Krefjast afturvirkra samninga

Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Verkalýðsfélögin gera kröfu um að samningar félaganna við SA muni gilda afturvirkt til 1. janúar 2019, óháð því hvenær samningar nást.

Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Auglýsing

Efl­ing, VR­ og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness gera kröfu um að samn­ingar félag­anna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins muni gilda frá og með 1. jan­úar næst­kom­andi, óháð því hvenær samn­ingar nást. Drag­ist samn­ingar á lang­inn verði þeir ein­fald­lega aft­ur­virkir til þess dags. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Fyrsti fundur með rík­is­sátta­semj­ara á morg­un 

Efl­ing og VLFA klufu sig frá sam­floti með Starfs­greina­sam­band­inu í síð­ustu viku og í kjöl­far­ið  vís­uðu þau ásamt VR kjara­deilu sinni til rík­is­sátta­semj­ara. Á morgun munu stétt­ar­fé­lögin þrjú senda full­trúa sína á fyrsta samn­inga­fund­inn með­ ­full­trú­um ­Sam­taka Atvinnu­lífs­ins hjá rík­is­sátta­semj­ara. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, að fund­ur­inn sé hugs­aður til gagna­öfl­unar fyrir sátta­semj­ara og ekki sé að vænta stórra ­tíð­inda af fund­in­um.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka Atvinnu­lífs­ins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að með fund­inum hefj­ist ferlið form­lega. „Á fund­inum munum við fara með rík­is­sátta­semj­ara yfir gögn sem við höfum áður farið yfir með félög­unum þremur og S­GS. Þar eru rúm­lega 200 síður stút­fullar af til­lögum og grein­ingum frá SA,“ segir Hall­dór. Hann segir jafn­framt að sam­tímis þeim við­ræðum haldi SA áfram að semja við önnur félög sem ekki hafi vísað mál­inu til sátta­semj­ara en hann segir að gang­ur­inn í þeirri vinnu sé mjög góð­ur.

Auglýsing

Aft­ur­­virkni samn­inga ó­frá­víkj­an­­leg krafa

Vil­hjálmur segir að félögin muni reyna að knýja SA til að svara grund­vall­ar­spurn­ingum er lúta að kröfu­gerð félag­anna á fund­inum á morg­un­. Vil­hjálm­ur ­segir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa" félag­anna þriggja að samn­ing­arnir verði aft­ur­virkir til 1. jan­úar 2019 en þá renna núver­andi samn­ingar sitt skeið. Hann segir að það hafi áður gerst að samn­ingar hafi ekki náðst fyrr en mörgum mán­uðum eftir að fyrri samn­ingur féll úr gildi og að hver mán­uður sem líði án samn­ings þýði að launa­fólk verði af allt að fjórum millj­örðum króna.

Sam­kvæmt Vil­hjálmi eru for­dæmi fyrir því hjá rík­is­starfs­mönnum að laun séu leið­rétt aft­ur­virkt þegar svo ber und­ir, þótt það hafi ekki tíðkast á almenna vinnu­mark­aðn­um. Hann segir að sam­komu­lag um aft­ur­virkni muni gera samn­ings­að­ilum kleift að nýta tím­ann betur og gefa meira and­rými til samn­inga. Vil­hjálmur segir að ef ekki náist sam­komu­lag um það þá verði að hraða samn­ing­um. „ Afleið­ing­arnar geta orðið slæmar ef sátt næst ekki,“ segir Vil­hjálmur að lokum í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent