Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.

Skúli Mogensen
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, sagð­ist í við­tali við Kast­ljós RÚV í kvöld vera að leggja alla áherslu á það að tryggja áfram­hald­andi rekstur félags­ins, en samn­inga­við­ræður við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners standa enn yfir. 

Skúli sagð­ist bera fulla ábyrgð á þeim mis­tökum sem hefðu verið gerð í starf­semi félags­ins, og það væri eðli­legt að því væri velt upp, hvort hann væri rétti mað­ur­inn til að leiða WOW air áfram, ef tæk­ist að klára fjár­mögnun fyrir félag­ið. Hann sagð­ist trúa því að svo væri, og hann tryði því að félagið væri rétt að byrja, eins og Skúli hefur sagt sjálf­ur.

Eins og greint var frá í dag, þá misstu 111 fast­ráðnir starfs­menn og fjöl­margir starfs­menn í hluta­starfi og verk­töku, starfið í dag. Sam­tals voru það um 350 starfs­menn. 

Auglýsing

Skúli sagði hug sinn vera hjá starfs­fólk­inu, en að aðgerð­irnar hefðu verið nauð­syn­legar til að breyta leiða­kerfi félags­ins og styrkja grunn­rekstur þess, sem lággjalda­flug­fé­lag.

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í dag, þá sagði Skúla mis­tökin sem hann væri ábyrgur fyrir af afdrifa­rík­. „Þetta er ákaf­lega sárs­auka­fullur lær­dómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitt­hvað ein­stakt með Wow air og þó að þetta krefj­ist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sann­færður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til fram­tíð­ar­. Að þeim lík­indum að við fáum Indigo Partners sem fjár­festi vil ég hverfa aftur til upp­haf­legrar hug­sjónar okkar og sýna fram á að við getum sann­ar­lega byggt upp frá­bært lág­far­gjalda­fé­lag á lengri leið­u­m,“ sagði Skúli.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent