Fjölmiðlanefnd mun ekki taka fyrir kvörtun Símans vegna fréttaflutnings RÚV

Fjölmiðlanefnd telur að ekkert hafi komið fram sem bendi til óeðlilegra tengsla auglýsingasölu og fréttaflutnings Ríkisútvarpsins.

ruv-i-desember_15997511475_o.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefnd­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, mun nefndin ekki taka kvörtun Magn­úsar Ragn­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sölu­sviðs Sím­ans, ­vegna meintra dul­inna aug­lýs­inga í frétta­tíma RÚV 1. októ­ber síð­ast­lið­inn til frek­ari með­ferð­ar. 

Í kvörtun­inni sagði að form­lega væri óskað rann­sóknar á óeðli­legum tengslum aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings hjá Rík­is­út­varp­inu sjón­varpi. Til stuðn­ings kröf­unni var vísað til birt­ingar fréttar um Hafn­ar­torg í aðal­frétta­tíma sjón­varps þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn. Þá var í kvörtun­inni vísað til til­tek­inna atvika og rakið hvers vegna kvart­andi teldi frétt­ina brjóta gegn banni við duldum aug­lýs­ing­um. 

Á fundi fjöl­miðla­nefnd­ar, sem hald­inn var 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn, fjall­aði nefndin um fram­an­greinda kvörtun og svör Rík­is­út­varps­ins vegna henn­ar. Í nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar kemur fram að að teknu til­liti til umræddrar frétt­ar, svara Rík­is­út­varp­ins og fyr­ir­liggj­andi gagna telji nefndin ekk­ert fram komið sem bendi til óeðli­legra tengsla aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings Rík­is­út­varps­ins. Því sé það nið­ur­staða nefnd­ar­innar að kvörtunin gefi ekki til­efni til frek­ari með­ferðar hjá nefnd­inn­i. 

Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, sagði þann 10. októ­ber síð­ast­lið­inn að um hreinan atvinnuróg væri að ræða. Í kvörtun Magn­úsar væri að finna raka­lausar dylgjur og hug­ar­burð. „­Sjálf­stæði frétta­stofu RÚV gagn­vart öðrum deildum fyr­ir­tæk­is­ins er algert og engin dæmi þess að eld­vegg­ur­inn milli frétta­stofu og aug­lýs­inga­deildar hafi verið rof­inn,“ sagði hún. 

Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent