Forseti og varaforsetar Alþingis segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið

Varaforsetar Alþingis eru sex. Eftir að hafa metið athugasemdir, var ákveðið að segja sig frá umfjöllun um Klaustursmálið.

Steingrímur J. Sigfússon
AuglýsingStein­grímur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, og allir vara­for­setar úr hópi þing­manna, hafa sagt sig frá umfjöllun um Klaust­urs­málið svo­nefnda, vegna van­hæf­is. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Alþingi.

Vara­for­setar eru Guð­jón Brjáns­son, Brynjar Níels­son, Þor­steinn Sæmunds­son, Þór­unn Egils­dótt­ir, Jón Þór Ólafs­son og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir.

Auglýsing

For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna þar sem þess er að óskað, að það verði kannað hvort sex þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, sem áttu fund á Klaustur bar 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, hafi brotið gegn siða­reglum með ummælum sínum um ýmsa, þar á meðal sam­starfs­fólk í stjórn­mál­u­m. 

Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur lýst tali þing­manna Mið­flokks­ins um hana sem hreinu ofbeldi.

Til­kynn­ingin frá Alþingi fer hér að neð­an:

„For­sætis­nefnd hefur haft til umfjöll­unar erindi átta þing­manna er lýtur að ummælum þing­manna á bar 20. nóv­em­ber sl. og fjallað hefur verið um í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. Hefur málið verið til athug­unar sem mögu­legt brot á siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Sam­kvæmt 17. gr. siða­reglna fyrir alþing­is­menn skal for­sætis­nefnd gæta þess að máls­með­ferð siða­reglu­mála sé í sam­ræmi við meg­in­reglur um óhlut­drægni og vand­aða og rétt­láta máls­með­ferð. Þessi krafa um óhlut­drægni getur vart leitt til ann­ars en þess að gera verði sam­bæri­legar kröfur til hæfis þeirra sem koma að ákvörðun máls í for­sætis­nefnd skv. 17. gr. siða­reglna og gerðar eru til úrskurð­ar­nefnda í stjórn­sýslu sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Hæfi nefnd­ar­manna for­sætis­nefndar ber því að meta á grund­velli hæf­is­reglna stjórn­sýslu­laga. Við slíkt mat skiptir máli hvernig ein­stakir nefnd­ar­menn hafa tjáð sig í opin­berri umræðu um hátt­erni þeirra þing­manna sem er til athug­un­ar. Ljóst er af umfjöllun fjöl­miðla að fjöldi þing­manna, þ.m.t. for­sætis­nefnd­ar­menn, hafa tjáð sig um málið með ýmsum hætti og lýst við­horfum sínum til fram­göngu nefndra þing­manna.

Nefnd­ar­menn í for­sætis­nefnd hafa, að fengnum athuga­semdum þeirra þing­manna sem um ræð­ir, metið hæfi sitt með hlið­sjón af þeim ríku kröfum sem gerðar eru til þeirra sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um. Nú liggur fyrir sú nið­ur­staða að for­seti og allir vara­for­set­ar, hver um sig, hafa sagt sig frá mál­inu, m.a. vegna ýmissa ummæla sinna um mál­ið. Er þetta gert til þess að taka af allan vafa um mögu­legt hæfi og til að tryggja fram­gang máls­ins, áfram­hald­andi vand­aða máls­með­ferð og að það geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

For­seti Alþingis leggur áherslu á að það siða­reglu­mál sem nú er til með­ferð­ar, sem og öll siða­reglu­mál sem kunna að ber­ast Alþingi, fái vand­aða og óvil­halla máls­með­ferð. Mun for­sætis­nefnd því koma saman í byrjun jan­úar til að fjalla um nauð­syn­legar laga­breyt­ingar svo að ekki verði töf á með­ferð máls­ins. Mark­mið þeirra laga­breyt­inga er að tryggja að málið geti gengið með réttum hætti til siða­nefnd­ar.

Í sam­ræmi við fyr­ir­mæli 4. gr. stjórn­sýslu­laga mun skrif­stofa Alþingis halda því erindi, sem for­sætis­nefnd hefur mót­tek­ið, í réttu horfi þar til við­eig­andi breyt­ingar hafa verið gerðar á þing­sköpum Alþingis og með­ferð mála sam­kvæmt siða­reglum fyrir alþing­is­menn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent