45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.

Sigurður Hannesson.
Auglýsing

„Fram kemur í hvít­bók­inni að með­al­vextir útlána íslensku bank­anna voru í fyrra 5,8% en með­al­vextir skulda bank­anna 3,2%. Á því ári var því 2,6 pró­sentu­stiga munur á með­al­tals­vöxtum vaxta­ber­andi eigna og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagn­ing íslensku bank­anna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bank­anna skýr­ast því að mjög stórum hluta af þess­ari háu álagn­ingu þeirra.“

Þetta segir dr. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, í grein í Frétta­blað­inu í dag, þar sem hann fjallar um hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið, sem kynnt var á dög­un­um. Yfir­skrift grein­ar­innar er; Ríkið getur lækkað vexti.

Hann segir í grein­inni að það sé íslenska rík­is­ins að hag­ræða í banka­kerf­inu, þar sem það er eig­andi þess að stærstum hluta. Með því móti megi bæta kjör, stuðla að meiri skil­virkni og auka verð­mæta­sköpun í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Í hvít­bók­inni er rætt um hvað skýri þessa álagn­ingu íslensku bank­anna. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum skýrir rekstr­ar­kostn­að­ur, sem að helm­ingi er launa­kostn­að­ur, álagn­ing­una að mestu. Auk þess skýra sér­tækir skattar og tölu­vert miklar eig­in­fjár­kröfur álagn­ing­una.

Grein­ingin er áhuga­verð því hún sýnir hvaða leiðir megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta sam­keppn­is­hæfni íslensks efna­hags­lífs. Íslensku bank­arnir eru að mestu í eigu rík­is­ins auk þess sem ríkið mótar laga- og reglu­gerð­ar­um­gjörð þeirra. Það er rík­is­ins, sem eig­anda bank­anna, að beita sér fyrir því að hag­ræða og auka skil­virkni í banka­þjón­ustu og skapa þannig skil­yrði fyrir lægri inn­lendum vöxtum til hags­bóta fyrir íslensk fyr­ir­tæki og heim­il­i,“ segir Sig­urð­ur.

Íslenska ríkið er 100 pró­sent eig­andi Íslands­banka og ríf­lega 98 pró­sent eig­andi Lands­bank­ans. Auk þess á ríkið Íbúða­lána­sjóð, og er þannig eig­andi og ábyrgð­ar­að­ili um 70 til 80 pró­sent af fjár­mála­kerfi lands­ins.

Sam­an­lagt eigið fé Íslands­banka og Lands­bank­ans er um 450 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir bank­anna, aðal­lega útlán, upp á ríf­lega tvö þús­und millj­arða.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent