45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.

Sigurður Hannesson.
Auglýsing

„Fram kemur í hvít­bók­inni að með­al­vextir útlána íslensku bank­anna voru í fyrra 5,8% en með­al­vextir skulda bank­anna 3,2%. Á því ári var því 2,6 pró­sentu­stiga munur á með­al­tals­vöxtum vaxta­ber­andi eigna og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagn­ing íslensku bank­anna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bank­anna skýr­ast því að mjög stórum hluta af þess­ari háu álagn­ingu þeirra.“

Þetta segir dr. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, í grein í Frétta­blað­inu í dag, þar sem hann fjallar um hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið, sem kynnt var á dög­un­um. Yfir­skrift grein­ar­innar er; Ríkið getur lækkað vexti.

Hann segir í grein­inni að það sé íslenska rík­is­ins að hag­ræða í banka­kerf­inu, þar sem það er eig­andi þess að stærstum hluta. Með því móti megi bæta kjör, stuðla að meiri skil­virkni og auka verð­mæta­sköpun í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Í hvít­bók­inni er rætt um hvað skýri þessa álagn­ingu íslensku bank­anna. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum skýrir rekstr­ar­kostn­að­ur, sem að helm­ingi er launa­kostn­að­ur, álagn­ing­una að mestu. Auk þess skýra sér­tækir skattar og tölu­vert miklar eig­in­fjár­kröfur álagn­ing­una.

Grein­ingin er áhuga­verð því hún sýnir hvaða leiðir megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta sam­keppn­is­hæfni íslensks efna­hags­lífs. Íslensku bank­arnir eru að mestu í eigu rík­is­ins auk þess sem ríkið mótar laga- og reglu­gerð­ar­um­gjörð þeirra. Það er rík­is­ins, sem eig­anda bank­anna, að beita sér fyrir því að hag­ræða og auka skil­virkni í banka­þjón­ustu og skapa þannig skil­yrði fyrir lægri inn­lendum vöxtum til hags­bóta fyrir íslensk fyr­ir­tæki og heim­il­i,“ segir Sig­urð­ur.

Íslenska ríkið er 100 pró­sent eig­andi Íslands­banka og ríf­lega 98 pró­sent eig­andi Lands­bank­ans. Auk þess á ríkið Íbúða­lána­sjóð, og er þannig eig­andi og ábyrgð­ar­að­ili um 70 til 80 pró­sent af fjár­mála­kerfi lands­ins.

Sam­an­lagt eigið fé Íslands­banka og Lands­bank­ans er um 450 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir bank­anna, aðal­lega útlán, upp á ríf­lega tvö þús­und millj­arða.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent