Meirihluti reiðubúinn að fara í verkfall til að bæta kjör

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum segja það réttlætanlegt að ákveðnar starfsstéttir beiti verkfalli á næstu misserum til að ýta eftir bættum starfskjörum. Rúmur meirihluti, 59 prósent, segist vera tilbúinn að taka þátt í verkfalli í könnun MMR.

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum, 74 prósent, segja það réttlætanlegt að ákveðnar starfsstéttir beiti verkfalli á næstu misserum til að ýta eftir bættum starfskjörum. Rúmur meirihluti, 59 prósent, er  tilbúinn að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín og/eða annarra. Þetta kemur fram í niðurstöður nýrrar könnunar MMR, sem framkvæmd var dagana 15.-21. nóvember 2018.

Mynd: MMR

Stjórnendur og embættismenn mótfallnir verkfallsaðgerðum

Stjórnendur og æðstu embættismenn reyndust líklegastir allra starfsstétta til að vera mótfallin verkfallsaðgerðum en einungis 37 prósent þeirra sögðu þau réttlætanleg í kjarabaráttu starfsstétta. Þá voru þeir tekjuhæstu 66 prósent ólíklegri en aðrir til að vera segja verkföll réttlætanleg. Námsmenn reyndust hins vegar líklegastir til að vera fylgjandi eða 84 prósent. 

Auglýsing

Stuðningsfólk Flokks fólksins, 97 prósent og Pírata, 96 prósent, reyndist líklegast til að segja verkföll réttlætanleg miðað við aðstæður á vinnumarkaði. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks 29 prósent og Miðflokks 61 prósent reyndust ólíklegust til að telja notkun verkfalla réttlætanlega í kjarabaráttu starfsstétta.

Stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins ólíklegast til að segjast tilbúið í verkfall

Stuðningsfólk Flokks fólksins 94 prósent var líklegast allra til að segjast tilbúið að taka þátt í verkfalli til að bæta starfskjör sín og/eða annarra en stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks 22 prósent, Viðreisnar 44 prósent og Framsóknarflokks 49 prósent reyndist ólíklegast.

Þegar litið er til stöðu á vinnumarkaði voru námsmenn, 72 prósent, bændur, sjó-, iðn-, véla og verkafólk 66 prósent og þjónustu-, skrifstofufólk og tæknar, 64 prósent líklegastir allra til að segjast tilbúnir þátttöku í verkfallsaðgerðum en stjórnendur og æðstu embættismenn 21 prósent ólíklegastir. 

Meirihluti Íslendinga reiðbúinn að fara í verkfall til að bæta kjör Mynd: MMR

Fjöldi þeirra sem kváðust reiðubúin að fara í verkfall til að bæta starfskjör sín og annarra fór minnkandi með aukinni menntun og heimilistekjum. Þá minnkuðu líkur á að svarendur voru tilbúnir að ganga til verkfalls samhliða aukinni menntun og tekjum.

Konur, landsbyggðin og unga fólkið jákvæðari gagnvart verkfalli

Jákvæðni gagnvart réttlætanleika verkfalla fór minnkandi með auknum aldri en 84 prósent  svarenda á aldrinum 18-29 ára sagði aðstæður með þeim hætti að verkföll væru réttlætanleg, samanborið við 74 prósent þeirra 30-49 ára, 70 prósent þeirra 50-67 ára og 56 prósent þeirra 68 ára og eldri. Yngri svarendur voru líka líklegri til að segjast tilbúnir að taka þátt í verkfalli en þeir eldri . 

Svarendur á landsbyggðinni, 77 prósent, reyndust 7 prósent  líklegri en íbúar höfuðborgarsvæðisins til að segjast telja verkföll réttlætanleg. Þeir reyndust einnig  10 prósent líklegri til að segjast tilbúnir að taka þátt í verkfalli heldur en þeir búsettir á höfuðborgarsvæðinu

Konur reyndust talsvert líklegri en karlar að segja aðstæður á vinnumarkaði vera með þeim hætti að réttlætanlegt sé fyrir ákveðnir starfsstéttir að beita verkfalli á næstu misserum til að ýta á bætt starfskjör.  Konur voru einnig líklegri til að segjast tilbúnar að fara í verkafall til bæta starfskjör sín .

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent