Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV

Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.

ruv-i-desember_15997511475_o.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefnd­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, mun nefndin ekki taka kvörtun Magn­úsar Ragn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sölu­sviðs Sím­ans, ­vegna meintra dul­inna aug­lýs­inga í frétta­tíma RÚV 1. októ­ber síð­ast­lið­inn til frek­ari með­ferð­ar. 

Í kvörtun­inni sagði að form­lega væri óskað rann­sóknar á óeðli­legum tengslum aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings hjá Rík­is­út­varp­inu sjón­varpi. Til stuðn­ings kröf­unni var vísað til birt­ingar fréttar um Hafn­ar­torg í aðal­frétta­tíma sjón­varps þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá var í kvörtun­inni vísað til til­tek­inna atvika og rakið hvers vegna kvart­andi teldi frétt­ina brjóta gegn banni við duldum aug­lýs­ing­um. 

Á fundi fjöl­miðla­nefnd­ar, sem hald­inn var 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn, fjall­aði nefndin um fram­an­greinda kvörtun og svör Rík­is­út­varps­ins vegna henn­ar. Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar kemur fram að að teknu til­liti til umræddrar frétt­ar, svara Rík­is­út­varp­ins og fyr­ir­liggj­andi gagna telji nefndin ekk­ert fram komið sem bendi til óeðli­legra tengsla aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins. Því sé það nið­ur­staða nefnd­ar­innar að kvörtunin gefi ekki til­efni til frek­ari með­ferðar hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, sagði þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn að um hreinan atvinnuróg væri að ræða. Í kvörtun Magn­úsar væri að finna raka­lausar dylgjur og hug­ar­burð. „­Sjálf­stæði frétta­stofu RÚV gagn­vart öðrum deildum fyr­ir­tæk­is­ins er algert og engin dæmi þess að eld­vegg­ur­inn milli frétta­stofu og aug­lýs­inga­deildar hafi verið rof­inn,“ sagði hún. 

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent