Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls

Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Auglýsing

Banka­ráð Seðla­banka Íslands hefur ritað Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og beðið um lengri frest til að svara erindi hennar vegna svo­kall­aðs Sam­herj­a­máls. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi þess síð­ast­lið­inn föstu­dag og for­manni ráðs­ins, Gylfa Magn­ús­syni, var falið að rita umrædda beiðni.

Í frétt á vef Seðla­banka Íslands segir að vonir standi til „þess að hægt verði að ganga frá svari ráðs­ins til for­sæt­is­ráð­herra í upp­hafi nýs árs.“

Þann 8. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sendi í kjöl­farið for­­manni banka­ráðs Seðla­­banka Íslands bréf vegna umfjöll­unar um dóm Hæsta­réttar í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. þar sem óskað er eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál­ið.

Auglýsing
Í bréf­inu stóð meðal ann­ars: „„Hér með óska ég eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál Sam­herja frá þeim tíma sem rann­­sókn hófst á meintum brotum á reglum um gjald­eyr­is­­mál. Sér­­stak­­lega er óskað eftir upp­­lýs­ingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðla­­banka Íslands um að end­­ur­­upp­­­taka málið sem til­­kynnt var Sam­herja hf. 30 mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðla­­banki Íslands hygg­ist bregð­­ast við dómnum og hvort dóms­n­ið­­ur­­staðan kalli á úrbætur á stjórn­­­sýslu bank­ans og þá hvaða.“

Óskað var eftir að grein­­ar­­gerðin ber­ist for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu eigi síðar en föst­u­dag­inn 7. des­em­ber. Banka­ráðið óskaði eftir fresti þangað til síðar í des­em­ber þegar sú dag­setn­ing kom upp. Nú hefur það óskað eftir að fresta mál­inu aft­ur.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent