Varaði við því að Inga Sæland myndi láta „einhverja öryrkja“ leiða í öllum kjördæmum

Þingmaður Miðflokksins varaði við því að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman uppstillingarnefnd. Setja bara inn einhverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjördæmi fyrir sig,“ og átti þar við Ingu Sæland.

Bergþór Ólason
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði á drykkju­fundi með sam­flokks­fólki sínu og tveimur þing­mönnum Flokks fólks­ins, sem verið var að reyna að sann­færa um að ganga til liðs við Mið­flokk­inn, að Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, gæti sett „bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig,“ í næstu kosn­ing­um.

Þetta kemur fram í frétta­skýr­ingu Kvenna­blaðs­ins um það sem fram kemur á upp­töku af drykkju­fundi sex þing­manna á Klaust­ur­barnum þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber. Þar kemur skýrt fram að við­staddir þing­menn Mið­flokks­ins leggja hart að Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, að ganga til liðs við sig í stað þess að fylgja Ingu Sæland áfram. Berg­þór segir um Ingu að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman upp­still­ing­ar­nefnd. Setja bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig. Ef hún vill halda flokknum uppi með 7–9% fylgi fyrir næstu kosn­ingar þá er hún bara ekki viti­born­ari en það að hún telur þetta fast í hendi. Ég vil bara ítreka það að ykkur verður í engu umb­unað fyrir að … hún heldur að hún eigi þetta.“

Sagður hafa misst vatn við að hitta Obama

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segir í kjöl­farið að honum finn­ist þetta rosa­lega flokk grein­ing „því þú greindir um leið ákveðna hluti í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þegar við vorum þar. Þegar Sig­urður Ingi og co. ákváðu það að fara gegn for­manni flokks­ins, þá voru þeir búnir að … að þeir gætu bara tekið flokk­inn, þetta væri bara Shangri-la. Þeir gleyma hins veg­ar, Sig­urður Ingi, aka Sæland, Sig­urður Sæland, hann fatt­aði bara ekki að hann hefur ekki það lím, og hann hefur ekki það … sem þarf til að halda svona hlutum …“

Auglýsing

Gunnar Bragi heldur áfram að atyrða Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sigr­aði Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, núver­andi for­mann Mið­flokks­ins, í for­manns­kjöri haustið 2016. Gunnar Bragi segir að „þegar Sig­urður Ingi var búinn að fara til Was­hington, sitja mat­ar­boð hjá Obama – það var bara eins og hann hefði misst vatn.“

Sig­mundur Davíð tekur við og segir að Sig­urður Ingi hafi sest „við nafn­spjaldið mitt á borð­inu. Hann varð aldrei sami maður aft­ur. Eins og nágrannar hans í sveit­inni hans sögðu: þegar þau hjón komu til baka frá Was­hington, þau bara þekktu þau ekki.“

Gunnar Bragi heldur áfram og bendir á að Sig­mundur Davíð hefði líka hitt Obama „og þú varst nú ekki einu sinni í sam­stæðum skóm!“

„Ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sín­um“

Í frá­sögn Kvenna­blaðs­ins er einnig greint frá því þegar Gunnar Bragi ræður um Þur­íði Hörpu Sig­urð­ar­dótt­ur, for­mann Öryrkja­banda­lags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: ÖBÍ 

Hann seg­ist þekkja hana mjög vel. „Við erum sam­sveit­ung­ar. Hún er búin að gera aug­lýs­ingar og teikna fyrir mig í mörg ár. Ofboðs­lega góð kona. Hrika­lega frek. Hvar haldið þið að hún verði í fram­boði á næsta ári? Hún verður ekki í fram­boði í Vest­ur­kjör­dæmi. Hvar haldið þið að Þur­íður Harpa verði í fram­boði næst? Hún verður í fram­boði þar sem er mögu­leiki að ná inn mann­i[...] Hún er ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sínum og ríf­ast ein­hvers staðar úti á kanti. Hún er komin í póli­tík til að vera inni á þingi. Ég get lofað ykkur því, hún verður í fram­boði í efsta sæti ein­hvers stað­ar. Þá spyr mað­ur, sjálfan sig og aðra: hver verður fyrri til, til að grípa hana? Verður það Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in? VG? … Ég held ég þekki hana það vel, hún er nú ekki algal­in, hún Harpa. Hún mun fara með Ingu eða hún mun fara með VG.“

Ánægður með að Sig­mundur Davíð húð­skamm­aði sig

Í Kvenna­blað­inu er einnig rakin frá­sögn Gunn­ars Braga af því þegar Sig­mundur Dav­íð, þá for­sæt­is­ráð­herra, hafi húð­skammað hann á rík­is­stjórn­ar­fundi, og hvernig Gunn­ari Braga hafi líkað það vel. „Við tveir erum búnir að vinna saman síðan 2009, 2010. Ég kaus hann ekki sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og ég sé eftir því, það mun elta mig alla ævi. Og ég held að Sig­mundur sé, eini mað­ur­inn sem hann hefur skammað fyrir framan heila rík­is­stjórn, það er ég. Hann hund­skamm­aði mig fyrir framan rík­is­stjórn­ina. Ég var svo glað­ur, ég var svo ánægður með að hann skyldi sýna þessum fávitum í rík­is­stjórn­inni að honum er bara ekk­ert sama hvernig maður hegðar sér og vinna. Hann grill­aði mig fyrir framan alla hina ráð­herrana. Ég kom til hans dag­inn eft­ir, eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn (og sagð­i): frá­bært, gerðu þetta aft­ur! Taktu hina fyrir líka! Hann hélt ég væri geð­veik­ur, sko.“

Gunnar Bragi segir að þetta hafi snú­ist um að Gunnar Bragi hafi skorað Sig­mund Davíð á hólm með mál í rík­is­stjórn­inni. „Hann tók það og pakk­aði því sam­an. Það er nefni­lega það, að ef þú vilt að ein­hver taki mark á stjórn­inni þá þarftu að standa fyrir eitt­hvað.“ Í kjöl­farið gera Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi grín að Páli Magn­ús­syni, sem bauð sig fram til for­manns gegn Sig­mundi Davíð árið 2009 ásamt Hös­k­uldi Þór­halls­syni. „Páll gæti ekki stýrt hús­fé­lag­i,“ sagði Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi bætti við: „Páll Magn­ús­son, hann gæti ekki einu sinni stýrt umferð­ar­ljós­um.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent