Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið

Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.

Steingrímur J. Sigfússon
AuglýsingStein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og allir vara­for­setar úr hópi þing­manna, hafa sagt sig frá umfjöllun um Klaust­urs­málið svo­nefnda, vegna van­hæf­is. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Alþingi.

Vara­for­setar eru Guð­jón Brjáns­son, Brynjar Níels­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Þór­unn Egils­dótt­ir, Jón Þór Ólafs­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auglýsing

For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna þar sem þess er að óskað, að það verði kannað hvort sex þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, sem áttu fund á Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um ýmsa, þar á meðal sam­starfs­fólk í stjórn­mál­u­m. 

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur lýst tali þing­manna Mið­flokks­ins um hana sem hreinu ofbeldi.

Til­kynn­ingin frá Alþingi fer hér að neð­an:

„For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna er lýtur að ummælum þing­manna á bar 20. nóv­em­ber sl. og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. Hefur málið verið til athug­unar sem mögu­legt brot á siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna fyrir alþing­is­menn skal for­sætis­nefnd gæta þess að máls­með­ferð siða­reglu­mála sé í sam­ræmi við meg­in­reglur um óhlut­drægni og vand­aða og rétt­láta máls­með­ferð. Þessi krafa um óhlut­drægni getur vart leitt til ann­ars en þess að gera verði sam­bæri­legar kröfur til hæfis þeirra sem koma að ákvörðun máls í for­sætis­nefnd skv. 17. gr. siða­reglna og gerðar eru til úrskurð­ar­nefnda í stjórn­sýslu sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Hæfi nefnd­ar­manna for­sætis­nefndar ber því að meta á grund­velli hæf­is­reglna stjórn­sýslu­laga. Við slíkt mat skiptir máli hvernig ein­stakir nefnd­ar­menn hafa tjáð sig í opin­berri umræðu um hátt­erni þeirra þing­manna sem er til athug­un­ar. Ljóst er af umfjöllun fjöl­miðla að fjöldi þing­manna, þ.m.t. for­sætis­nefnd­ar­menn, hafa tjáð sig um málið með ýmsum hætti og lýst við­horfum sínum til fram­göngu nefndra þing­manna.

Nefnd­ar­menn í for­sætis­nefnd hafa, að fengnum athuga­semdum þeirra þing­manna sem um ræð­ir, metið hæfi sitt með hlið­sjón af þeim ríku kröfum sem gerðar eru til þeirra sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Nú liggur fyrir sú nið­ur­staða að for­seti og allir vara­for­set­ar, hver um sig, hafa sagt sig frá mál­inu, m.a. vegna ýmissa ummæla sinna um mál­ið. Er þetta gert til þess að taka af allan vafa um mögu­legt hæfi og til að tryggja fram­gang máls­ins, áfram­hald­andi vand­aða máls­með­ferð og að það geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

For­seti Alþingis leggur áherslu á að það siða­reglu­mál sem nú er til með­ferð­ar, sem og öll siða­reglu­mál sem kunna að ber­ast Alþingi, fái vand­aða og óvil­halla máls­með­ferð. Mun for­sætis­nefnd því koma saman í byrjun jan­úar til að fjalla um nauð­syn­legar laga­breyt­ingar svo að ekki verði töf á með­ferð máls­ins. Mark­mið þeirra laga­breyt­inga er að tryggja að málið geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

Í sam­ræmi við fyr­ir­mæli 4. gr. stjórn­sýslu­laga mun skrif­stofa Alþingis halda því erindi, sem for­sætis­nefnd hefur mót­tek­ið, í réttu horfi þar til við­eig­andi breyt­ingar hafa verið gerðar á þing­sköpum Alþingis og með­ferð mála sam­kvæmt siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent