Eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar

Formenn stjórnarflokkanna fjalla um árangur ríkisstjórnarinnar eftir sitt fyrsta ár í stjórnarsamstarfi. Þau segjast stolt af árangri sínum og ítreka mikilvægi þess að sýna fram á gott samstarf ólíkra sjónarmiða í núverandi stjórnmálaumhverfi heimsins.

Bjarni Benediktsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Fyrir ári síðan hófu Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Vinstri grænir stjórn­ar­sam­starf. Í til­efni dags­ins líta for­menn stjórn­ar­flokk­anna, Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, ­Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, ­yfir fyrsta ár rík­is­stjórn­ar­inn­ar, afrakstur árs­ins og fjalla um mik­il­vægi þess að ólíkir flokkar geti starfað saman í sátt í aðsendri grein þeirra í Morg­un­blað­inu í dag.

Eftir óvæntar kosn­ingar í fyrra og margar til­raunir til stjórn­ar­mynd­urn­ar, hófu þessir flokkar stjórn­mynd­urn­ar­um­ræður og tveimur vikum seinna var ný rík­is­stjórn kynnt til leiks. Í grein­inni fjalla for­menn flokk­anna um hvernig stefna þeirra í stjórn­ar­mynd­ar­um­ræð­unum hafi verið að flýta sér hægt og vanda til verka, „Það er nefni­lega svo að gott sam­starf og sam­ráð tekur tíma,“ segir í grein­inni. Þau segja að það hafi jú verið flókið að mynda stjórn flokka sem ekki eru nátt­úr­legir banda­menn í stjórn­mál­um, en þau segja jafn­framt að flókið þurfi ekki endi­lega að vera slæmt. Sam­kvæmt for­mönn­unum eru mál fyrir vikið unnin í meiri póli­tískri sátt og von­andi mál sem geta stað­ist tím­ans tönn og svipt­ingar í póli­tík 

Gerir mann stærri að vinna með þeim sem eru ósam­mála manni

Í grein­inni fjalla Katrín, Bjarni og Sig­urður Ingi um það hvernig ein helsta gagn­rýnin sem höfð hefur verið uppi á rík­i­s­tjórn­ina hafi verið um hún hafi verið mynduð en ekki verk henn­ar. En sam­kvæmt leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar gerir það mann stærri að vinna með þeim sem eru ósa­mála mann­i. 

Auglýsing

Þau fjalla um hvernig það hefur sjaldan verið mik­il­væg­ara að sýna fram á það að hægt sé að taka til­lit til ólíkra sjón­ar­miða, miðla málum og vinna sam­hent að sam­eig­in­legum mark­mið­um, þvert á flokka. Þau segja það sé sam­fé­lag­inu öllu til heilla, sér­stak­lega nú vegna upp­gangs öfga- og lýð­skruma­flokka víða um heim. „Þetta er vert að hafa í huga þegar sjá má öfga- og lýð­skrums­flokka og stjórn­mála­menn sækja í sig veðrið víða um heim. Mark­mið þeirra er gjarnan að sundra og grafa undan þeim lýð­ræð­is­legu gildum sem hafa tryggt stór­stígar fram­farir í mann­rétt­inda­mál­um, hag­sæld og örygg­i,“ segir í grein­inni.

Stolt af árangrinum

Þau segja frá því í grein­inni hvernig íslenskt efna­hags­líf hafi náð undra­verðum bata á þeim tíu árum sem liðin eru frá hruni og hvernig Íslend­ingar hafi búið við sam­felldan hag­vöxt og batn­andi kaup­mátt og lífs­kjör. Ásamt því telja þau að ytri aðstæður hafi verið land­inu hag­felld­ar. For­menn stjórn­ar­flokk­ana und­ir­strika að eitt af þeim verk­efnum sem þessi rík­is­stjórn ein­setti sér var að ráð­ast í að skila hag­sæld­inni sem hér hefur ríkt til alls sam­fé­lags­ins og gæta þess að kom­andi kyn­slóðir njóti hennar líka. Þau segja að það hafi verið gert með því að ráð­ast í upp­bygg­ingu inn­viða. 

Ráð­herr­arnir segj­ast vera stoltir af þeim árangri sem náðst hefur á fyrsta starfs­ári þeirra. Því til sýnis nefna þau að rík­is­stjórnin hafi lagt fram tvenn fjár­lög og aukið fram­lög til sam­fé­lags­legra verk­efna og inn­viða veru­lega, eða sam­tals um 90 millj­arða króna. Í grein­inni telja þau upp mál sem rík­is­stjórnin hefur staðið að, þeirra á meðal nefna þau lækkun trygg­ing­ar­gjalds, að nýtt dóms­stig hafi tekið til starfa og hags­muna­gæsla vegna EES sam­starfs­ins verið styrkt. Ásamt því hafi skref verið tekin til að inn­leiða staf­ræna stjórn­sýslu, fram­kvæmdir hafnar við upp­bygg­ingu nýs með­ferð­ar­kjarna Land­spít­al­ans og að kynnt hafi verið metn­að­ar­full aðgerða­á­ætlun í loft­lags­mál­um.

Í grein­inni nefna þau einnig að sér­stök áhersla hafi verið lög á sam­ráð við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og að í skatta­breyt­ingum þeirra hafi verið lögð aukin áhersla á jöfn­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent