Már: Kannaði sáttagrundvöll í Samherjamálum og fór að lögum

Seðlabankastjóri segir að hann hafi kannað mögulegan sáttagrundvöll í máli Seðlabankans gegn Samherja.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna Sam­herj­a­máls­ins, þar sem hann rekur hvernig það kom til, að hann hafi látið kanna mögu­leik­ann á því að ljúka mál­inu með sátt.

Hann seg­ist hafa stuðst við lög­fræði­á­lit Gizurar Berg­steins­sonar hrl. þar sem fjallað er um laga­heim­ildir Seðla­bank­ans til að ljúka mál­u­m. 

Hann seg­ist hafa hagað mál­inu í sam­ræmi við lög, og að honum hafi verið skylt að vísa málum til sér­staks sak­sókn­ara.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er, þá er Sam­herj­a­málum lokið en ekki var fall­ist á mála­til­búnað Seðla­bank­ans fyrir dóm­stól­um, og er Sam­herji nú að und­ir­búa skaða­bóta­mál á hendur bank­an­um.

Yfir­lýs­ing Más Guð­munds­sonar er eft­ir­far­andi: „Í við­tölum við fjöl­miðla sunnu­dag­inn 25. nóv­em­ber sl. kom fram í máli mínu að ég hefði látið kanna mögu­leik­ann á því að fara sátta­leið í svoköll­uðu Sam­herj­a­máli í stað þess að kæra málið til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara eins og gert var hinn 10. apríl 2013. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja hf., lét hafa eftir sér í fjöl­miðlum að hann efað­ist um að þetta væri satt. Það er það eigi að síður og er það stutt með því sem hér fer á eft­ir. Þar er að hluta til stuðst við minni, m.a. þar sem ég tek ekki upp mín sím­töl enda er það ólög­legt án vit­undar gagn­að­ila, og tíma tók að draga saman og stað­reyna upp­lýs­ing­ar.

Sum­arið 2012 átti ég sam­töl í síma við Þor­stein Má um stöð­una í Sam­herj­a­mál­inu. Þar barst talið að þeim mögu­leika að málið yrði sett í sátta­ferli sem myndi m.a. fela í sér ein­hverjar þær breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi og verk­lagi hjá Sam­herja sem sköp­uðu traust á því að gjald­eyr­is­skil fyr­ir­tæk­is­ins væru í lagi. Í fram­hald­inu bað ég fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins að kanna þennan mögu­leika. Hún afl­aði lög­fræði­á­lits frá Giz­uri Berg­steins­syni hæsta­rétt­ar­lög­manni, sem dag­sett er 29. ágúst 2012, um laga­heim­ildir Seðla­bank­ans til þess að ljúka málum er varða brot á lögum um gjald­eyr­is­mál með sátt. Í nið­ur­stöðum álits­ins seg­ir: Seðla­banka Íslands er heim­ilt að ljúka máli með sátt hafi máls­að­ili gerst brot­legur við ákvæði laga nr. 87/1992 um gjald­eyr­is­mál eða reglur settar á grund­velli þeirra. Þessi heim­ild er bundin við að ekki sé um að ræða meiri háttar brot, en bank­anum ber að vísa málum vegna slíkra brota til lög­reglu.

Á þessum tíma var frum­rann­sókn Seðla­bank­ans á Sam­herj­a­mál­inu ekki lok­ið. Þegar leið að því um vet­ur­inn fór ég aftur að biðja um athugun á því að ljúka máli Sam­herja með sátt. Það varð til þess að ég átti fund með Giz­uri Berg­steins­syni hrl. og fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins til að fara yfir spurn­ing­una á ný með til­liti til þess lög­fræði­á­lits sem lá fyrir frá því í ágúst 2012 og nið­ur­staðna frum­rann­sókn­ar­inn­ar. Sá fundur var hald­inn eftir ára­mótin 2012/13, að því mig minnir í mars eða snemma í apr­íl. Eftir fund­inn var ljóst að Seðla­bank­inn hafði ekki heim­ildir til að setja málið í sátta­ferli eins og það lá fyrir enda tald­ist málið þá vera meiri­háttar í skiln­ingi laga um gjald­eyr­is­mál. Þvert á móti var það bein­línis emb­ætt­is­skylda mín eins og lögin voru að senda málið áfram til sér­staks sak­sókn­ara. Ég til­kynnti Þor­steini Má í sím­tali þá nið­ur­stöðu en við höfðum verið í síma­sam­bandi um stöðu máls­ins á fyrstu mán­uðum árs­ins 2013.“

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent