Freyja Haraldsdóttir: Um kerfisbundið hatur valdhafa að ræða

„Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það,“ segir Freyja Haraldsdóttir í stöðuuppfærslu um það sem hún kallar sérstaklega hættulega hatursorðræðu valdhafa.

alingi-haust-2013_14402272031_o.jpg
Auglýsing

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­maður Bjartrar fram­tíðar og þekkt bar­áttu­kona fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að niðr­andi og meið­andi ummæli þing­manna á drykkju­fundi í síð­ustu viku, um hana og fjöl­marga aðra naf­greinda ein­stak­linga, séu kerf­is­bundið hat­ur. „Það bein­ist harð­ast að kon­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­mönnum sem ein­hvern­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­myndir um (skað­lega) karl­mennsku. Það er hvorki til­viljun né eins­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­fang orð­a­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er alltum­lykj­andi - alltaf.“

Á upp­tökum af drykkju­fundi þing­mann­anna, sem til­heyra Mið­flokknum og Flokki fólks­ins, heyr­ast þeir gera grín að Freyju, sem þjá­ist af sjald­­gæfum beina­­sjúk­­dómi. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­maður Mið­flokks­ins, kall­aði hana „Freyju eyju“ og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, gerði grín af því að tveir hinna mann­anna við borðið hefðu sér­stakan áhuga á Freyju og nafn­greindri þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ein­hver úr hópnum hermdi í kjöl­farið eftir sel.

Freyja segir í stöðu­upp­færslu sinni að fyrstu við­brögð hennar við hat­urs­orð­ræðu þing­mann­anna hafi verið að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnu­dag­inn sinn. „En ég hélt auð­vitað ekk­ert áfram með dag­inn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi ger­ir.

Auglýsing
Eftir að hafa hugsað mikið um þetta, rætt við kær­leiks­ríkt sam­starfs­fólk, tekið við slatta af ást í gegnum sam­fé­lags­miðla, grátið tölu­vert, verið kaf­færð í faðm­lögum frá vinum og fjöl­skyldu og fylgst með umræð­unni eins og hjartað mitt og tauga­kerfi þolir er eitt og annað sem ég ætla að segja.“

Freyja segir að aðför að fötl­uðum lík­ama sínum sem dýrs­legum sé ekki bara það að „að gera grín að fötl­uðum". Það sé birt­ing­ar­mynd kven­fyr­ir­litn­ingar og fötl­un­ar­fyr­ir­litn­ing­ar.“ Um er að ræða fyr­ir­litn­ingu sem á sér djúpar sögu­legar rætur og end­ur­speglar æva­gömul við­horf til fatl­aðs fólks sem dýra - óæðri mann­eskj­um. Það í sam­hengi við niðr­andi umræðu um útlit og kyn­þokka kvenna er kven­fjand­sam­legt. Ég er ekki bara fötl­uð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.

Þó hat­rið bein­ist að per­sónum (sem er grafal­var­legt) er alvara máls­ins sú að um kerf­is­bundið hatur er að ræða. Það bein­ist harð­ast að kon­um. Hinsegin fólki. Fötl­uðu fólki. Karl­mönnum sem ein­hvern­veg­inn passa ekki inn í ríkj­andi hug­myndir um (skað­lega) karl­mennsku. Það er hvorki til­viljun né eins­dæmi að akkúrat þessir hópar séu við­fang orð­a­níðs fólks með mikil for­rétt­indi. Það er alltum­lykj­andi - alltaf.“

Freyja bendir á að ger­endur í þessu til­viki séu vald­haf­ar. Það sé sér­stak­lega hættu­legt þegar fólk í valda­stöðum við­hefur hat­urs­orð­ræðu. „Í fyrsta lagi vegna þess að það setur for­dæmi og hefur vald til þess að normalisera orð­ræðu og ofbeld­is­menn­ingu. Ef Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það. Í öðru lagi vegna þess að hat­urs­orð­ræða afhjúpar við­horf vald­hafa sem við höfum kosið og treyst til þess að reka sam­fé­lagið okkar og taka mik­il­vægar ákvarð­anir um hagi okk­ar. Ef þing­menn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki mann­eskjur er ekki furða að það taki ákvarð­anir um líf fatl­aðs fólks byggt á ein­hverju allt öðru en mann­rétt­inda­skuld­bind­ing­um. Í þriðja lagi vegna þess að rann­sóknir og reynslan sýnir okkur að hat­urs­orð­ræða vald­hafa hefur bein áhrif á tíðni hat­urs­glæpa.“

Auglýsing
Í enda stöðu­upp­færsl­unnar víkur Freyja að afsök­un­ar­beiðnum þeirra sem tóku þátt í athæf­inu á Klaust­ur­barnum í síð­ustu viku. Hún segir að það telj­ist almenn kurt­eisi og mann­virð­ing að biðj­ast afsök­unar þegar fólki verður á. “Það er hins­vegar mjög rotin afsök­un­ar­beiðni og ekki afsök­un­ar­beiðni í raun að afsaka sig með áfeng­is­neyslu og því að eiga vini sem til­heyra minni­hluta­hópum (sbr. Gunnar Bragi í Kast­ljósi). Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagn­vart konum og jað­ar­settum hópum vella út úr sér í marga klukku­tíma á opin­berum vett­vangi. Þegar fólk ger­ist upp­víst um slíkt er ekki for­svar­an­legt að henda í eina yfir­lýs­ingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fal­legt og gott. Eina leiðin til þess að biðj­ast afsök­unar af trú­verð­ug­leika og auð­mýkt er að gang­ast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér.

Í allan dag hef ég ekki getað hætt að hugsa um öll fötl­uðu börnin og ung­menn­in, einkum stúlkur í óhefð­bundnum lík­öm­um, sem hafa heyrt af þessu eða glefsur um þetta. Þetta hefur vissu­lega verið sárt fyrir mig og annað full­orðið fatlað fólk en sár­ast er þetta fyrir þau. Hvernig í ver­öld­inni eiga þau að þróa með sér jákvæða lík­ams- og kyní­mynd, upp­lifa sig eiga fram­tíð og búa við öryggi í sam­fé­lagi þar sem fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra líkir fyrr­ver­andi fatl­aðri sam­starfs­konu sinni við dýr - ofan á allt annað mis­rétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valda­stöðum sem sér þau ekki sem mennsk.

Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir lík­amar eiga rétt á sér. Allir lík­amar eru verð­mætir og verð­ug­ir. Allir lík­amar mega og eiga að taka sér pláss. Allir lík­amar eiga rétt á að búa við frið­helgi frá hverskyns ofbeld­i.“

Efn­is­við­vör­un: hat­urs­orð­ræða á grund­velli fötl­un­ar, kyn­gerv­is, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar. Mín fyrstu við­brögð við...

Posted by Freyja Har­alds­dóttir on Thurs­day, Novem­ber 29, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent