Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV

Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.

ruv-i-desember_15997511475_o.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefnd­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, mun nefndin ekki taka kvörtun Magn­úsar Ragn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sölu­sviðs Sím­ans, ­vegna meintra dul­inna aug­lýs­inga í frétta­tíma RÚV 1. októ­ber síð­ast­lið­inn til frek­ari með­ferð­ar. 

Í kvörtun­inni sagði að form­lega væri óskað rann­sóknar á óeðli­legum tengslum aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings hjá Rík­is­út­varp­inu sjón­varpi. Til stuðn­ings kröf­unni var vísað til birt­ingar fréttar um Hafn­ar­torg í aðal­frétta­tíma sjón­varps þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá var í kvörtun­inni vísað til til­tek­inna atvika og rakið hvers vegna kvart­andi teldi frétt­ina brjóta gegn banni við duldum aug­lýs­ing­um. 

Á fundi fjöl­miðla­nefnd­ar, sem hald­inn var 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn, fjall­aði nefndin um fram­an­greinda kvörtun og svör Rík­is­út­varps­ins vegna henn­ar. Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar kemur fram að að teknu til­liti til umræddrar frétt­ar, svara Rík­is­út­varp­ins og fyr­ir­liggj­andi gagna telji nefndin ekk­ert fram komið sem bendi til óeðli­legra tengsla aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins. Því sé það nið­ur­staða nefnd­ar­innar að kvörtunin gefi ekki til­efni til frek­ari með­ferðar hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, sagði þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn að um hreinan atvinnuróg væri að ræða. Í kvörtun Magn­úsar væri að finna raka­lausar dylgjur og hug­ar­burð. „­Sjálf­stæði frétta­stofu RÚV gagn­vart öðrum deildum fyr­ir­tæk­is­ins er algert og engin dæmi þess að eld­vegg­ur­inn milli frétta­stofu og aug­lýs­inga­deildar hafi verið rof­inn,“ sagði hún. 

Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent