„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“

Þingmaður Miðflokksins og formaður flokksins segist hafa verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en hann hafi tölu á. Hann minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins og þing­maður flokks­ins, segir að hann hafi verið kall­aður fleiri ljótum nöfnum en hann hafi tölu á. Hann minn­ist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kall­aður ofbeld­is­mað­ur. „Ekk­ert sem um mig hefur verið sagt í póli­tík hefur sært mig eins mik­ið.“ Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag. 

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ist hafa verið „of­boðs­lega“ ósátt við það tal þing­manna, sem gert var opin­bert með upp­tök­unum frá Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. „Þetta er algjört ofbeld­i,“ sagði Lilja í við­tali við Einar Þor­steins­son, frétta­mann RÚV og Kast­ljóss, í gær­kvöld­i. 

Hún seg­ist hafa bognað þegar allra gróf­ustu ummæl­in, um hana sjálfa, komu fram. „Ég svaf ekk­ert aðfar­arnótt þriðju­dags,“ sagði Lilja og sagði rík­is­stjórn­ar­fund, sem fram fór á þriðju­dags­morg­un, hafa verið erf­ið­an. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð seg­ist hafa tekið eftir Lilju Alfreðs­dóttur á mennta­skóla­ár­unum í MR og þótt þá strax mikið til hennar koma. Hann hafi þó ekki kynnst henni almenni­lega fyrr en árið 2009 þegar hún hafi reynst honum vel í for­manns­kjöri í Fram­sókn­ar­flokkn­um.

„Lilja er klár, hríf­andi og dug­leg mann­eskja og hef ég aldrei farið leynt með þá skoðun mína á henni við nokkurn mann. Við unnum náið og vel sam­an. Eitt af því sem gerði sam­starf okkar far­sælt er að við erum að mörgu leyti ólík. Hún er skipu­lögð, ég er það síð­ur, hún hefur afburða­góða sam­skipta­hæfni á meðan ég er heldur feim­inn að eðl­is­fari og í hrein­skilni sagt, á köflum klaufa­legur í sam­skipt­um.

Það að vera fyrrum for­sæt­is­ráð­herra og for­maður flokks á Alþingi gerir engan full­kom­inn, því fer fjarri. Ég er fyrst og fremst mann­legur og þarf að takast á að við eigin galla á hverjum degi með það að eilífð­ar­mark­miði að læra af reynsl­unni, draga úr göll­unum og auka við kost­ina,“ segir hann. 

Sig­mundur Davíð tekur það fram að Lilja sé vinur hans og það sem hafi reynst honum erf­ið­ast við þau mál sem hafa verið til umræðu að und­an­förnu hafi verið að særa vini sína. Hann seg­ist því skilja vel reiði Lilju.

Vildi segja Lilju betur frá heild­ar­mynd­inni

„Mér þótti líka leitt að sjá Lilju halda því fram að ég hefði ekki haft sam­band við hana. Ég sendi henni skeyti með afsök­un­ar­beiðni til að reyna að koma á sam­skipt­um. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra mann­eskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig lang­aði að hitta hana. Hún afþakk­aði það boð að sinni.

Ég var vita­skuld miður mín yfir þessu öllu og vildi tala við Lilju um það beint, enda var mitt að gera það. Auk þess að ítreka afsök­un­ar­beiðni hefði ég viljað segja Lilju betur frá heild­ar­mynd sam­ræðn­anna þetta kvöld. Því miður hafa bútar verið klipptir úr upp­tök­unum á þann hátt að heild­ar­mynd og sam­hengi riðl­ast. Það á meðal ann­ars við um þann þátt sem snýr að Lilju,“ segir Sig­mundur Davíð í face­book-­færslu sinn­i. 

Orð um mann­kost­ina ekki verið birt

Sig­mundur Davíð heldur áfram og segir að áður hafi hann verið búinn að hafa mörg orð um mann­kosti Lilju og kallað hana frá­bæra eins og alltaf þegar hann tali um hana. Þau orð hafi hins vegar ekki verið birt. Fram hafi farið löng umræða um Fram­sókn­ar­flokk­inn og að menn­irnir sem stjórn­uðu þeim flokki hafi látið Lilju ekki njóta sann­mæl­is, þeir hafi látið hana draga vagn­inn í kosn­inga­bar­átt­unni en ekki virt hana sem skyldi. Allir hafi ver­ið ­með­vit­aðir um hversu mikið álit hann hafi á Lilju enda hafi hann leit­ast við að und­an­skilja hana í gagn­rýni á rík­is­stjórn­ina.

„Fyrir vikið hef ég verið sagður hlífa henni um of og að ég léti hana spila með mig um leið og hún spil­aði á fram­sókn­ar­menn­ina. Í einka­sam­tal­inu sem tekið var upp og dreift er sótt að mér fyrir að halda hlífi­skildi yfir Lilju. Þar tek ég undir að henni sé ekki treystandi póli­tískt. Nýlegir atburðir höfðu áhrif það. Ég nefni einnig að ég geti sjálfum mér um kennt sem vísar til þess að ég hafi með skipan hennar rétt Fram­sókn­ar­flokknum líf­lín­u,“ segir hann. 

Skamm­ast sín fyrir að hafa ekki atyrt menn­ina

„Því miður atyrti ég ekki menn sem not­uðu ljót orð í æsingi og skamm­ast mín mikið fyrir það. Ég vona þó að ein­hverjir hafi skiln­ing á því að þegar maður heyrir óþægi­lega eða grófa hluti eru nátt­úru­legu við­brögðin oft þau að láta eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða hlægja vand­ræða­lega,“ segir Sig­mundur Dav­íð. 

Hann segir enn fremur að það að hafa í einka­sam­tali sagt um annan stjórn­mála­mann í öðrum flokki að ekki væri hægt að treysta honum póli­tískt og við­ur­kenna að við­kom­andi hefði spilað með hann rétt­lætti von­andi ekki slíkan stimp­il.

Með því seg­ist hann ekki vera að afsaka með neinum hætti þær umræður sem urðu þetta kvöld og geti hann ekki lýst því hversu miður sín hann sé yfir þeim og þeirri atburða­rás sem hefur orð­ið.

Lilju Alfreðs­dóttur óskar hann alls hins besta hér eftir sem hingað til. „Mér þykir mjög vænt um hana og ber mikla virð­ingu fyrir henni sem mann­eskju og stjórn­mála­mann­i,“ segir hann. 

Lilju Alfreðs­dóttur tók ég eftir á mennta­skóla­ár­unum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynnt­ist henni ekki...

Posted by Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son on Thurs­day, Decem­ber 6, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent