Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls

Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Auglýsing

Banka­ráð Seðla­banka Íslands hefur ritað Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og beðið um lengri frest til að svara erindi hennar vegna svo­kall­aðs Sam­herj­a­máls. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi þess síð­ast­lið­inn föstu­dag og for­manni ráðs­ins, Gylfa Magn­ús­syni, var falið að rita umrædda beiðni.

Í frétt á vef Seðla­banka Íslands segir að vonir standi til „þess að hægt verði að ganga frá svari ráðs­ins til for­sæt­is­ráð­herra í upp­hafi nýs árs.“

Þann 8. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sendi í kjöl­farið for­­manni banka­ráðs Seðla­­banka Íslands bréf vegna umfjöll­unar um dóm Hæsta­réttar í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. þar sem óskað er eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál­ið.

Auglýsing
Í bréf­inu stóð meðal ann­ars: „„Hér með óska ég eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál Sam­herja frá þeim tíma sem rann­­sókn hófst á meintum brotum á reglum um gjald­eyr­is­­mál. Sér­­stak­­lega er óskað eftir upp­­lýs­ingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðla­­banka Íslands um að end­­ur­­upp­­­taka málið sem til­­kynnt var Sam­herja hf. 30 mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðla­­banki Íslands hygg­ist bregð­­ast við dómnum og hvort dóms­n­ið­­ur­­staðan kalli á úrbætur á stjórn­­­sýslu bank­ans og þá hvaða.“

Óskað var eftir að grein­­ar­­gerðin ber­ist for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu eigi síðar en föst­u­dag­inn 7. des­em­ber. Banka­ráðið óskaði eftir fresti þangað til síðar í des­em­ber þegar sú dag­setn­ing kom upp. Nú hefur það óskað eftir að fresta mál­inu aft­ur.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent