„Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins á nýafstöðnum fundi sínum í dag, að vísa þingmönnum flokksins þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr Flokki fólksins.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins, en vitnað er til samþykkta flokksins, en í þeim segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“.
Jafnframt segir að stjórn flokksins harmi þá rýrð sem framganga þeirra sem tóku þátt í fundi þingmanna á Klaustri bar hinn 20. nóvember.
Karl Gauti og Ólafur, sátu á fundinum með þingmönnum Miðflokksins, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni, Gunnari Braga Sveinssyni og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Á fundinum töluðu þeir með niðrandi hætti um konur sérstaklega, og lét Karl Gauti hafa eftir sér að Inga Sæland gæti ekki stjórnað Flokki fólksins.