Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV

Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.

ruv-i-desember_15997511475_o.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefnd­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, mun nefndin ekki taka kvörtun Magn­úsar Ragn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sölu­sviðs Sím­ans, ­vegna meintra dul­inna aug­lýs­inga í frétta­tíma RÚV 1. októ­ber síð­ast­lið­inn til frek­ari með­ferð­ar. 

Í kvörtun­inni sagði að form­lega væri óskað rann­sóknar á óeðli­legum tengslum aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings hjá Rík­is­út­varp­inu sjón­varpi. Til stuðn­ings kröf­unni var vísað til birt­ingar fréttar um Hafn­ar­torg í aðal­frétta­tíma sjón­varps þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá var í kvörtun­inni vísað til til­tek­inna atvika og rakið hvers vegna kvart­andi teldi frétt­ina brjóta gegn banni við duldum aug­lýs­ing­um. 

Á fundi fjöl­miðla­nefnd­ar, sem hald­inn var 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn, fjall­aði nefndin um fram­an­greinda kvörtun og svör Rík­is­út­varps­ins vegna henn­ar. Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar kemur fram að að teknu til­liti til umræddrar frétt­ar, svara Rík­is­út­varp­ins og fyr­ir­liggj­andi gagna telji nefndin ekk­ert fram komið sem bendi til óeðli­legra tengsla aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins. Því sé það nið­ur­staða nefnd­ar­innar að kvörtunin gefi ekki til­efni til frek­ari með­ferðar hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, sagði þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn að um hreinan atvinnuróg væri að ræða. Í kvörtun Magn­úsar væri að finna raka­lausar dylgjur og hug­ar­burð. „­Sjálf­stæði frétta­stofu RÚV gagn­vart öðrum deildum fyr­ir­tæk­is­ins er algert og engin dæmi þess að eld­vegg­ur­inn milli frétta­stofu og aug­lýs­inga­deildar hafi verið rof­inn,“ sagði hún. 

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent