Varaði við því að Inga Sæland myndi láta „einhverja öryrkja“ leiða í öllum kjördæmum

Þingmaður Miðflokksins varaði við því að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman uppstillingarnefnd. Setja bara inn einhverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjördæmi fyrir sig,“ og átti þar við Ingu Sæland.

Bergþór Ólason
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði á drykkju­fundi með sam­flokks­fólki sínu og tveimur þing­mönnum Flokks fólks­ins, sem verið var að reyna að sann­færa um að ganga til liðs við Mið­flokk­inn, að Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, gæti sett „bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig,“ í næstu kosn­ing­um.

Þetta kemur fram í frétta­skýr­ingu Kvenna­blaðs­ins um það sem fram kemur á upp­töku af drykkju­fundi sex þing­manna á Klaust­ur­barnum þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber. Þar kemur skýrt fram að við­staddir þing­menn Mið­flokks­ins leggja hart að Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, að ganga til liðs við sig í stað þess að fylgja Ingu Sæland áfram. Berg­þór segir um Ingu að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman upp­still­ing­ar­nefnd. Setja bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig. Ef hún vill halda flokknum uppi með 7–9% fylgi fyrir næstu kosn­ingar þá er hún bara ekki viti­born­ari en það að hún telur þetta fast í hendi. Ég vil bara ítreka það að ykkur verður í engu umb­unað fyrir að … hún heldur að hún eigi þetta.“

Sagður hafa misst vatn við að hitta Obama

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segir í kjöl­farið að honum finn­ist þetta rosa­lega flokk grein­ing „því þú greindir um leið ákveðna hluti í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þegar við vorum þar. Þegar Sig­urður Ingi og co. ákváðu það að fara gegn for­manni flokks­ins, þá voru þeir búnir að … að þeir gætu bara tekið flokk­inn, þetta væri bara Shangri-la. Þeir gleyma hins veg­ar, Sig­urður Ingi, aka Sæland, Sig­urður Sæland, hann fatt­aði bara ekki að hann hefur ekki það lím, og hann hefur ekki það … sem þarf til að halda svona hlutum …“

Auglýsing

Gunnar Bragi heldur áfram að atyrða Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sigr­aði Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, núver­andi for­mann Mið­flokks­ins, í for­manns­kjöri haustið 2016. Gunnar Bragi segir að „þegar Sig­urður Ingi var búinn að fara til Was­hington, sitja mat­ar­boð hjá Obama – það var bara eins og hann hefði misst vatn.“

Sig­mundur Davíð tekur við og segir að Sig­urður Ingi hafi sest „við nafn­spjaldið mitt á borð­inu. Hann varð aldrei sami maður aft­ur. Eins og nágrannar hans í sveit­inni hans sögðu: þegar þau hjón komu til baka frá Was­hington, þau bara þekktu þau ekki.“

Gunnar Bragi heldur áfram og bendir á að Sig­mundur Davíð hefði líka hitt Obama „og þú varst nú ekki einu sinni í sam­stæðum skóm!“

„Ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sín­um“

Í frá­sögn Kvenna­blaðs­ins er einnig greint frá því þegar Gunnar Bragi ræður um Þur­íði Hörpu Sig­urð­ar­dótt­ur, for­mann Öryrkja­banda­lags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: ÖBÍ 

Hann seg­ist þekkja hana mjög vel. „Við erum sam­sveit­ung­ar. Hún er búin að gera aug­lýs­ingar og teikna fyrir mig í mörg ár. Ofboðs­lega góð kona. Hrika­lega frek. Hvar haldið þið að hún verði í fram­boði á næsta ári? Hún verður ekki í fram­boði í Vest­ur­kjör­dæmi. Hvar haldið þið að Þur­íður Harpa verði í fram­boði næst? Hún verður í fram­boði þar sem er mögu­leiki að ná inn mann­i[...] Hún er ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sínum og ríf­ast ein­hvers staðar úti á kanti. Hún er komin í póli­tík til að vera inni á þingi. Ég get lofað ykkur því, hún verður í fram­boði í efsta sæti ein­hvers stað­ar. Þá spyr mað­ur, sjálfan sig og aðra: hver verður fyrri til, til að grípa hana? Verður það Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in? VG? … Ég held ég þekki hana það vel, hún er nú ekki algal­in, hún Harpa. Hún mun fara með Ingu eða hún mun fara með VG.“

Ánægður með að Sig­mundur Davíð húð­skamm­aði sig

Í Kvenna­blað­inu er einnig rakin frá­sögn Gunn­ars Braga af því þegar Sig­mundur Dav­íð, þá for­sæt­is­ráð­herra, hafi húð­skammað hann á rík­is­stjórn­ar­fundi, og hvernig Gunn­ari Braga hafi líkað það vel. „Við tveir erum búnir að vinna saman síðan 2009, 2010. Ég kaus hann ekki sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og ég sé eftir því, það mun elta mig alla ævi. Og ég held að Sig­mundur sé, eini mað­ur­inn sem hann hefur skammað fyrir framan heila rík­is­stjórn, það er ég. Hann hund­skamm­aði mig fyrir framan rík­is­stjórn­ina. Ég var svo glað­ur, ég var svo ánægður með að hann skyldi sýna þessum fávitum í rík­is­stjórn­inni að honum er bara ekk­ert sama hvernig maður hegðar sér og vinna. Hann grill­aði mig fyrir framan alla hina ráð­herrana. Ég kom til hans dag­inn eft­ir, eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn (og sagð­i): frá­bært, gerðu þetta aft­ur! Taktu hina fyrir líka! Hann hélt ég væri geð­veik­ur, sko.“

Gunnar Bragi segir að þetta hafi snú­ist um að Gunnar Bragi hafi skorað Sig­mund Davíð á hólm með mál í rík­is­stjórn­inni. „Hann tók það og pakk­aði því sam­an. Það er nefni­lega það, að ef þú vilt að ein­hver taki mark á stjórn­inni þá þarftu að standa fyrir eitt­hvað.“ Í kjöl­farið gera Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi grín að Páli Magn­ús­syni, sem bauð sig fram til for­manns gegn Sig­mundi Davíð árið 2009 ásamt Hös­k­uldi Þór­halls­syni. „Páll gæti ekki stýrt hús­fé­lag­i,“ sagði Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi bætti við: „Páll Magn­ús­son, hann gæti ekki einu sinni stýrt umferð­ar­ljós­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent