Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu Pál Magnússon latan

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins ræddu stöðuna í Suðurkjördæmi og töluðu um hvað þeim fyndist um einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Pál Magnússon. Anna Kolbrún og Bergþór Ólason sögðu hann latan.

Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins
Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins
Auglýsing

Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins tóku Páll Magn­ús­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, einnig fyrir í sam­ræðum sínum á Klaust­ur­bar sem náð­ust á upp­töku ­sem Stundin og DV hafa und­ir­ hönd­un­um. Í upp­tök­unum má heyra þau ræða það að ljóst væri að Páll yrði atvinnu­laus eftir næstu kosn­ing­ar. Þau sögðu hann latan en ­Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hrós­aði þó rödd Páls og sagði að ­kosn­inga­bar­átta hans hefði verið unnin af fag­mennsku en slíkt myndi þó ekki bjarga honum í næstu kosn­ing­um. Frá þessu er greint á DV í dag.

„Hann er svona let­ingi“

Í umfjöllun DV segir að þing­menn hafi farið ófögrum orðum um Pál Magn­ús­son en Anna Kol­brún Árna­dóttir þing­maður Mið­flokks­ins og Berg­þór Óla­son ræða sér­stak­lega sín á milli leti Páls.

Anna Kol­brún sagði: „Ég er stundum að hitta konu sem heitir […], sem er fyrr­ver­andi starfs­maður Háskól­ans á Akur­eyr­i.[ …] Alltaf þegar ég hitti hana, sem er stund­um, þá spyr hún mig hvort Páll Magn­ús­son sé alltaf jafn latur og hann var.“ Berg­þór svarar um hæl og seg­ir: „Rétta svarið við því er: Já.“

Anna Kol­brún og Berg­þór halda áfram að ræða Pál og Anna Kol­brún seg­ir: „[ó­skýrt] … Hann er svona let­ingi. Hann er ekk­ert rosa­lega með á nót­unum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd.“

Berg­þór spyr þá hvort Páll sé ekki for­maður nefnd­ar­innar og Anna Kol­brún svar­ar: „Jú. Hann tekur sér stundum tak. Um dag­inn var hann rosa­lega upp­tek­inn af því að öryrkjum væri að fjölga og af því ég sit við hliðin á hon­um, ég er yfir­leitt betur upp­lýst en hann, þá sendi ég honum frétt þess efnis að öryrkjum sé ekki að fjölga. Hins vegar var gert að klára upp afgreiðslur og beiðnum þeirra sem vilja kom­ast á biðlista. Það gerði það að verkum árin 2016 og 2017 fjölg­að­i ­ör­yrkj­u­m af því að það var verið að laga til í kerf­inu. Þeim fækk­aði 2018 og þeim mun fækka 2019. Ég sendi honum þessa frétt og sagði honum „ég vill ekki tala niður það sem þú varst að segja í sjón­varp­inu en þetta er sem sagt svona.“ Hann tók ekki illa í þetta en hann er pínu populisti.“ 

Auglýsing

Sig­mundur tjáði sig hins vegar um bak­grunn Páls úr fjöl­miðl­um. Sig­mundur nefndi að hann sjálfur væri með bak­grunn í sjón­varpi, hann stýrði meðal ann­ars Kast­ljósi um tíma, en hann sagði að hans reynsla væri að stjórn­mála­menn með þannig bak­grunn ættu erfitt upp­drátt­ar. Nefndi hann í því sam­hengi Elín­u Hir­st, ­Sig­mund Erni og taldi Pál Magn­ús­son vera í þeim hópi. Sagði Sig­mundur sjálfur að hann væri und­an­tekn­ing á regl­unni en hrós­aði honum Pál fyrir fag­mennsku í kosn­inga­bar­átt­u. 

Ræddu stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi 

Sam­kvæmt umfjöllun DV hófust umræður um Pál Magn­ús­son þegar þing­menn fóru yfir stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi og veltu fyrir sér hverjir myndu rað­ast í efstu sæti flokks­ins í því kjör­dæmi. Þing­menn­irnir töldu nokkuð ljóst að Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölf­usi, myndi taka fyrsta sætið meðan Ásmundur Frið­riks­son tæki annað sæt­ið.

Vil­hjálmi Árna­syni var lýst af þing­mönn­unum sem manni sem engum lík­aði illa við en á sama tíma væri hann ekki í upp­á­haldi margra, sam­kvæmt DV. Honum var lýst sem manni sem væri settur í verk­efni svo sem leggja sífellt fram frum­varp um að leyfa áfengi í búð­ir. Litu þeir svo á að það væri ekki eft­ir­sókn­ar­vert verk­efni fyrir þing­mann sem ætl­aði sér frama innan flokks­ins og kjör­dæm­is­ins. Þá sögðu þau að ef hann myndi ofmetn­ast og sækj­ast eftir fyrsta eða öðru sæti yrði það til þess að hann myndi falla neðar á lista. Ef hann sætti sig við þriðja sæti, þá yrði það lík­lega hans.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent