WOW air rekið með rúmlega fjögurra milljarða króna tapi

Í uppgjöri WOW air kemur fram að 4,2 milljarða króna tap varð á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma félagsins versnaði verulega frá sama tímabili í fyrra en þá nam tap félagsins tæplega 1,7 milljarða króna.

Skúli mogensen
Auglýsing

WOW air tapaði 33,6 milljónum dala, sem jafngildir um 4,2 milljarði króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 13,5 milljónum dala, jafnvirði tæplega 1,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri flugfélagsins.

Rekstrarkostnaður félagsins hækkaði um 46 prósent milli ára

Tekjur WOW air námu 501,4 milljónum dala, um 61,5 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum ársins og jukust um 31 prósent frá sama tímabili í fyrra þegar þær voru 371,8 milljónir dala.

EBITDA félagsins fór úr því að vera jákvæð um 8,8 milljónir dollara fyrstu níu mánuði síðasta árs í að vera neikvæð um 18,9 milljónir nú, um 2,3 milljarða íslenskra króna.

Auglýsing

Eiginfjárhlutfall félagsins var 7 prósent í lok september. Eignir þess námu 421 milljón dollara, skuldir 393 milljónum dollara og eigið fé 28 milljónum dollara. Handbært fé félagsins nam 40 milljónum dollara í lok september og hækkaði um 35 milljónir dollara á fjórðungnum. 

Rekstrarkostnaður íslenska lággjaldaflugfélagsins nam 466,9 milljónum dala á tímabilinu og hækkaði um tæp 46 prósent frá sama tímabili árið 2017 þegar hann nam um 320,6 milljónum dala, að því er fram kemur í árshlutareikningnum. Rekstrartap flugfélagsins (EBIT) nam jafnframt 35,6 milljónum dala á fyrstu níu mánuðum þessa árs borið saman við 4,1 milljón dala á sama tíma á síðasta ári.

Neikvæð umræða hafði áhrif á fjárhagsstöðu félagsins

Í tilkynningu sem WOW air birti í gærkvöld kemur fram að staða flugfélagsins hafi versnað eftir skuldabréfaútboð félagsins í september. Í kjölfar skuldabréfaútboðsins hafi neikvæð umræða um fjárhagsstöðu félagsins haft neikvæðari áhrif á sölu, lausafjárstöðu og sjóðstreymi félagsins en gert hefði verið ráð fyrir. Ásamt því hefðu ytri aðstæður versnað m.a. vegna hækkandi eldsneytisverð. Í ljósi stöðunnar ákváðu stjórnendur WOW air að vinna að því að fá aukið fjármagn til rekstursins og því hafið viðræður við áhugasama fjárfesta. 

Fyrir tveimur dögum var tilkynnt að Icelandair hefði fallið frá kaupum á WOW air en seinna sama dag var tilkynnt að bandaríski fjárfestingafélagið Indigo Partners ætlaði að fjárfesta í WOW air, Indigo er stórt félag á alþjóðlegum mælikvarða og talinn vera ákveðinn frumkvöðull í lágfargjaldaflugfélögum. Ekki er vitað hverjir eru skilmálar samkomulagsins en í tilkynningu félaganna kom fram að þau myndu reyna að ganga eins fljótt og auðið er frá viðskiptunum. Nú er meðal annars unnið að áreiðanleikakönnun vegna viðskiptanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent