Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi, Bergþór og Anna Kolbrún biðjast afsökunar

Þeir fjórir þingmenn Miðflokksins sem teknir voru upp við að tala með niðurlægjandi og meiðandi hætti um nafngreint fólk, meðal annars þingmenn, í síðustu viku hafa beðist afsökunar.

alingi_setning-83_10054267463_o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, G­unnar Bragi Sveins­son, Berg­þór Óla­son og Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, sem öll eru þing­menn Mið­flokks­ins, hafa sent frá sér yfir­lýs­ing­unni þar sem þeir biðja þá sem þeir fóru ónær­gætnum orðum um í síð­ustu viku afsök­un­ar. Þá biðja þeir einnig fjöl­skyldur sínar afsök­unar á fram­ferði sínu.

Ummæl­in, sem eru fjöl­mörg og snerta stóra hóp ein­stak­linga, féllu þegar hóp­ur­inn sat við drykkju ásamt tveimur þing­mönnum Flokks fólks­ins á þriðju­dag í síð­ustu viku. 

Auglýsing

Yfir­lýs­ing­una má lesa í heild sinni hér að neð­an­:  

Við fjórir þing­menn Mið­flokks­ins sem sátum á hót­el­barnum Klaustri í lið­inni viku viljum biðja þá sem farið var ónær­gætnum orðum um í þeim einka­sam­tölum sem þar fóru fram ein­læg­legrar afsök­un­ar.  Það var ekki ætlun okkar að meiða neinn og ljóst má vera að sá talsmáti sem þarna var á köflum við­hafður er óaf­sak­an­leg­ur. Við ein­setjum okkur að læra af þessu og munum leit­ast við að sýna kurt­eisi og virð­ingu fyrir sam­ferð­ar­fólki okk­ar.  Jafn­framt biðjum við flokks­menn Mið­flokks­ins og fjöl­skyldur okkar afsök­unar á að hafa gengið fram með þessum hætti.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son

Gunnar Bragi Sveins­son

Berg­þór Óla­son

Anna Kol­brún Árna­dóttir

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent