Inga Sæland upplifir sig sem „einn af aðalleikurunum í House of Cards“

Formaður Flokks fólksins segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við birtingu upptöku af drykkjuspjalli „sorgleg“. Hún segir að Miðflokkurinn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólksins sé ekki að fara í eina sæng með honum með neinum hætti.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

„Maður hefur á til­finn­ing­unni að ég sé orðið einn af aðal­leik­ur­unum í House of Cards, sem er svo­lítið skrýt­ið.“ Þetta sagði Inga Sæland, for­maður fólks­ins, í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun þar sem upp­tökur af drykkju­fundi sex þing­manna, þar sem Inga var meðal ann­ars harð­lega gagn­rýnd af hluta hóps­ins, voru rædd­ar. Fréttir upp úr upp­tök­unum voru birtar á vefum Stund­ar­innar og DV í gær­kvöldi.

Inga segir að ummæli Berg­þórs Óla­son­ar, þing­flokks Mið­flokks­ins, sem heyr­ist á upp­tök­unni kalla hana „húrr­andi klikk­uðu kunt­u[...]­sem þið ráðið ekki við“, dæma sig sjálf. Hún sé vön því að vera í mót­læti, hafi meðal ann­ars verið lögð í ein­elti, og taki ekki svona ummæli nærri sér. Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, hefur þegar beðið Ingu afsök­unar og hún seg­ist taka þá afsökun gilda. Á upp­tök­unni heyr­ist hann efast um hæfi­leika hennar til að leiða flokk­inn. Inga seg­ist ekki hafa heyrt þetta áður. Varð­andi til­hneig­ingu hennar til að tár­ast eða gráta, sem tölu­vert er rædd á upp­tök­unni, seg­ist hún beygja af þegar hún finni fyrir hinni þykku spill­ingu sem ein­kenni stjórn­mál­in. „Hvað sem öðrum finnst um mig þá er ég að minnsta kosti trú og trygg mínum kjós­end­um.“ Hún sé ekki í þess­ari veg­ferð fyrir sjálfa sig.

Auglýsing
Sömuleiðis seg­ist Inga hafa rætt við Ólaf Ísleifs­son, þing­flokks­for­mann sinn, sem var á umræddum hitt­ingi. Málið sé hins vegar grafal­var­legt, flokk­ur­inn sé fjöl­skylda og það verði tekið á mál­inu.

Mið­flokk­ur­inn má „éta það sem úti frýs“

Inga segir málið allt saman sorg­legt og enn sorg­legri séu við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Hann var einn fjög­urra þing­manna þess flokks sem sat við drykkju á umræddum hitt­ingi og tók virkan þátt í umræðum þar sem rætt var með niðr­andi hætti um m.a. aðra stjórn­mála­menn og kon­ur. Sig­mundur Davíð birti stöðu­upp­færslu í gær þar sem hann fjall­aði ekki efn­is­lega um neitt sem fjöl­miðlar höfðu birt úr upp­tök­unum en sagði það alvar­leg­ast í mál­inu „ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­­anir á einka­­sam­­tölum stjórn­­­mála­­manna. Hafi verið gerð hljóð­­upp­­­taka af fundi þeirra sex þing­­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­­ast alvar­­legt mál. Hóp­­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­­ar­­bún­­að­i.“ Hann gaf einnig í skyn að hann vildi láta rann­saka fjöl­miðla vegna þess að tal hans við þing­menn­ina hafi verið tekið upp.

Auglýsing
Inga segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs vera þau sömu og í mörgum öðrum málum sem að honum snúi, t.d. „þegar hann flytur bunka af pen­ing­um“ í skatta­skjól. Hann kenni öðrum um og geti ekki litið í eigin barm. Mið­flokk­ur­inn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólks­ins sé ekki að fara í eina sæng með þeim flokki með neinum hætti.

Telur ástæð­una andóf sitt gegn sjálftöku

Á upp­tök­unum kemur einnig fram að for­ystu­menn Mið­flokks­ins reyndu mikið að fá þá tvo þing­menn Flokks fólks­ins sem sátu hitt­ing­inn til að koma yfir í sinn flokk. Ólafi Ísleifs­syni er meðal ann­ars lofað stöðu þing­flokks­for­manns láti hann slag standa. Inga segir að það sé ánægju­legt fyrir Flokk fólks­ins að Mið­flokks­menn vilji fá þeirra fólk yfir. „Mér finnst allt í lagi að þeir öfundi okkur pínu­lítið á því hvað við séum frá­bær.“

Í við­tal­inu segir Inga einnig að hún telji að ummælin um sig, þar sem lítið er gert úr hæfi­leikum hennar til að stjórna og stunda stjórn­mál, eigi rætur sínar að rekja til þess að hún hafi stundað andóf gegn sjálftöku þing­manna, sem hlaupi á millj­ónum króna. Það andóf hafi ekki mælst vel fyrir hjá sumum öðrum þing­mönn­um. Ekki kom fram nákvæm­lega hvað hún ætti við þar, en bæði launa­hækk­anir þing­manna upp á tugi pró­senta og hækk­anir á fram­lögum til stjórn­mála­flokka, sem aukast um 127 pró­sent í ár, hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum miss­er­um. Flokkur fólks­ins var einn tveggja flokka sem skrif­aði ekki upp á þá hækk­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent