Katrín: Dapurlegt að skynja þessi viðhorf

Forsætisráðherra segir að þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir dap­ur­legt að skynja þau við­horf sem fram komi í ummælum þing­manna Mið­flokks­ins þegar varla sé liðið ár frá upp­hafi MeToo-um­ræð­unnar þar sem konur í stjórn­málum meðal ann­arra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þing­mönnum beri skylda til að umgang­ast emb­ætti sín af virð­ingu. Þetta segir hún í sam­tali við blaða­mann Vís­is. 

Hún rifjar upp að Metoo-­bylt­ingin hafi byrjað fyrir ári en þar hafi konur í stjórn­málum ekki hvað síst átt frum­kvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upp­lifun af kyn­bund­inni orð­ræðu og kyn­ferð­is­legri áreitni.

„Það er dap­ur­legt að skynja þessi við­horf ekki síst í garð stjórn­mála­kvenna sem skína út úr þessum sam­tölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þing­menn­irnir hafi ekki verið í opin­berum erinda­gjörðum hafi þeir verið innan um almenn­ing þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli.

Auglýsing

Þing­mönnum ber skylda til að umgang­ast emb­ættin af virð­ingu

„Okkur ber skylda til að umgang­ast emb­ætti okkar af virð­ingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórn­mála­menn og okkur þing­menn. Þetta mun hafa áhrif á virð­ingu Alþingis og virð­ingu stjórn­mál­anna og það er mjög dap­ur­leg­t,“ segir Katrín við Vísi. 

Þetta muni einnig hafa áhrif á sam­skipti fólks og flokka í þing­inu. Þetta afhjúpi það kyn­bundna orða­lag sem vakin hafi verið athygli á í me-too bylt­ing­unni gagn­vart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kann­ist við.

„Þar sem er talað um stjórn­mála­konur með til­teknum hætti. Mjög niðr­andi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auð­vitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafn­rétt­isátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auð­vitað er þetta eitt­hvað sem maður kann­ast við,“ segir hún. 

Þeir þing­menn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregð­ist við.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent