Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar

Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.

vís
Auglýsing

Til­nefn­ing­ar­nefnd VÍS hefur lagt til að þau Gestur Breið­fjörð Gests­son, Marta Guð­rún Blön­dal, Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, Valdi­mar Svav­ars­son og Vil­hjálm­ur Eg­ils­son verði kjörin í stjórn félags­ins á hlut­hafa­fundi á eft­ir. 

­Gangi það eftir munu hópur sem unnið hafa saman innan VÍS halda meiri­hluta í stjórn félags­ins með þrjá stjórn­ar­menn. Þau sem til­heyra þeim hópi eru Gest­ur, Svan­hildur Nanna og Valdi­mar. Helga Hlín Hákon­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður VÍS sem sat í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni, sagði sig úr henni að kvöldi þess dags sem til­nefn­ing­arnar voru ákveðn­ar. Það gerði hún vegna þess að sér­at­kvæði sem hún vildi skila var ekki birt í skýrslu til­nefn­ing­ar­nefndar auk þess sem nefndin fund­aði um nið­ur­stöðu án hennar við­veru og vit­neskju.

Kosin verður ný stjórn á hlut­hafa­fundi klukkan 16 í dag. Boðað var til fund­ar­ins eftir enn ein átökin innan stjórnar í lok októ­ber. Þá sögðu Helga Hlín og Jón Sig­urðs­son sig úr stjórn­inni meðal ann­ars vegna þess að Svan­hildur Nanna Vig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður félags­ins og einn stærsti einka­fjár­festir­inn í VÍS, vildi taka aftur við stjórn­ar­for­mennsku.

Auglýsing
Þegar and­staða kom fram við þessar breyt­ingar hjá Helgu Hlín og Jóni var lögð fram ný til­laga um breytta verka­skipt­ingu sem í fólst að gera stjórn­ar­mann­inn Valdi­mar Svav­ars­son að stjórn­ar­for­manni. Í kjöl­far þess að sú til­laga var lögð fram sögðu Helga Hlín og Jón sig úr stjórn­inni.

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, sem eru á meðal stærstu hlut­hafa í VÍS, ósk­uðu í kjöl­farið eftir því að boðað yrði til hlut­hafa­fundar þar sem stjórn­ar­kjör yrði sett á dag­skrá.

Helga Hlín segir í sam­tali við Kjarn­ann að það hafi ein­fald­lega farið í gang atburð­ar­rás sem hafi ekki verið boð­leg. Hún hafi und­ir­búið sér­at­kvæði sem hún ætl­aði til birt­ingar og fyrir hlut­hafa að taka afstöðu til. Þegar aðrir í til­nefn­ing­ar­nefnd­inni hafi fundað án hennar aðkomu og vit­neskju og ákveðið að birta ekki sér­at­kvæði hennar hafi verið lítið annað að gera en að segja sig úr til­nefn­ing­ar­nefnd­inni.

Líf­eyr­is­sjóðir stærstu eig­end­urnir

Stærstu eig­endur VÍS eru ann­ars vegar íslenskir líf­eyr­is­sjóðir og hins vegar erlendir vog­un­ar­sjóð­ir. Stærsti ein­staki eig­and­inn er Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með 8,64 pró­sent hlut en Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á auk þess 5,61 pró­sent og Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins 5,27 pró­sent. Þá á líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Brú 4,01 pró­sent hlut, Stapi líf­eyr­is­sjóður 3,87 pró­sent og Birta líf­eyr­is­sjóður 3,28 pró­sent.

Þegar þessir eign­ar­hlutir eru lagðir saman við 2,78 pró­sent hlut Gild­is, og 1,55 pró­sent eign­ar­hlut Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna Reykja­vík­ur­borg­ar, þá eiga íslenskir líf­eyr­is­sjóðir sam­an­lagt að minnsta kosti 35 pró­sent hlut í VÍS.

Erlendu vog­un­ar­sjóð­irnir tveir, Lands­downe Partners (7,3 pró­sent) og breski sjóð­ur­inn CF Miton UK Multi Cap Income (6,19 pró­sent), eiga síðan sam­tals 13,49 pró­sent hlut.

Það hafa hins vegar verið íslenskir einka­fjár­festar sem hafa haft tögl og haldir í félag­inu und­an­farin miss­eri, bæði í stjórn og til­nefn­ing­ar­nefnd. Þar erum að ræða Svan­hildi Nönnu og eig­in­mann hennar Guð­mund Þórð­ar­son,  sem eiga sam­tals 7,25 pró­sent hlut í gegn­um­fé­lagið K2B fjár­fest­ingar ehf., og hins vegar félagið Óska­bein ehf., sem er sem er m.a. í eigu Gests Breið­fjörð Gests­son­ar, stjórn­ar­manns í VÍS, Sig­urðar Gísla Björns­son­ar, Andra Gunn­ars­sonar og Fann­ars Ólafs­son­ar. Óska­bein á í dag 2,05 pró­sent hlut í VÍS.

Auk þess eiga sjóðir sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Stefn­is, sem er í eigu Arion banka, sam­tals 6,35 pró­sent hlut í VÍS.  Þá á Arion banki í eigin nafni 3,46 pró­sent hlut.Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent