Vantrausttillaga gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, var felld í breska þinginu í kvöld, en skömmu áður en tillagan var borin upp til atkvæða hafði hún lýst því yfir, að hún hygðist hætta í lok kjörtímabilsins, árið 2022.
Tvö hundruð þingmenn greiddu atkvæði að May héldi áfram en 117 samþykktu vantraust.
Ástæða vantrauststillögunnar var Brexit, en umræða um málið hefur einkennst af miklum deilum í þinginu. Óánægja hefur verið með stöðu málsins innan Íhaldsflokksins.
Staðfest hafa verið lög í Bretlandi, þar sem ráð er fyrir því gert að Bretland gangi formlega úr Evrópusambandinu 29. mars klukkan 23:00.
Samningur um Brexit, og forsendurnar sem liggja munu fyrir við útgöngu, hefur ekki verið samþykktur í þinginu. Undanfarnar vikur hafa einkennst af miklum deilum, ekki síst innan Íhaldsflokksins, flokks forsætisráðherra.