Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, verða því áfram 4,5 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Sam­kvæmt nýlega birtum þjóð­hags­reikn­ingum var hag­vöxtur 5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins sem er lít­il­lega meira en Seðla­bank­inn gerði ráð fyrir í nóv­em­ber­spá sinni.

Verð­bólga hefur auk­ist eftir því sem liðið hefur á árið í takt við spá bank­ans og mæld­ist 3,3 pró­sent í nóv­em­ber. Vegur þar þyngst mikil hækkun inn­flutn­ings­verðs und­an­farna mán­uði en gengi krón­unnar hefur lækkað um lið­lega 11 pró­sent frá ára­mót­um.

Auglýsing

„Þessi geng­is­lækkun og áhyggjur af kom­andi kjara­samn­ingum hafa komið fram í vænt­ingum um frek­ari aukn­ingu verð­bólgu. Taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar, eins og það mælist í raun­vöxtum Seðla­bank­ans, hefur því heldur losnað á ný. Á móti koma vís­bend­ingar um að spenna haldi áfram að minnka á næst­unni. Þá er hækkun verð­bólgu­vænt­inga frá síð­asta fundi enn sem komið er fyrst og fremst bundin við skamm­tíma­vænt­ingar og hægt hefur á lækkun gengis krón­unn­ar.

Nýlega var til­kynnt að til stæði að losa síð­asta hluta aflandskrónu­eigna sem lok­uð­ust inni við inn­leið­ingu fjár­magns­hafta í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Ekki er eðli­legt að úrlausn slíks for­tíð­ar­vanda lækki gengi krón­unnar og því mun Seðla­bank­inn grípa inn í á gjald­eyr­is­mark­aði í sam­ræmi við fyrri yfir­lýs­ing­ar. Í því sam­hengi mun hann einnig horfa til þess að vís­bend­ingar eru um að geng­is­lækk­unin und­an­farið hafi fært raun­gengið niður fyrir jafn­væg­is­gildi sitt,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í henni kemur jafn­framt fram að pen­inga­stefnan muni á næst­unni ráð­ast af sam­spili minni spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um, launa­á­kvarð­ana og þró­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga.

Pen­inga­stefnu­nefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verð­bólgu við mark­mið til lengri tíma lit­ið. Haldi verð­bólgu­vænt­ingar áfram að hækka og fest­ist í sessi umfram mark­mið mun það kalla á harð­ara taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar. Aðrar ákvarð­an­ir, einkum á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­mál­um, hafa þá áhrif á hversu mik­ill fórn­ar­kostn­aður verður í lægra atvinnustigi, segir í til­kynn­ingu seðla­bank­ans. 

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent