45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.

Sigurður Hannesson.
Auglýsing

„Fram kemur í hvít­bók­inni að með­al­vextir útlána íslensku bank­anna voru í fyrra 5,8% en með­al­vextir skulda bank­anna 3,2%. Á því ári var því 2,6 pró­sentu­stiga munur á með­al­tals­vöxtum vaxta­ber­andi eigna og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagn­ing íslensku bank­anna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bank­anna skýr­ast því að mjög stórum hluta af þess­ari háu álagn­ingu þeirra.“

Þetta segir dr. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, í grein í Frétta­blað­inu í dag, þar sem hann fjallar um hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerfið, sem kynnt var á dög­un­um. Yfir­skrift grein­ar­innar er; Ríkið getur lækkað vexti.

Hann segir í grein­inni að það sé íslenska rík­is­ins að hag­ræða í banka­kerf­inu, þar sem það er eig­andi þess að stærstum hluta. Með því móti megi bæta kjör, stuðla að meiri skil­virkni og auka verð­mæta­sköpun í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

„Í hvít­bók­inni er rætt um hvað skýri þessa álagn­ingu íslensku bank­anna. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum skýrir rekstr­ar­kostn­að­ur, sem að helm­ingi er launa­kostn­að­ur, álagn­ing­una að mestu. Auk þess skýra sér­tækir skattar og tölu­vert miklar eig­in­fjár­kröfur álagn­ing­una.

Grein­ingin er áhuga­verð því hún sýnir hvaða leiðir megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta sam­keppn­is­hæfni íslensks efna­hags­lífs. Íslensku bank­arnir eru að mestu í eigu rík­is­ins auk þess sem ríkið mótar laga- og reglu­gerð­ar­um­gjörð þeirra. Það er rík­is­ins, sem eig­anda bank­anna, að beita sér fyrir því að hag­ræða og auka skil­virkni í banka­þjón­ustu og skapa þannig skil­yrði fyrir lægri inn­lendum vöxtum til hags­bóta fyrir íslensk fyr­ir­tæki og heim­il­i,“ segir Sig­urð­ur.

Íslenska ríkið er 100 pró­sent eig­andi Íslands­banka og ríf­lega 98 pró­sent eig­andi Lands­bank­ans. Auk þess á ríkið Íbúða­lána­sjóð, og er þannig eig­andi og ábyrgð­ar­að­ili um 70 til 80 pró­sent af fjár­mála­kerfi lands­ins.

Sam­an­lagt eigið fé Íslands­banka og Lands­bank­ans er um 450 millj­arðar króna, og heild­ar­eignir bank­anna, aðal­lega útlán, upp á ríf­lega tvö þús­und millj­arða.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent