Miðflokkurinn fellur í fylgi

Fylgi Miðflokksins mælist nú átta prósent en fyrir birtingu klaustursupptakanna mældist fylgi flokksins 13 prósent. Fylgi Flokks fólksins mælist hins vegar það sama og fyrir birtingu upptakanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Fylgi Mið­flokks­ins féll um fimm pró­sentu­stig eftir að klaust­urs­upp­tök­urnar voru gerðar opin­berar í fjöl­miðl­um. Fylgi Flokks fólks­ins stóð hins vegar í stað sam­kvæmt Þjóð­ar­púlsi Gallup. Könn­un­in var gerð 3. nóv­em­ber til 2. des­em­ber. 

Fjórir þing­menn Mið­flokks­ins og tveir þing­menn Flokks fólks­ins urðu upp­vísir að því að sví­virða aðra þing­menn, einkum kon­ur, og minni­hluta­hópa á barnum Klaust­ur, þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Samræðurnar voru teknar upp og mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu.

Í síð­ustu viku, áður en upp­tök­urnar af Klaustri voru birtar, var fylgi Mið­flokks­ins 13 pró­sent en nú mælist það átta pró­sent. ­Flokkur fólks­ins mælist með sex pró­senta fylgi í könnun Gallups og er ekki mark­tækur munur á fylgi hans síðan Klaust­ur­s-­málið kom upp.

Auglýsing

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur en stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með mest fylgi, 24 pró­sent og Sam­fylk­ingin næst mest, 19 pró­sent. Vinstri græn mæl­ast með 11 pró­sent og Píratar rúm 10 pró­sent. Við­reisn er með tæp tíu pró­sent og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sjö.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina minnkar um fjögur pró­sentu­stig á milli mán­aða, sam­kvæmt könn­un­inni. Rúm­lega 46 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu segj­ast styðja hana. Litlar breyt­ingar hafa verið að fylgi flokka milli mán­aða og ekki töl­fræði­lega mark­tæk­ar.

Íslend­ingar eru hlynntir afsögn alþing­is­mann­anna sex

Á milli 74 pró­sent og 91 pró­sent Íslendinga eru hlynnt afsögn alþingismannanna sex, sam­kvæmt nýrri könnun Mask­ín­u-­rann­sókna. Flestum finnst að Gunnar Bragi Sveins­son þing­maður Mið­flokks­ins eigi að segja af sér en næstum jafn háu hlut­falli finnst að Berg­þór Óla­son eigi einnig að gera það. Rétt innan við þremur af hverjum fjórum finnst að Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, einnig þing­maður Mið­flokks­ins, eigi að segja af sér þing­mennsku en það er lægsta hlut­fall­ið.

Mynd: Maskína-rannsóknir

Í öllum til­vikum finnst miklum meiri­hluta lands­manna að allir þing­menn­irnir ættu að hverfa til ann­arra starfa. Konur voru hlynnt­ari afsögn þing­mann­anna en karlar. Þeir sem eru eldri en 50 ára eru umburð­ar­lynd­ari gagn­vart því að þing­menn­irnir séu áfram á þing­i. 

Af öllum flokkum þá voru þeir sem kusu í Miðflokkinn í síð­ustu alþing­is­kosn­ingu, þeir sem síst vildu kalla eftir afsögn sex­menn­ing­ana.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent