Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar

Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.

vís
Auglýsing

Til­nefn­ing­ar­nefnd VÍS hefur lagt til að þau Gestur Breið­fjörð Gests­son, Marta Guð­rún Blön­dal, Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, Valdi­mar Svav­ars­son og Vil­hjálm­ur Eg­ils­son verði kjörin í stjórn félags­ins á hlut­hafa­fundi á eft­ir. 

­Gangi það eftir munu hópur sem unnið hafa saman innan VÍS halda meiri­hluta í stjórn félags­ins með þrjá stjórn­ar­menn. Þau sem til­heyra þeim hópi eru Gest­ur, Svan­hildur Nanna og Valdi­mar. Helga Hlín Hákon­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður VÍS sem sat í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni, sagði sig úr henni að kvöldi þess dags sem til­nefn­ing­arnar voru ákveðn­ar. Það gerði hún vegna þess að sér­at­kvæði sem hún vildi skila var ekki birt í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar auk þess sem nefndin fund­aði um nið­ur­stöðu án hennar við­veru og vit­neskju.

Kosin verður ný stjórn á hlut­hafa­fundi klukkan 16 í dag. Boðað var til fund­ar­ins eftir enn ein átökin innan stjórnar í lok októ­ber. Þá sögðu Helga Hlín og Jón Sig­urðs­son sig úr stjórn­inni meðal ann­ars vegna þess að Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður félags­ins og einn stærsti einka­fjár­festir­inn í VÍS, vildi taka aftur við stjórn­ar­for­mennsku.

Auglýsing
Þegar and­staða kom fram við þessar breyt­ingar hjá Helgu Hlín og Jóni var lögð fram ný til­laga um breytta verka­skipt­ingu sem í fólst að gera stjórn­ar­mann­inn Valdi­mar Svav­ars­son að stjórn­ar­for­manni. Í kjöl­far þess að sú til­laga var lögð fram sögðu Helga Hlín og Jón sig úr stjórn­inni.

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru á meðal stærstu hlut­hafa í VÍS, ósk­uðu í kjöl­farið eftir því að boðað yrði til hlut­hafa­fundar þar sem stjórn­ar­kjör yrði sett á dag­skrá.

Helga Hlín segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi ein­fald­lega farið í gang atburð­ar­rás sem hafi ekki verið boð­leg. Hún hafi und­ir­búið sér­at­kvæði sem hún ætl­aði til birt­ingar og fyrir hlut­hafa að taka afstöðu til. Þegar aðrir í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni hafi fundað án hennar aðkomu og vit­neskju og ákveðið að birta ekki sér­at­kvæði hennar hafi verið lítið annað að gera en að segja sig úr til­nefn­ing­ar­nefnd­inni.

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Stærstu eig­endur VÍS eru ann­ars vegar íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og hins vegar erlendir vog­un­ar­sjóð­ir. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 8,64 pró­sent hlut en Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á auk þess 5,61 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins 5,27 pró­sent. Þá á líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Brú 4,01 pró­sent hlut, Stapi líf­eyr­is­sjóður 3,87 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður 3,28 pró­sent.

Þegar þessir eign­ar­hlutir eru lagðir saman við 2,78 pró­sent hlut Gild­is, og 1,55 pró­sent eign­ar­hlut Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt að minnsta kosti 35 pró­sent hlut í VÍS.

Erlendu vog­un­ar­sjóð­irnir tveir, Lands­downe Partners (7,3 pró­sent) og breski sjóð­ur­inn CF Miton UK Multi Cap Income (6,19 pró­sent), eiga síðan sam­tals 13,49 pró­sent hlut.

Það hafa hins vegar verið íslenskir einka­fjár­festar sem hafa haft tögl og haldir í félag­inu und­an­farin miss­eri, bæði í stjórn og til­nefn­ing­ar­nefnd. Þar erum að ræða Svan­hildi Nönnu og eig­in­mann hennar Guð­mund Þórð­ar­son,  sem eiga sam­tals 7,25 pró­sent hlut í gegn­um­fé­lagið K2B fjár­fest­ingar ehf., og hins vegar félagið Óska­bein ehf., sem er sem er m.a. í eigu Gests Breið­fjörð Gests­son­ar, stjórn­ar­manns í VÍS, Sig­urðar Gísla Björns­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Fann­ars Ólafs­son­ar. Óska­bein á í dag 2,05 pró­sent hlut í VÍS.

Auk þess eiga sjóðir sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is, sem er í eigu Arion banka, sam­tals 6,35 pró­sent hlut í VÍS.  Þá á Arion banki í eigin nafni 3,46 pró­sent hlut.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir bæði fram á brotalamir í eftirlit banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent