Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009

111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.

wow air
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun hefur ekki fengið jafn fjöl­mennar hóp­upp­sagnir og nú eiga í hlut í flug­þjón­ust­unni, síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­upp­sögnum hjá Ístaki hf.

Þetta kemur fram í svari Vinnu­mála­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. ­Sam­kvæmt stofn­un­inni tekur hún saman á fyrsta degi nýs mán­að­ar, þær fjölda­upp­sagnir sem þeim hefur borist mán­uð­inn á undan og í hvaða grein­um.

Í fyrra­dag var 111 fast­ráðnum starfs­­mönnum WOW air sagt upp störfum og ná upp­­sagnir starfs­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Að sama skapi munu samn­ingar við verk­­taka og tíma­bundna starfs­­menn ekki verða end­­ur­nýj­aðir að svo stöddu. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kemur fram að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu upp­­­sögn í fyrra­dag fái tæki­­færi hjá félag­inu að nýju.

Auglýsing

Hóp­upp­sagnir eru skil­greindar í lögum sem upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinn­u, 

  • að minnsta kosti 10 pró­sent starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu og 

  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Skúli Mog­en­­sen for­­stjóri og stofn­andi WOW air sagði fyrra­dag ver­a erf­ið­asta dag­inn­ í sögu WOW air. „Við erum með frá­­­bæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veru­­leika og það er því sorg­­legt að neyð­­ast til að fara í þennan nið­­ur­­skurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en stað­­reyndin er sú að við verðum að snúa við rekstr­inum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið upp­­­bygg­ing­una að nýju,“ sagði Skúli. 

Eftir þessar rekstr­­ar­breyt­ingar munu áfram starfa hátt í þús­und manns hjá félag­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent