Inga Sæland upplifir sig sem „einn af aðalleikurunum í House of Cards“

Formaður Flokks fólksins segir viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar við birtingu upptöku af drykkjuspjalli „sorgleg“. Hún segir að Miðflokkurinn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólksins sé ekki að fara í eina sæng með honum með neinum hætti.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

„Maður hefur á til­finn­ing­unni að ég sé orðið einn af aðal­leik­ur­unum í House of Cards, sem er svo­lítið skrýt­ið.“ Þetta sagði Inga Sæland, for­maður fólks­ins, í Morg­un­út­varpi Rásar 2 í morgun þar sem upp­tökur af drykkju­fundi sex þing­manna, þar sem Inga var meðal ann­ars harð­lega gagn­rýnd af hluta hóps­ins, voru rædd­ar. Fréttir upp úr upp­tök­unum voru birtar á vefum Stund­ar­innar og DV í gær­kvöldi.

Inga segir að ummæli Berg­þórs Óla­son­ar, þing­flokks Mið­flokks­ins, sem heyr­ist á upp­tök­unni kalla hana „húrr­andi klikk­uðu kunt­u[...]­sem þið ráðið ekki við“, dæma sig sjálf. Hún sé vön því að vera í mót­læti, hafi meðal ann­ars verið lögð í ein­elti, og taki ekki svona ummæli nærri sér. Karl Gauti Hjalta­son, þing­maður Flokks fólks­ins, hefur þegar beðið Ingu afsök­unar og hún seg­ist taka þá afsökun gilda. Á upp­tök­unni heyr­ist hann efast um hæfi­leika hennar til að leiða flokk­inn. Inga seg­ist ekki hafa heyrt þetta áður. Varð­andi til­hneig­ingu hennar til að tár­ast eða gráta, sem tölu­vert er rædd á upp­tök­unni, seg­ist hún beygja af þegar hún finni fyrir hinni þykku spill­ingu sem ein­kenni stjórn­mál­in. „Hvað sem öðrum finnst um mig þá er ég að minnsta kosti trú og trygg mínum kjós­end­um.“ Hún sé ekki í þess­ari veg­ferð fyrir sjálfa sig.

Auglýsing
Sömuleiðis seg­ist Inga hafa rætt við Ólaf Ísleifs­son, þing­flokks­for­mann sinn, sem var á umræddum hitt­ingi. Málið sé hins vegar grafal­var­legt, flokk­ur­inn sé fjöl­skylda og það verði tekið á mál­inu.

Mið­flokk­ur­inn má „éta það sem úti frýs“

Inga segir málið allt saman sorg­legt og enn sorg­legri séu við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Mið­flokks­ins. Hann var einn fjög­urra þing­manna þess flokks sem sat við drykkju á umræddum hitt­ingi og tók virkan þátt í umræðum þar sem rætt var með niðr­andi hætti um m.a. aðra stjórn­mála­menn og kon­ur. Sig­mundur Davíð birti stöðu­upp­færslu í gær þar sem hann fjall­aði ekki efn­is­lega um neitt sem fjöl­miðlar höfðu birt úr upp­tök­unum en sagði það alvar­leg­ast í mál­inu „ef raunin er sú að á Íslandi sé farið að stunda hler­­anir á einka­­sam­­tölum stjórn­­­mála­­manna. Hafi verið gerð hljóð­­upp­­­taka af fundi þeirra sex þing­­manna sem þar eru nefndir hlýtur það að telj­­ast alvar­­legt mál. Hóp­­ur­inn sem vísað er til sat einn úti í horni og því ekki um annað að ræða en að brot­ist hafi verið inn í síma ein­hvers þeirra sem þarna voru staddir eða beitt hler­un­­ar­­bún­­að­i.“ Hann gaf einnig í skyn að hann vildi láta rann­saka fjöl­miðla vegna þess að tal hans við þing­menn­ina hafi verið tekið upp.

Auglýsing
Inga segir við­brögð Sig­mundar Dav­íðs vera þau sömu og í mörgum öðrum málum sem að honum snúi, t.d. „þegar hann flytur bunka af pen­ing­um“ í skatta­skjól. Hann kenni öðrum um og geti ekki litið í eigin barm. Mið­flokk­ur­inn megi „éta það sem úti frýs“. Flokkur fólks­ins sé ekki að fara í eina sæng með þeim flokki með neinum hætti.

Telur ástæð­una andóf sitt gegn sjálftöku

Á upp­tök­unum kemur einnig fram að for­ystu­menn Mið­flokks­ins reyndu mikið að fá þá tvo þing­menn Flokks fólks­ins sem sátu hitt­ing­inn til að koma yfir í sinn flokk. Ólafi Ísleifs­syni er meðal ann­ars lofað stöðu þing­flokks­for­manns láti hann slag standa. Inga segir að það sé ánægju­legt fyrir Flokk fólks­ins að Mið­flokks­menn vilji fá þeirra fólk yfir. „Mér finnst allt í lagi að þeir öfundi okkur pínu­lítið á því hvað við séum frá­bær.“

Í við­tal­inu segir Inga einnig að hún telji að ummælin um sig, þar sem lítið er gert úr hæfi­leikum hennar til að stjórna og stunda stjórn­mál, eigi rætur sínar að rekja til þess að hún hafi stundað andóf gegn sjálftöku þing­manna, sem hlaupi á millj­ónum króna. Það andóf hafi ekki mælst vel fyrir hjá sumum öðrum þing­mönn­um. Ekki kom fram nákvæm­lega hvað hún ætti við þar, en bæði launa­hækk­anir þing­manna upp á tugi pró­senta og hækk­anir á fram­lögum til stjórn­mála­flokka, sem aukast um 127 pró­sent í ár, hafa verið harð­lega gagn­rýnd á und­an­förnum miss­er­um. Flokkur fólks­ins var einn tveggja flokka sem skrif­aði ekki upp á þá hækk­un.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent