Fjölmennustu hópuppsagnir síðan árið 2009

111 fast­ráðnum starfs­mönnum var sagt upp störfum hjá WOW air í vikunni og náðu upp­sagnirnar þvert á fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar við verk­taka og tíma­bundna starfs­menn verða jafnframt ekki end­ur­nýj­aðir. Þetta eru fjölmennustu hópuppsagnir síðan 2009.

wow air
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun hefur ekki fengið jafn fjöl­mennar hóp­upp­sagnir og nú eiga í hlut í flug­þjón­ust­unni, síðan 2009 þegar um 600 manns var sagt upp í tveimur hóp­upp­sögnum hjá Ístaki hf.

Þetta kemur fram í svari Vinnu­mála­stofn­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. ­Sam­kvæmt stofn­un­inni tekur hún saman á fyrsta degi nýs mán­að­ar, þær fjölda­upp­sagnir sem þeim hefur borist mán­uð­inn á undan og í hvaða grein­um.

Í fyrra­dag var 111 fast­ráðnum starfs­­mönnum WOW air sagt upp störfum og ná upp­­sagnir starfs­­manna þvert á fyr­ir­tæk­ið. Að sama skapi munu samn­ingar við verk­­taka og tíma­bundna starfs­­menn ekki verða end­­ur­nýj­aðir að svo stöddu. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kemur fram að vonir standi til að stór hluti þeirra sem fengu upp­­­sögn í fyrra­dag fái tæki­­færi hjá félag­inu að nýju.

Auglýsing

Hóp­upp­sagnir eru skil­greindar í lögum sem upp­sagnir atvinnu­rek­anda á fast­ráðnum starfs­mönnum af ástæðum sem ekki tengj­ast hverjum þeirra um sig, þegar fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjá­tíu daga tíma­bili er:

  • að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa fleiri en 20 og færri en 100 starfs­menn í vinn­u, 

  • að minnsta kosti 10 pró­sent starfs­manna í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa hið minnsta 100 starfs­menn, en færri en 300 starfs­menn í vinnu og 

  • að minnsta kosti 30 starfs­menn í fyr­ir­tækjum sem venju­lega hafa 300 starfs­menn eða fleiri í vinnu.

Við útreikn­ing á fjölda þeirra sem sagt er upp skal litið á upp­sögn ráðn­ing­ar­samn­ings ein­stakra starfs­manna sem jafn­gilda hóp­upp­sögnum að því til­skildu að um minnst fimm upp­sagnir sé að ræða.

Skúli Mog­en­­sen for­­stjóri og stofn­andi WOW air sagði fyrra­dag ver­a erf­ið­asta dag­inn­ í sögu WOW air. „Við erum með frá­­­bæran hóp af fólki sem hefur lagt hart að sér að gera WOW air að veru­­leika og það er því sorg­­legt að neyð­­ast til að fara í þennan nið­­ur­­skurð. Ég vildi óska þess að það væri til önnur leið en stað­­reyndin er sú að við verðum að snúa við rekstr­inum og koma honum aftur í gott horf áður en við getum hafið upp­­­bygg­ing­una að nýju,“ sagði Skúli. 

Eftir þessar rekstr­­ar­breyt­ingar munu áfram starfa hátt í þús­und manns hjá félag­inu.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent