Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009

111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.

wow air
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun hefur ekki fengið jafn fjöl­mennar hóp­upp­sagnir og nú eiga í hlut í flug­þjón­ust­unni, síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­upp­sögnum hjá Ístaki hf.

Þetta kemur fram í svari Vinnu­mála­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. ­Sam­kvæmt stofn­un­inni tekur hún saman á fyrsta degi nýs mán­að­ar, þær fjölda­upp­sagnir sem þeim hefur borist mán­uð­inn á undan og í hvaða grein­um.

Í fyrra­dag var 111 fast­ráðnum starfs­­mönnum WOW air sagt upp störfum og ná upp­­sagnir starfs­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Að sama skapi munu samn­ingar við verk­­taka og tíma­bundna starfs­­menn ekki verða end­­ur­nýj­aðir að svo stöddu. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kemur fram að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu upp­­­sögn í fyrra­dag fái tæki­­færi hjá félag­inu að nýju.

Auglýsing

Hóp­upp­sagnir eru skil­greindar í lögum sem upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinn­u, 

  • að minnsta kosti 10 pró­sent starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu og 

  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Skúli Mog­en­­sen for­­stjóri og stofn­andi WOW air sagði fyrra­dag ver­a erf­ið­asta dag­inn­ í sögu WOW air. „Við erum með frá­­­bæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veru­­leika og það er því sorg­­legt að neyð­­ast til að fara í þennan nið­­ur­­skurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en stað­­reyndin er sú að við verðum að snúa við rekstr­inum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið upp­­­bygg­ing­una að nýju,“ sagði Skúli. 

Eftir þessar rekstr­­ar­breyt­ingar munu áfram starfa hátt í þús­und manns hjá félag­inu.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent