Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum

Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Auglýsing

Sið­fræði­stofn­un, rann­sókn­ar­stofnun sem heyrir undir Hug­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, verður stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum tíma­bilið 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2021. Þetta kemur fram í sam­starfs­samn­ingi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Jón Atli Bene­dikts­son rektor Háskóla Íslands og Vil­hjálmur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Sið­fræði­stofn­unar rit­uðu undir í gær en frá þessu er greint í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Stofn­unin mun vinna með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­mæla í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sem var birt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt samn­ingnum getur hvert ráðu­neyti einnig óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­unar um ein­stök mál á sínu mál­efna­sviði, þar með talið um fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu. Þá geta Alþingi og stofn­anir þess óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­un­ar. Greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir verkið munu nema 10 millj­ónum króna árlega.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar undirrita samninginn. Mynd: Forsætisráðuneytið.

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands er rann­sókn­ar-, fræðslu- og þjón­ustu­stofnun og er meðal ann­ars vett­vangur þver­fag­legs sam­starfs á sviði sið­fræði.

Á vef­síðu stofn­un­ar­innar kemur fram að hlut­verk hennar sé að efla og sam­hæfa rann­sóknir í sið­fræði sem unnið er að við Háskóla Íslands, að stuðla að sam­starfi við inn­lenda og erlenda háskóla og aðra rann­sókn­ar­að­ila á sviði sið­fræði, að gefa út fræði­rit, náms­efni og kynna nið­ur­stöður rann­sókna í sið­fræði, að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni, að vera tengiliður við deildir vegna nám­skeiða sem samið er um að þær bjóði fram sem hluta af þver­fag­legu námi í sið­fræði einkum til meist­ara­prófs, að treysta sam­vinnu milli deilda í þágu þver­fag­legs náms og efla skiln­ing á þeim hags­munum sem nám­inu tengjast, að sinna ýmsum verk­efnum sem tengj­ast þró­un­ar­starfi og að gang­ast fyrir nám­skeið­um, ráð­stefnum og fyr­ir­lestrum um sið­fræði.

Sið­fræði­stofnun heyrir nú undir Hug­vís­inda­svið og fær rekstr­arfé frá svið­inu. Enn fremur segir á vef­síðu stofn­un­ar­innar að mik­il­vægur hluti fjár­hags stofn­un­ar­innar sé sjálfsafla­fé, þ.e. styrkir til sér­stakra verk­efna, svo sem til bóka­út­gáfu og ráð­stefnu­halds.

„Stofn­unin hefur á skrá vel­unn­ara og telur sá hópur nú um 400 manns. Vel­unn­arar fá sent frétta­bréf með upp­lýs­ingum um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, svo sem mál­þing, nám­skeið, fyr­ir­lestra og fleira. Engin fjár­út­lát eða aðrar kvaðir fylgja því að vera vel­unn­ari,“ segir á vef­síð­unn­i. 

Stjórn Sið­fræði­stofn­unar skipa þau Vil­hjálmur Árna­son, pró­fess­or, til­nefndur af náms­braut í heim­speki, Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, til­nefnd af guð­fræði­deild, séra Elín­borg Sturlu­dótt­ir, til­nefnd af kirkju­ráði þjóð­kirkj­unn­ar, Ástríður Stef­áns­dótt­ir, dós­ent, til­nefnd af Mennta­vís­inda­sviði Har­aldur Briem, lækn­ir, skip­aður af for­seta Hug­vís­inda­sviðs án til­nefn­ing­ar.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent