Til sjávar og sveita ýtt úr vör

Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.

Photo 12-12-2018, 11 08 34.jpg
Auglýsing

Til sjávar og sveita er fyrsti við­skipta­hrað­all­inn á Íslandi sem ein­blínir á nýjar lausnir og sjálf­bæra verð­mæta­sköpun í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, en honum var ýtt úr vör í morg­un­. Icelandic Startups hefur í sam­starfi við Íslenska Sjáv­ar­kla­s­ann komið á fót Til sjávar og sveita ­með full­tingi IKEA á Íslandi, Mat­ar­auðs Íslands, HB Granda og Land­bún­að­ar­kla­s­ans.

Opn­un­ar­við­burður hrað­als­ins fór fram á veit­inga­stað IKEA í Kaup­túni en Krist­ján Þór Júl­í­us­son, Land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra opn­aði form­lega fyrir umsókn­ir. 

„Það eru í raun lítil tak­mörk fyrir því hvað hægt er að ná fram ef við búum svo um hnút­ana að fólk með góðar hug­mynd­ir, frum­kvöðl­ar, fái að njóta sín,“ ­sagði Þór­ar­inn Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, en hann og Þór Sig­fús­son, stofn­andi Sjáv­ar­kla­sans, fluttu erindi við opn­un­ina.

Auglýsing

Auk þess sem Ingi Björn Sig­urðs­son, verk­efna­stjóri hjá Icelandic Startups sagði frá fyr­ir­komu­lagi hrað­als­ins. 

Loks kynntu frum­kvöðl­arnir frá Jurt Hydropon­ics fyrstu vöru sína, Nor­dic Wasa­bi, sem er hreint wasabi ræktað á sjálf­bæran máta á Íslandi.

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.

Í gegnum þessa bak­hjarla fá fyr­ir­tækin aðgang að tengsla­neti og fag­þekk­ingu sem á engan sinn líka á Ísland­i. Ætl­unin er að hrað­all­inn verði upp­spretta nýrra vara og þjón­ustu og varpi ljósi á þau tæki­færi sem fel­ast í sjálf­bærri nýt­ingu auð­linda á Ísland­i. Við­skipta­heim­ur­inn er að taka örum breyt­ingum en vaxt­ar­tæki­færi íslensks atvinnu­lífs fel­ast í auð­lindum og hug­viti með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Mark­miðið með hraðl­inum er þannig að aðstoða frum­kvöðla við að byggja upp næstu kyn­slóð fyr­ir­tækja í fremsta flokki land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs, að því er fram kemur í til­kynn­ing­u. 

Til sjávar og sveita hefst í mars á næsta ári og stendur yfir í níu vik­ur. Allt að tíu teymi verða valin og  fá aðgang að full­bú­inni vinnu­að­stöðu á tíma­bil­inu auk stuðn­ings og sér­þekk­ingar til að vinna að mark­miðum sín­um. Þau fá jafn­framt ráð­gjöf og aðstoð frá reyndum sér­fræð­ing­um, fjár­festum og frum­kvöðlum úr atvinnu­líf­inu meðan á hraðl­inum stend­ur. Að lokum verður hald­inn Upp­skeru­dagur þar sem teymin kynna hug­myndir sínar fyrir fjár­festum og öðru áhrifa­fólki úr atvinnu­líf­inu.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent