Stýrivextir óbreyttir og verða áfram 4,5 prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vextir bank­ans, vextir á sjö daga bundnum inn­lán­um, verða því áfram 4,5 pró­sent. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Sam­kvæmt nýlega birtum þjóð­hags­reikn­ingum var hag­vöxtur 5 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins sem er lít­il­lega meira en Seðla­bank­inn gerði ráð fyrir í nóv­em­ber­spá sinni.

Verð­bólga hefur auk­ist eftir því sem liðið hefur á árið í takt við spá bank­ans og mæld­ist 3,3 pró­sent í nóv­em­ber. Vegur þar þyngst mikil hækkun inn­flutn­ings­verðs und­an­farna mán­uði en gengi krón­unnar hefur lækkað um lið­lega 11 pró­sent frá ára­mót­um.

Auglýsing

„Þessi geng­is­lækkun og áhyggjur af kom­andi kjara­samn­ingum hafa komið fram í vænt­ingum um frek­ari aukn­ingu verð­bólgu. Taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar, eins og það mælist í raun­vöxtum Seðla­bank­ans, hefur því heldur losnað á ný. Á móti koma vís­bend­ingar um að spenna haldi áfram að minnka á næst­unni. Þá er hækkun verð­bólgu­vænt­inga frá síð­asta fundi enn sem komið er fyrst og fremst bundin við skamm­tíma­vænt­ingar og hægt hefur á lækkun gengis krón­unn­ar.

Nýlega var til­kynnt að til stæði að losa síð­asta hluta aflandskrónu­eigna sem lok­uð­ust inni við inn­leið­ingu fjár­magns­hafta í kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar. Ekki er eðli­legt að úrlausn slíks for­tíð­ar­vanda lækki gengi krón­unnar og því mun Seðla­bank­inn grípa inn í á gjald­eyr­is­mark­aði í sam­ræmi við fyrri yfir­lýs­ing­ar. Í því sam­hengi mun hann einnig horfa til þess að vís­bend­ingar eru um að geng­is­lækk­unin und­an­farið hafi fært raun­gengið niður fyrir jafn­væg­is­gildi sitt,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Í henni kemur jafn­framt fram að pen­inga­stefnan muni á næst­unni ráð­ast af sam­spili minni spennu í þjóð­ar­bú­skapn­um, launa­á­kvarð­ana og þró­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga.

Pen­inga­stefnu­nefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verð­bólgu við mark­mið til lengri tíma lit­ið. Haldi verð­bólgu­vænt­ingar áfram að hækka og fest­ist í sessi umfram mark­mið mun það kalla á harð­ara taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar. Aðrar ákvarð­an­ir, einkum á vinnu­mark­aði og í rík­is­fjár­mál­um, hafa þá áhrif á hversu mik­ill fórn­ar­kostn­aður verður í lægra atvinnustigi, segir í til­kynn­ingu seðla­bank­ans. 

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent