Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.

Skúli Mogensen
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, sagð­ist í við­tali við Kast­ljós RÚV í kvöld vera að leggja alla áherslu á það að tryggja áfram­hald­andi rekstur félags­ins, en samn­inga­við­ræður við banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lagið Indigo Partners standa enn yfir. 

Skúli sagð­ist bera fulla ábyrgð á þeim mis­tökum sem hefðu verið gerð í starf­semi félags­ins, og það væri eðli­legt að því væri velt upp, hvort hann væri rétti mað­ur­inn til að leiða WOW air áfram, ef tæk­ist að klára fjár­mögnun fyrir félag­ið. Hann sagð­ist trúa því að svo væri, og hann tryði því að félagið væri rétt að byrja, eins og Skúli hefur sagt sjálf­ur.

Eins og greint var frá í dag, þá misstu 111 fast­ráðnir starfs­menn og fjöl­margir starfs­menn í hluta­starfi og verk­töku, starfið í dag. Sam­tals voru það um 350 starfs­menn. 

Auglýsing

Skúli sagði hug sinn vera hjá starfs­fólk­inu, en að aðgerð­irnar hefðu verið nauð­syn­legar til að breyta leiða­kerfi félags­ins og styrkja grunn­rekstur þess, sem lággjalda­flug­fé­lag.

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í dag, þá sagði Skúla mis­tökin sem hann væri ábyrgur fyrir af afdrifa­rík­. „Þetta er ákaf­lega sárs­auka­fullur lær­dómur vegna þess að á sama tíma höfum við byggt upp eitt­hvað ein­stakt með Wow air og þó að þetta krefj­ist þess að við tökum eitt erfitt skref aftur á bak til skamms tíma litið er ég sann­færður um að það geri okkur kleift að taka tvö skref áfram til lengri tíma litið og tryggi að Wow air dafni til fram­tíð­ar­. Að þeim lík­indum að við fáum Indigo Partners sem fjár­festi vil ég hverfa aftur til upp­haf­legrar hug­sjónar okkar og sýna fram á að við getum sann­ar­lega byggt upp frá­bært lág­far­gjalda­fé­lag á lengri leið­u­m,“ sagði Skúli.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent