Varaði við því að Inga Sæland myndi láta „einhverja öryrkja“ leiða í öllum kjördæmum

Þingmaður Miðflokksins varaði við því að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman uppstillingarnefnd. Setja bara inn einhverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjördæmi fyrir sig,“ og átti þar við Ingu Sæland.

Bergþór Ólason
Auglýsing

Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, sagði á drykkju­fundi með sam­flokks­fólki sínu og tveimur þing­mönnum Flokks fólks­ins, sem verið var að reyna að sann­færa um að ganga til liðs við Mið­flokk­inn, að Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, gæti sett „bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig,“ í næstu kosn­ing­um.

Þetta kemur fram í frétta­skýr­ingu Kvenna­blaðs­ins um það sem fram kemur á upp­töku af drykkju­fundi sex þing­manna á Klaust­ur­barnum þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber. Þar kemur skýrt fram að við­staddir þing­menn Mið­flokks­ins leggja hart að Ólafi Ísleifs­syni og Karli Gauta Hjalta­syni, að ganga til liðs við sig í stað þess að fylgja Ingu Sæland áfram. Berg­þór segir um Ingu að „Guggan getur tekið upp á því að setja saman upp­still­ing­ar­nefnd. Setja bara inn ein­hverja öryrkja í fyrsta sæti í hverju kjör­dæmi fyrir sig. Ef hún vill halda flokknum uppi með 7–9% fylgi fyrir næstu kosn­ingar þá er hún bara ekki viti­born­ari en það að hún telur þetta fast í hendi. Ég vil bara ítreka það að ykkur verður í engu umb­unað fyrir að … hún heldur að hún eigi þetta.“

Sagður hafa misst vatn við að hitta Obama

Gunnar Bragi Sveins­son, vara­for­maður Mið­flokks­ins, segir í kjöl­farið að honum finn­ist þetta rosa­lega flokk grein­ing „því þú greindir um leið ákveðna hluti í Fram­sókn­ar­flokkn­um, þegar við vorum þar. Þegar Sig­urður Ingi og co. ákváðu það að fara gegn for­manni flokks­ins, þá voru þeir búnir að … að þeir gætu bara tekið flokk­inn, þetta væri bara Shangri-la. Þeir gleyma hins veg­ar, Sig­urður Ingi, aka Sæland, Sig­urður Sæland, hann fatt­aði bara ekki að hann hefur ekki það lím, og hann hefur ekki það … sem þarf til að halda svona hlutum …“

Auglýsing

Gunnar Bragi heldur áfram að atyrða Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem sigr­aði Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, núver­andi for­mann Mið­flokks­ins, í for­manns­kjöri haustið 2016. Gunnar Bragi segir að „þegar Sig­urður Ingi var búinn að fara til Was­hington, sitja mat­ar­boð hjá Obama – það var bara eins og hann hefði misst vatn.“

Sig­mundur Davíð tekur við og segir að Sig­urður Ingi hafi sest „við nafn­spjaldið mitt á borð­inu. Hann varð aldrei sami maður aft­ur. Eins og nágrannar hans í sveit­inni hans sögðu: þegar þau hjón komu til baka frá Was­hington, þau bara þekktu þau ekki.“

Gunnar Bragi heldur áfram og bendir á að Sig­mundur Davíð hefði líka hitt Obama „og þú varst nú ekki einu sinni í sam­stæðum skóm!“

„Ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sín­um“

Í frá­sögn Kvenna­blaðs­ins er einnig greint frá því þegar Gunnar Bragi ræður um Þur­íði Hörpu Sig­urð­ar­dótt­ur, for­mann Öryrkja­banda­lags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mynd: ÖBÍ 

Hann seg­ist þekkja hana mjög vel. „Við erum sam­sveit­ung­ar. Hún er búin að gera aug­lýs­ingar og teikna fyrir mig í mörg ár. Ofboðs­lega góð kona. Hrika­lega frek. Hvar haldið þið að hún verði í fram­boði á næsta ári? Hún verður ekki í fram­boði í Vest­ur­kjör­dæmi. Hvar haldið þið að Þur­íður Harpa verði í fram­boði næst? Hún verður í fram­boði þar sem er mögu­leiki að ná inn mann­i[...] Hún er ekki komin í póli­tík til þess að sitja í hjóla­stólnum sínum og ríf­ast ein­hvers staðar úti á kanti. Hún er komin í póli­tík til að vera inni á þingi. Ég get lofað ykkur því, hún verður í fram­boði í efsta sæti ein­hvers stað­ar. Þá spyr mað­ur, sjálfan sig og aðra: hver verður fyrri til, til að grípa hana? Verður það Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ing­in? VG? … Ég held ég þekki hana það vel, hún er nú ekki algal­in, hún Harpa. Hún mun fara með Ingu eða hún mun fara með VG.“

Ánægður með að Sig­mundur Davíð húð­skamm­aði sig

Í Kvenna­blað­inu er einnig rakin frá­sögn Gunn­ars Braga af því þegar Sig­mundur Dav­íð, þá for­sæt­is­ráð­herra, hafi húð­skammað hann á rík­is­stjórn­ar­fundi, og hvernig Gunn­ari Braga hafi líkað það vel. „Við tveir erum búnir að vinna saman síðan 2009, 2010. Ég kaus hann ekki sem for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og ég sé eftir því, það mun elta mig alla ævi. Og ég held að Sig­mundur sé, eini mað­ur­inn sem hann hefur skammað fyrir framan heila rík­is­stjórn, það er ég. Hann hund­skamm­aði mig fyrir framan rík­is­stjórn­ina. Ég var svo glað­ur, ég var svo ánægður með að hann skyldi sýna þessum fávitum í rík­is­stjórn­inni að honum er bara ekk­ert sama hvernig maður hegðar sér og vinna. Hann grill­aði mig fyrir framan alla hina ráð­herrana. Ég kom til hans dag­inn eft­ir, eftir rík­is­stjórn­ar­fund­inn (og sagð­i): frá­bært, gerðu þetta aft­ur! Taktu hina fyrir líka! Hann hélt ég væri geð­veik­ur, sko.“

Gunnar Bragi segir að þetta hafi snú­ist um að Gunnar Bragi hafi skorað Sig­mund Davíð á hólm með mál í rík­is­stjórn­inni. „Hann tók það og pakk­aði því sam­an. Það er nefni­lega það, að ef þú vilt að ein­hver taki mark á stjórn­inni þá þarftu að standa fyrir eitt­hvað.“ Í kjöl­farið gera Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi grín að Páli Magn­ús­syni, sem bauð sig fram til for­manns gegn Sig­mundi Davíð árið 2009 ásamt Hös­k­uldi Þór­halls­syni. „Páll gæti ekki stýrt hús­fé­lag­i,“ sagði Sig­mundur Davíð og Gunnar Bragi bætti við: „Páll Magn­ús­son, hann gæti ekki einu sinni stýrt umferð­ar­ljós­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent