Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009

111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.

wow air
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun hefur ekki fengið jafn fjöl­mennar hóp­upp­sagnir og nú eiga í hlut í flug­þjón­ust­unni, síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­upp­sögnum hjá Ístaki hf.

Þetta kemur fram í svari Vinnu­mála­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. ­Sam­kvæmt stofn­un­inni tekur hún saman á fyrsta degi nýs mán­að­ar, þær fjölda­upp­sagnir sem þeim hefur borist mán­uð­inn á undan og í hvaða grein­um.

Í fyrra­dag var 111 fast­ráðnum starfs­­mönnum WOW air sagt upp störfum og ná upp­­sagnir starfs­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Að sama skapi munu samn­ingar við verk­­taka og tíma­bundna starfs­­menn ekki verða end­­ur­nýj­aðir að svo stöddu. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kemur fram að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu upp­­­sögn í fyrra­dag fái tæki­­færi hjá félag­inu að nýju.

Auglýsing

Hóp­upp­sagnir eru skil­greindar í lögum sem upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinn­u, 

  • að minnsta kosti 10 pró­sent starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu og 

  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Skúli Mog­en­­sen for­­stjóri og stofn­andi WOW air sagði fyrra­dag ver­a erf­ið­asta dag­inn­ í sögu WOW air. „Við erum með frá­­­bæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veru­­leika og það er því sorg­­legt að neyð­­ast til að fara í þennan nið­­ur­­skurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en stað­­reyndin er sú að við verðum að snúa við rekstr­inum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið upp­­­bygg­ing­una að nýju,“ sagði Skúli. 

Eftir þessar rekstr­­ar­breyt­ingar munu áfram starfa hátt í þús­und manns hjá félag­inu.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent