Krefjast afturvirkra samninga

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Verkalýðsfélögin gera kröfu um að samningar félaganna við SA muni gilda afturvirkt til 1. janúar 2019, óháð því hvenær samningar nást.

Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Auglýsing

Efl­ing, VR­ og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness gera kröfu um að samn­ingar félag­anna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins muni gilda frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi, óháð því hvenær samn­ingar nást. Drag­ist samn­ingar á lang­inn verði þeir ein­fald­lega aft­ur­virkir til þess dags. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Fyrsti fundur með rík­is­sátta­semj­ara á morg­un 

Efl­ing og VLFA klufu sig frá sam­floti með Starfs­greina­sam­band­inu í síð­ustu viku og í kjöl­far­ið  vís­uðu þau ásamt VR kjara­deilu sinni til rík­is­sátta­semj­ara. Á morgun munu stétt­ar­fé­lögin þrjú senda full­trúa sína á fyrsta samn­inga­fund­inn með­ ­full­trú­um ­Sam­taka Atvinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, að fund­ur­inn sé hugs­aður til gagna­öfl­unar fyrir sátta­semj­ara og ekki sé að vænta stórra ­tíð­inda af fund­in­um.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að með fund­inum hefj­ist ferlið form­lega. „Á fund­inum munum við fara með rík­is­sátta­semj­ara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félög­unum þremur og S­GS. Þar eru rúm­lega 200 síður stút­fullar af til­lögum og grein­ingum frá SA,“ segir Hall­dór. Hann segir jafn­framt að sam­tímis þeim við­ræðum haldi SA áfram að semja við önnur félög sem ekki hafi vísað mál­inu til sátta­semj­ara en hann segir að gang­ur­inn í þeirri vinnu sé mjög góð­ur.

Auglýsing

Aft­ur­­virkni samn­inga ó­frá­víkj­an­­leg krafa

Vil­hjálmur segir að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grund­vall­ar­spurn­ingum er lúta að kröfu­gerð félag­anna á fund­inum á morg­un­. Vil­hjálm­ur ­segir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa" félag­anna þriggja að samn­ing­arnir verði aft­ur­virkir til 1. jan­úar 2019 en þá renna núver­andi samn­ingar sitt skeið. Hann segir að það hafi áður gerst að samn­ingar hafi ekki náðst fyrr en mörgum mán­uðum eftir að fyrri samn­ingur féll úr gildi og að hver mán­uður sem líði án samn­ings þýði að launa­fólk verði af allt að fjórum millj­örðum króna.

Sam­kvæmt Vil­hjálmi eru for­dæmi fyrir því hjá rík­is­starfs­mönnum að laun séu leið­rétt aft­ur­virkt þegar svo ber und­ir, þótt það hafi ekki tíðkast á almenna vinnu­mark­aðn­um. Hann segir að sam­komu­lag um aft­ur­virkni muni gera samn­ings­að­ilum kleift að nýta tím­ann betur og gefa meira and­rými til samn­inga. Vil­hjálmur segir að ef ekki náist sam­komu­lag um það þá verði að hraða samn­ing­um. „ Afleið­ing­arnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vil­hjálmur að lokum í sam­tali við Frétta­blað­ið.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent