Bankaráð Seðlabanka Íslands biður aftur um frest vegna Samherjamáls

Bankaráð Seðlabanka Íslands vonast til þess að geta svarað erindi forsætisráðherra um hið svokallaða Samherjamál „í upphafi nýs árs“. Upphaflega fékk ráðið frest til 7. desember til að svara erindinu.

Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Hann hefur farið fram á að Már Guðmundsson seðlabankastjóri segi af sér vegna Samherjamálsins.
Auglýsing

Banka­ráð Seðla­banka Íslands hefur ritað Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og beðið um lengri frest til að svara erindi hennar vegna svo­kall­aðs Sam­herj­a­máls. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi þess síð­ast­lið­inn föstu­dag og for­manni ráðs­ins, Gylfa Magn­ús­syni, var falið að rita umrædda beiðni.

Í frétt á vef Seðla­banka Íslands segir að vonir standi til „þess að hægt verði að ganga frá svari ráðs­ins til for­sæt­is­ráð­herra í upp­hafi nýs árs.“

Þann 8. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn kvað Hæst­i­­réttur Íslands upp dóm í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. Í dómnum er stað­­fest nið­­ur­­staða Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðla­­banka Íslands frá 1. sept­­em­ber 2016 um að Sam­herji hf. skuli greiða 15 millj­­ónir króna í stjórn­­­valds­­sekt til rík­­is­­sjóðs vegna brota gegn reglum um gjald­eyr­is­­mál.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sendi í kjöl­farið for­­manni banka­ráðs Seðla­­banka Íslands bréf vegna umfjöll­unar um dóm Hæsta­réttar í máli Seðla­­banka Íslands gegn Sam­herja hf. þar sem óskað er eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál­ið.

Auglýsing
Í bréf­inu stóð meðal ann­ars: „„Hér með óska ég eftir grein­­ar­­gerð banka­ráðs um mál Sam­herja frá þeim tíma sem rann­­sókn hófst á meintum brotum á reglum um gjald­eyr­is­­mál. Sér­­stak­­lega er óskað eftir upp­­lýs­ingum um það hvað lá að baki ákvörðun Seðla­­banka Íslands um að end­­ur­­upp­­­taka málið sem til­­kynnt var Sam­herja hf. 30 mars 2016. Þá óska ég einnig eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti Seðla­­banki Íslands hygg­ist bregð­­ast við dómnum og hvort dóms­n­ið­­ur­­staðan kalli á úrbætur á stjórn­­­sýslu bank­ans og þá hvaða.“

Óskað var eftir að grein­­ar­­gerðin ber­ist for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu eigi síðar en föst­u­dag­inn 7. des­em­ber. Banka­ráðið óskaði eftir fresti þangað til síðar í des­em­ber þegar sú dag­setn­ing kom upp. Nú hefur það óskað eftir að fresta mál­inu aft­ur.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent