiða hjá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vegna þess að hann hafi skipað Geir sem sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um. Það sem hann segi um Bjarna og Þórólf Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóra Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, sé ekki satt.

Það sé þó rétt að Gunnar Bragi hafi talið það hafa verið klókt að skipa þá Árna og Geir á sama tíma í sendi­herra­stöður vegna þess að skipan Árna myndi draga úr nei­kvæðri umfjöllun um skipun Geirs.

Aðspurður um hvort að Gunnar Bragi sé á hött­unum eftir að vera skip­aður sendi­herra, sem var gefið sterk­lega í skyn á upp­tök­unni, þá seg­ist hann myndi skoða það ef slíkt kæmi upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent