Katrín: Dapurlegt að skynja þessi viðhorf

Forsætisráðherra segir að þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir dap­ur­legt að skynja þau við­horf sem fram komi í ummælum þing­manna Mið­flokks­ins þegar varla sé liðið ár frá upp­hafi MeToo-um­ræð­unnar þar sem konur í stjórn­málum meðal ann­arra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þing­mönnum beri skylda til að umgang­ast emb­ætti sín af virð­ingu. Þetta segir hún í sam­tali við blaða­mann Vís­is. 

Hún rifjar upp að Metoo-­bylt­ingin hafi byrjað fyrir ári en þar hafi konur í stjórn­málum ekki hvað síst átt frum­kvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upp­lifun af kyn­bund­inni orð­ræðu og kyn­ferð­is­legri áreitni.

„Það er dap­ur­legt að skynja þessi við­horf ekki síst í garð stjórn­mála­kvenna sem skína út úr þessum sam­tölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þing­menn­irnir hafi ekki verið í opin­berum erinda­gjörðum hafi þeir verið innan um almenn­ing þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli.

Auglýsing

Þing­mönnum ber skylda til að umgang­ast emb­ættin af virð­ingu

„Okkur ber skylda til að umgang­ast emb­ætti okkar af virð­ingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórn­mála­menn og okkur þing­menn. Þetta mun hafa áhrif á virð­ingu Alþingis og virð­ingu stjórn­mál­anna og það er mjög dap­ur­leg­t,“ segir Katrín við Vísi. 

Þetta muni einnig hafa áhrif á sam­skipti fólks og flokka í þing­inu. Þetta afhjúpi það kyn­bundna orða­lag sem vakin hafi verið athygli á í me-too bylt­ing­unni gagn­vart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kann­ist við.

„Þar sem er talað um stjórn­mála­konur með til­teknum hætti. Mjög niðr­andi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auð­vitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafn­rétt­isátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auð­vitað er þetta eitt­hvað sem maður kann­ast við,“ segir hún. 

Þeir þing­menn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregð­ist við.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Mál í takt við tímann
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent