„Stjórn Flokks fólksins samþykkir einróma að skora á alþingismennina Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason að segja af sér þingmennsku ásamt öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Stjórn flokksins kemur saman á ný á morgun, 30. nóvember klukkan 14:00, þar sem næstu skref verða tekin,“ segir í tilkynningu frá Flokki fólksins, en formaður flokksins, Inga Sæland, skrifar undir tilkynninguna.
Tilkynningin er send úr í samhengi við upptökuna sem náðist af þingmönnum Miðflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni, Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, ræða við Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins.
DV og Stundin fengu upptökurnar sendar nafnlaust, og hafa sagt upp úr þeim fjölmargar fréttir.
Meðal annars er talað með niðrandi hætti til kvenna í stjórnmálum, og segir Karl Gauti meðal annars að Inga Sæland geti ekki stjórnað.