Varaði við því að Inga Sæland myndi láta „einhverja öryrkja“ leiða í öllum kjördæmum

Þingmaður Miðflokksins varaði við því að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman uppstillingarnefnd. Setja bara inn einhverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjördæmi fyrir sig,“ og átti þar við Ingu Sæland.

Bergþór Ólason
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði á drykkju­fundi með sam­flokks­fólki sínu og tveimur þing­mönnum Flokks fólks­ins, sem verið var að reyna að sann­færa um að ganga til liðs við Mið­flokk­inn, að Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, gæti sett „bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig,“ í næstu kosn­ing­um.

Þetta kemur fram í frétta­skýr­ingu Kvenna­blaðs­ins um það sem fram kemur á upp­töku af drykkju­fundi sex þing­manna á Klaust­ur­barnum þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber. Þar kemur skýrt fram að við­staddir þing­menn Mið­flokks­ins leggja hart að Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, að ganga til liðs við sig í stað þess að fylgja Ingu Sæland áfram. Berg­þór segir um Ingu að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman upp­still­ing­ar­nefnd. Setja bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig. Ef hún vill halda flokknum uppi með 7–9% fylgi fyrir næstu kosn­ingar þá er hún bara ekki viti­born­ari en það að hún telur þetta fast í hendi. Ég vil bara ítreka það að ykkur verður í engu umb­unað fyrir að … hún heldur að hún eigi þetta.“

Sagður hafa misst vatn við að hitta Obama

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segir í kjöl­farið að honum finn­ist þetta rosa­lega flokk grein­ing „því þú greindir um leið ákveðna hluti í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þegar við vorum þar. Þegar Sig­urður Ingi og co. ákváðu það að fara gegn for­manni flokks­ins, þá voru þeir búnir að … að þeir gætu bara tekið flokk­inn, þetta væri bara Shangri-la. Þeir gleyma hins veg­ar, Sig­urður Ingi, aka Sæland, Sig­urður Sæland, hann fatt­aði bara ekki að hann hefur ekki það lím, og hann hefur ekki það … sem þarf til að halda svona hlutum …“

Auglýsing

Gunnar Bragi heldur áfram að atyrða Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sigr­aði Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, núver­andi for­mann Mið­flokks­ins, í for­manns­kjöri haustið 2016. Gunnar Bragi segir að „þegar Sig­urður Ingi var búinn að fara til Was­hington, sitja mat­ar­boð hjá Obama – það var bara eins og hann hefði misst vatn.“

Sig­mundur Davíð tekur við og segir að Sig­urður Ingi hafi sest „við nafn­spjaldið mitt á borð­inu. Hann varð aldrei sami maður aft­ur. Eins og nágrannar hans í sveit­inni hans sögðu: þegar þau hjón komu til baka frá Was­hington, þau bara þekktu þau ekki.“

Gunnar Bragi heldur áfram og bendir á að Sig­mundur Davíð hefði líka hitt Obama „og þú varst nú ekki einu sinni í sam­stæðum skóm!“

„Ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sín­um“

Í frá­sögn Kvenna­blaðs­ins er einnig greint frá því þegar Gunnar Bragi ræður um Þur­íði Hörpu Sig­urð­ar­dótt­ur, for­mann Öryrkja­banda­lags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: ÖBÍ 

Hann seg­ist þekkja hana mjög vel. „Við erum sam­sveit­ung­ar. Hún er búin að gera aug­lýs­ingar og teikna fyrir mig í mörg ár. Ofboðs­lega góð kona. Hrika­lega frek. Hvar haldið þið að hún verði í fram­boði á næsta ári? Hún verður ekki í fram­boði í Vest­ur­kjör­dæmi. Hvar haldið þið að Þur­íður Harpa verði í fram­boði næst? Hún verður í fram­boði þar sem er mögu­leiki að ná inn mann­i[...] Hún er ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sínum og ríf­ast ein­hvers staðar úti á kanti. Hún er komin í póli­tík til að vera inni á þingi. Ég get lofað ykkur því, hún verður í fram­boði í efsta sæti ein­hvers stað­ar. Þá spyr mað­ur, sjálfan sig og aðra: hver verður fyrri til, til að grípa hana? Verður það Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in? VG? … Ég held ég þekki hana það vel, hún er nú ekki algal­in, hún Harpa. Hún mun fara með Ingu eða hún mun fara með VG.“

Ánægður með að Sig­mundur Davíð húð­skamm­aði sig

Í Kvenna­blað­inu er einnig rakin frá­sögn Gunn­ars Braga af því þegar Sig­mundur Dav­íð, þá for­sæt­is­ráð­herra, hafi húð­skammað hann á rík­is­stjórn­ar­fundi, og hvernig Gunn­ari Braga hafi líkað það vel. „Við tveir erum búnir að vinna saman síðan 2009, 2010. Ég kaus hann ekki sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og ég sé eftir því, það mun elta mig alla ævi. Og ég held að Sig­mundur sé, eini mað­ur­inn sem hann hefur skammað fyrir framan heila rík­is­stjórn, það er ég. Hann hund­skamm­aði mig fyrir framan rík­is­stjórn­ina. Ég var svo glað­ur, ég var svo ánægður með að hann skyldi sýna þessum fávitum í rík­is­stjórn­inni að honum er bara ekk­ert sama hvernig maður hegðar sér og vinna. Hann grill­aði mig fyrir framan alla hina ráð­herrana. Ég kom til hans dag­inn eft­ir, eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn (og sagð­i): frá­bært, gerðu þetta aft­ur! Taktu hina fyrir líka! Hann hélt ég væri geð­veik­ur, sko.“

Gunnar Bragi segir að þetta hafi snú­ist um að Gunnar Bragi hafi skorað Sig­mund Davíð á hólm með mál í rík­is­stjórn­inni. „Hann tók það og pakk­aði því sam­an. Það er nefni­lega það, að ef þú vilt að ein­hver taki mark á stjórn­inni þá þarftu að standa fyrir eitt­hvað.“ Í kjöl­farið gera Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi grín að Páli Magn­ús­syni, sem bauð sig fram til for­manns gegn Sig­mundi Davíð árið 2009 ásamt Hös­k­uldi Þór­halls­syni. „Páll gæti ekki stýrt hús­fé­lag­i,“ sagði Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi bætti við: „Páll Magn­ús­son, hann gæti ekki einu sinni stýrt umferð­ar­ljós­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent