Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið

Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.

Steingrímur J. Sigfússon
AuglýsingStein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og allir vara­for­setar úr hópi þing­manna, hafa sagt sig frá umfjöllun um Klaust­urs­málið svo­nefnda, vegna van­hæf­is. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Alþingi.

Vara­for­setar eru Guð­jón Brjáns­son, Brynjar Níels­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Þór­unn Egils­dótt­ir, Jón Þór Ólafs­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auglýsing

For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna þar sem þess er að óskað, að það verði kannað hvort sex þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, sem áttu fund á Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um ýmsa, þar á meðal sam­starfs­fólk í stjórn­mál­u­m. 

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur lýst tali þing­manna Mið­flokks­ins um hana sem hreinu ofbeldi.

Til­kynn­ingin frá Alþingi fer hér að neð­an:

„For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna er lýtur að ummælum þing­manna á bar 20. nóv­em­ber sl. og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. Hefur málið verið til athug­unar sem mögu­legt brot á siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna fyrir alþing­is­menn skal for­sætis­nefnd gæta þess að máls­með­ferð siða­reglu­mála sé í sam­ræmi við meg­in­reglur um óhlut­drægni og vand­aða og rétt­láta máls­með­ferð. Þessi krafa um óhlut­drægni getur vart leitt til ann­ars en þess að gera verði sam­bæri­legar kröfur til hæfis þeirra sem koma að ákvörðun máls í for­sætis­nefnd skv. 17. gr. siða­reglna og gerðar eru til úrskurð­ar­nefnda í stjórn­sýslu sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Hæfi nefnd­ar­manna for­sætis­nefndar ber því að meta á grund­velli hæf­is­reglna stjórn­sýslu­laga. Við slíkt mat skiptir máli hvernig ein­stakir nefnd­ar­menn hafa tjáð sig í opin­berri umræðu um hátt­erni þeirra þing­manna sem er til athug­un­ar. Ljóst er af umfjöllun fjöl­miðla að fjöldi þing­manna, þ.m.t. for­sætis­nefnd­ar­menn, hafa tjáð sig um málið með ýmsum hætti og lýst við­horfum sínum til fram­göngu nefndra þing­manna.

Nefnd­ar­menn í for­sætis­nefnd hafa, að fengnum athuga­semdum þeirra þing­manna sem um ræð­ir, metið hæfi sitt með hlið­sjón af þeim ríku kröfum sem gerðar eru til þeirra sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Nú liggur fyrir sú nið­ur­staða að for­seti og allir vara­for­set­ar, hver um sig, hafa sagt sig frá mál­inu, m.a. vegna ýmissa ummæla sinna um mál­ið. Er þetta gert til þess að taka af allan vafa um mögu­legt hæfi og til að tryggja fram­gang máls­ins, áfram­hald­andi vand­aða máls­með­ferð og að það geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

For­seti Alþingis leggur áherslu á að það siða­reglu­mál sem nú er til með­ferð­ar, sem og öll siða­reglu­mál sem kunna að ber­ast Alþingi, fái vand­aða og óvil­halla máls­með­ferð. Mun for­sætis­nefnd því koma saman í byrjun jan­úar til að fjalla um nauð­syn­legar laga­breyt­ingar svo að ekki verði töf á með­ferð máls­ins. Mark­mið þeirra laga­breyt­inga er að tryggja að málið geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

Í sam­ræmi við fyr­ir­mæli 4. gr. stjórn­sýslu­laga mun skrif­stofa Alþingis halda því erindi, sem for­sætis­nefnd hefur mót­tek­ið, í réttu horfi þar til við­eig­andi breyt­ingar hafa verið gerðar á þing­sköpum Alþingis og með­ferð mála sam­kvæmt siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent