Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum

Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Auglýsing

Sið­fræði­stofn­un, rann­sókn­ar­stofnun sem heyrir undir Hug­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, verður stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum tíma­bilið 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2021. Þetta kemur fram í sam­starfs­samn­ingi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Jón Atli Bene­dikts­son rektor Háskóla Íslands og Vil­hjálmur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Sið­fræði­stofn­unar rit­uðu undir í gær en frá þessu er greint í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Stofn­unin mun vinna með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­mæla í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sem var birt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt samn­ingnum getur hvert ráðu­neyti einnig óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­unar um ein­stök mál á sínu mál­efna­sviði, þar með talið um fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu. Þá geta Alþingi og stofn­anir þess óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­un­ar. Greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir verkið munu nema 10 millj­ónum króna árlega.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar undirrita samninginn. Mynd: Forsætisráðuneytið.

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands er rann­sókn­ar-, fræðslu- og þjón­ustu­stofnun og er meðal ann­ars vett­vangur þver­fag­legs sam­starfs á sviði sið­fræði.

Á vef­síðu stofn­un­ar­innar kemur fram að hlut­verk hennar sé að efla og sam­hæfa rann­sóknir í sið­fræði sem unnið er að við Háskóla Íslands, að stuðla að sam­starfi við inn­lenda og erlenda háskóla og aðra rann­sókn­ar­að­ila á sviði sið­fræði, að gefa út fræði­rit, náms­efni og kynna nið­ur­stöður rann­sókna í sið­fræði, að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni, að vera tengiliður við deildir vegna nám­skeiða sem samið er um að þær bjóði fram sem hluta af þver­fag­legu námi í sið­fræði einkum til meist­ara­prófs, að treysta sam­vinnu milli deilda í þágu þver­fag­legs náms og efla skiln­ing á þeim hags­munum sem nám­inu tengjast, að sinna ýmsum verk­efnum sem tengj­ast þró­un­ar­starfi og að gang­ast fyrir nám­skeið­um, ráð­stefnum og fyr­ir­lestrum um sið­fræði.

Sið­fræði­stofnun heyrir nú undir Hug­vís­inda­svið og fær rekstr­arfé frá svið­inu. Enn fremur segir á vef­síðu stofn­un­ar­innar að mik­il­vægur hluti fjár­hags stofn­un­ar­innar sé sjálfsafla­fé, þ.e. styrkir til sér­stakra verk­efna, svo sem til bóka­út­gáfu og ráð­stefnu­halds.

„Stofn­unin hefur á skrá vel­unn­ara og telur sá hópur nú um 400 manns. Vel­unn­arar fá sent frétta­bréf með upp­lýs­ingum um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, svo sem mál­þing, nám­skeið, fyr­ir­lestra og fleira. Engin fjár­út­lát eða aðrar kvaðir fylgja því að vera vel­unn­ari,“ segir á vef­síð­unn­i. 

Stjórn Sið­fræði­stofn­unar skipa þau Vil­hjálmur Árna­son, pró­fess­or, til­nefndur af náms­braut í heim­speki, Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, til­nefnd af guð­fræði­deild, séra Elín­borg Sturlu­dótt­ir, til­nefnd af kirkju­ráði þjóð­kirkj­unn­ar, Ástríður Stef­áns­dótt­ir, dós­ent, til­nefnd af Mennta­vís­inda­sviði Har­aldur Briem, lækn­ir, skip­aður af for­seta Hug­vís­inda­sviðs án til­nefn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent