Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum

Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.

Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Auglýsing

Sið­fræði­stofn­un, rann­sókn­ar­stofnun sem heyrir undir Hug­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands, verður stjórn­völdum til ráð­gjafar í sið­fræði­legum efnum tíma­bilið 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2021. Þetta kemur fram í sam­starfs­samn­ingi sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Jón Atli Bene­dikts­son rektor Háskóla Íslands og Vil­hjálmur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Sið­fræði­stofn­unar rit­uðu undir í gær en frá þessu er greint í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. 

Stofn­unin mun vinna með stjórn­völdum að eft­ir­fylgni og inn­leið­ingu til­mæla í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sem var birt í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Sam­kvæmt samn­ingnum getur hvert ráðu­neyti einnig óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­unar um ein­stök mál á sínu mál­efna­sviði, þar með talið um fyr­ir­hug­aða laga­setn­ingu. Þá geta Alþingi og stofn­anir þess óskað eftir ráð­gjöf Sið­fræði­stofn­un­ar. Greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir verkið munu nema 10 millj­ónum króna árlega.

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar undirrita samninginn. Mynd: Forsætisráðuneytið.

Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands er rann­sókn­ar-, fræðslu- og þjón­ustu­stofnun og er meðal ann­ars vett­vangur þver­fag­legs sam­starfs á sviði sið­fræði.

Á vef­síðu stofn­un­ar­innar kemur fram að hlut­verk hennar sé að efla og sam­hæfa rann­sóknir í sið­fræði sem unnið er að við Háskóla Íslands, að stuðla að sam­starfi við inn­lenda og erlenda háskóla og aðra rann­sókn­ar­að­ila á sviði sið­fræði, að gefa út fræði­rit, náms­efni og kynna nið­ur­stöður rann­sókna í sið­fræði, að veita upp­lýs­ingar og ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni, að vera tengiliður við deildir vegna nám­skeiða sem samið er um að þær bjóði fram sem hluta af þver­fag­legu námi í sið­fræði einkum til meist­ara­prófs, að treysta sam­vinnu milli deilda í þágu þver­fag­legs náms og efla skiln­ing á þeim hags­munum sem nám­inu tengjast, að sinna ýmsum verk­efnum sem tengj­ast þró­un­ar­starfi og að gang­ast fyrir nám­skeið­um, ráð­stefnum og fyr­ir­lestrum um sið­fræði.

Sið­fræði­stofnun heyrir nú undir Hug­vís­inda­svið og fær rekstr­arfé frá svið­inu. Enn fremur segir á vef­síðu stofn­un­ar­innar að mik­il­vægur hluti fjár­hags stofn­un­ar­innar sé sjálfsafla­fé, þ.e. styrkir til sér­stakra verk­efna, svo sem til bóka­út­gáfu og ráð­stefnu­halds.

„Stofn­unin hefur á skrá vel­unn­ara og telur sá hópur nú um 400 manns. Vel­unn­arar fá sent frétta­bréf með upp­lýs­ingum um starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, svo sem mál­þing, nám­skeið, fyr­ir­lestra og fleira. Engin fjár­út­lát eða aðrar kvaðir fylgja því að vera vel­unn­ari,“ segir á vef­síð­unn­i. 

Stjórn Sið­fræði­stofn­unar skipa þau Vil­hjálmur Árna­son, pró­fess­or, til­nefndur af náms­braut í heim­speki, Sól­veig Anna Bóas­dótt­ir, til­nefnd af guð­fræði­deild, séra Elín­borg Sturlu­dótt­ir, til­nefnd af kirkju­ráði þjóð­kirkj­unn­ar, Ástríður Stef­áns­dótt­ir, dós­ent, til­nefnd af Mennta­vís­inda­sviði Har­aldur Briem, lækn­ir, skip­aður af for­seta Hug­vís­inda­sviðs án til­nefn­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent