Katrín: Dapurlegt að skynja þessi viðhorf

Forsætisráðherra segir að þingmönnum beri skylda til að umgangast embætti sín af virðingu.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir dap­ur­legt að skynja þau við­horf sem fram komi í ummælum þing­manna Mið­flokks­ins þegar varla sé liðið ár frá upp­hafi MeToo-um­ræð­unnar þar sem konur í stjórn­málum meðal ann­arra stigu fram og greindu frá reynslu sinni. Þing­mönnum beri skylda til að umgang­ast emb­ætti sín af virð­ingu. Þetta segir hún í sam­tali við blaða­mann Vís­is. 

Hún rifjar upp að Metoo-­bylt­ingin hafi byrjað fyrir ári en þar hafi konur í stjórn­málum ekki hvað síst átt frum­kvæði og stigið margar fram til að segja frá sinni upp­lifun af kyn­bund­inni orð­ræðu og kyn­ferð­is­legri áreitni.

„Það er dap­ur­legt að skynja þessi við­horf ekki síst í garð stjórn­mála­kvenna sem skína út úr þessum sam­tölum sem þarna hafa birst,“ segir Katrín. Þótt þing­menn­irnir hafi ekki verið í opin­berum erinda­gjörðum hafi þeir verið innan um almenn­ing þar sem allir gátu hlýtt á það sem þeirra fór á milli.

Auglýsing

Þing­mönnum ber skylda til að umgang­ast emb­ættin af virð­ingu

„Okkur ber skylda til að umgang­ast emb­ætti okkar af virð­ingu og ég verð að segja að mér finnst þetta ekki gott fyrir okkur stjórn­mála­menn og okkur þing­menn. Þetta mun hafa áhrif á virð­ingu Alþingis og virð­ingu stjórn­mál­anna og það er mjög dap­ur­leg­t,“ segir Katrín við Vísi. 

Þetta muni einnig hafa áhrif á sam­skipti fólks og flokka í þing­inu. Þetta afhjúpi það kyn­bundna orða­lag sem vakin hafi verið athygli á í me-too bylt­ing­unni gagn­vart konum og öðrum hópum sem hún sjálf kann­ist við.

„Þar sem er talað um stjórn­mála­konur með til­teknum hætti. Mjög niðr­andi hætti sem er engum til sóma sem kemur að. Auð­vitað hefði ég vonað að við værum komin lengra í jafn­rétt­isátt en að fólk væri enn á þessum stað. En auð­vitað er þetta eitt­hvað sem maður kann­ast við,“ segir hún. 

Þeir þing­menn sem þarna eigi hlut að máli verði að gera það upp við sig hvernig þeir bregð­ist við.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent