Til sjávar og sveita ýtt úr vör

Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.

Photo 12-12-2018, 11 08 34.jpg
Auglýsing

Til sjávar og sveita er fyrsti við­skipta­hrað­all­inn á Íslandi sem ein­blínir á nýjar lausnir og sjálf­bæra verð­mæta­sköpun í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, en honum var ýtt úr vör í morg­un­. Icelandic Startups hefur í sam­starfi við Íslenska Sjáv­ar­kla­s­ann komið á fót Til sjávar og sveita ­með full­tingi IKEA á Íslandi, Mat­ar­auðs Íslands, HB Granda og Land­bún­að­ar­kla­s­ans.

Opn­un­ar­við­burður hrað­als­ins fór fram á veit­inga­stað IKEA í Kaup­túni en Krist­ján Þór Júl­í­us­son, Land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra opn­aði form­lega fyrir umsókn­ir. 

„Það eru í raun lítil tak­mörk fyrir því hvað hægt er að ná fram ef við búum svo um hnút­ana að fólk með góðar hug­mynd­ir, frum­kvöðl­ar, fái að njóta sín,“ ­sagði Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, en hann og Þór Sig­fús­son, stofn­andi Sjáv­ar­kla­sans, fluttu erindi við opn­un­ina.

Auglýsing

Auk þess sem Ingi Björn Sig­urðs­son, verk­efna­stjóri hjá Icelandic Startups sagði frá fyr­ir­komu­lagi hrað­als­ins. 

Loks kynntu frum­kvöðl­arnir frá Jurt Hydropon­ics fyrstu vöru sína, Nor­dic Wasa­bi, sem er hreint wasabi ræktað á sjálf­bæran máta á Íslandi.

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.

Í gegnum þessa bak­hjarla fá fyr­ir­tækin aðgang að tengsla­neti og fag­þekk­ingu sem á engan sinn líka á Ísland­i. Ætl­unin er að hrað­all­inn verði upp­spretta nýrra vara og þjón­ustu og varpi ljósi á þau tæki­færi sem fel­ast í sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda á Ísland­i. Við­skipta­heim­ur­inn er að taka örum breyt­ingum en vaxt­ar­tæki­færi íslensks atvinnu­lífs fel­ast í auð­lindum og hug­viti með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Mark­miðið með hraðl­inum er þannig að aðstoða frum­kvöðla við að byggja upp næstu kyn­slóð fyr­ir­tækja í fremsta flokki land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs, að því er fram kemur í til­kynn­ing­u. 

Til sjávar og sveita hefst í mars á næsta ári og stendur yfir í níu vik­ur. Allt að tíu teymi verða valin og  fá aðgang að full­bú­inni vinnu­að­stöðu á tíma­bil­inu auk stuðn­ings og sér­þekk­ingar til að vinna að mark­miðum sín­um. Þau fá jafn­framt ráð­gjöf og aðstoð frá reyndum sér­fræð­ing­um, fjár­festum og frum­kvöðlum úr atvinnu­líf­inu meðan á hraðl­inum stend­ur. Að lokum verður hald­inn Upp­skeru­dagur þar sem teymin kynna hug­myndir sínar fyrir fjár­festum og öðru áhrifa­fólki úr atvinnu­líf­inu.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent