Vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara

VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness munu vera í samstarfi í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum.

Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Auglýsing

VR, Efl­ing og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness munu vera í sam­starfi í yf­ir­stand­andi kjara­samn­inga­við­ræð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá VR en sam­starfið var sam­þykkt á fundi stjórnar VR í gær­kvöld.

­For­menn VR, Efl­ingar og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness hafa nú þegar hist og hefur ákvörðun verið tekin um að vísa við­ræðum félag­anna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara.

Í yfir­lýs­ingu sem Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar – stétt­ar­fé­lags og Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður VLFA sendu frá sér vegna máls­ins í dag segir að þau telji að við­ræður síð­ustu vikna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi verið árang­urs­lausar og afstöðu stjórn­valda skýra vís­bend­ingu um að þau hygg­ist ekk­ert gera til að liðka fyrir við­ræð­um.

Auglýsing

„Lág­marks­laun á íslenskum vinnu­mark­aði eru 300 þús­und krónur á mán­uði sam­kvæmt kjara­samn­ingum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Hús­næð­iskreppa og til­færsla skatt­byrði frá þeim ríku yfir á þá efna­minni gerir það að verkum að ekki er hægt að lifa af þessum laun­um. Efna­hags­upp­sveifla síð­ustu ára hefur ekki skilað lág­launa­fólki ábata og löngu tíma­bært að snúa við þeirri öfug­þró­un,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Jafn­framt kemur fram að stétt­ar­fé­lög versl­un­ar­fólks og almenns launa­fólks standi sam­einuð í þeirri kröfu að dag­vinnu­laun dugi fyrir mann­sæm­andi lífi. Krafa þeirra sé um krónu­tölu­hækk­anir sem leiði til sann­gjarn­ari skipt­ingar kök­unn­ar, ekki pró­sentu­hækk­anir og launa­skrið.

„Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa svarað kröfum okkar með gagn­kröfu um upp­stokkun á vinnu­tíma og breyt­ingum á grund­vall­ar­rétt­indum launa­fólks - rétt­indum sem náð­ust með ára­langri bar­áttu vinn­andi fólks. Tólf tíma vinnu­dagur var raun­veru­leiki hér á landi á árum áður. Slíkt verður aldrei liðið aftur á íslenskum vinnu­mark­aði. Skil­grein­ingar á vinnu­tíma er ávinn­ingur af kjara­bar­áttu síð­ustu alda sem aldrei verður fórnað fyrir nafn­launa­hækk­anir sem geta brunnið upp í verð­bólgu.

Við gerum kröfu um rót­tækar breyt­ingar á núver­andi kerfi, sann­gjarnar launa­leið­rétt­ingar og boð­legt líf en fáum lítil sem engin svör. Þeir sem vilja tryggja sann­girni og rétt­læti á vinnu­mark­aði eru sak­aðir um ábyrgð­ar­leysi og jafn­vel öfg­ar. Eini kost­ur­inn sem býðst vinn­andi fólki er kyrr­stöðu­samn­ing­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Þá segir að enn og aftur sé til þess ætl­ast að lág­launa­fólk á Íslandi sitji eftir á meðan þeir launa­hæstu skammti sjálfum sér tug­pró­senta launa­hækk­anir án þess að blikna. Verka­lýðs­hreyf­ingin standi sterk og muni berj­ast til að ná fram kröfum fólks­ins um mann­sæm­andi líf.

„Við und­ir­rituð teljum að sögu­legt tæki­færi sé fólgið í breiðri sam­stöðu stétt­ar­fé­laga almenns verka­fólks og versl­un­ar­fólks um krónu­tölu­hækk­anir og hækkun lægstu launa.

Við höfum því tekið þá ákvörðun að vísa við­ræðum þeirra stétt­ar­fé­laga sem við veitum for­ystu við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Yfirlýsing vegna vísunar kjaraviðræðna til ríkissáttasemjara

Lág­marks­laun á íslenskum vinnu­mark­aði eru 300 þús­und krónur á mán­uði sam­kvæmt kjara­samn­ingum við Sam­tök atvinnu­lífs­ins. Hús­næð­iskreppa og til­færsla skatt­byrði frá þeim ríku yfir á þá efna­minni gerir það að verkum að ekki er hægt að lifa af þessum laun­um. Efna­hags­upp­sveifla síð­ustu ára hefur ekki skilað lág­launa­fólki ábata og löngu tíma­bært að snúa við þeirri öfug­þró­un.



Stétt­ar­fé­lög versl­un­ar­fólks og almenns launa­fólks standa sam­einuð í þeirri kröfu að dag­vinnu­laun dugi fyrir mann­sæm­andi lífi. Krafa okkar er um krónu­tölu­hækk­anir sem leiði til sann­gjarn­ari skipt­ingar kök­unn­ar, ekki pró­sentu­hækk­anir og launa­skrið.



Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa svarað kröfum okkar með gagn­kröfu um upp­stokkun á vinnu­tíma og breyt­ingum á grund­vall­ar­rétt­indum launa­fólks - rétt­indum sem náð­ust með ára­langri bar­áttu vinn­andi fólks. Tólf tíma vinnu­dagur var raun­veru­leiki hér á landi á árum áður. Slíkt verður aldrei liðið aftur á íslenskum vinnu­mark­aði. Skil­grein­ingar á vinnu­tíma er ávinn­ingur af kjara­bar­áttu síð­ustu alda sem aldrei verður fórnað fyrir nafn­launa­hækk­anir sem geta brunnið upp í verð­bólgu.



Við gerum kröfu um rót­tækar breyt­ingar á núver­andi kerfi, sann­gjarnar launa­leið­rétt­ingar og boð­legt líf en fáum lítil sem engin svör. Þeir sem vilja tryggja sann­girni og rétt­læti á vinnu­mark­aði eru sak­aðir um ábyrgð­ar­leysi og jafn­vel öfg­ar. Eini kost­ur­inn sem býðst vinn­andi fólki er kyrr­stöðu­samn­ing­ar. 



Enn og aftur er til þess ætl­ast að lág­launa­fólk á Íslandi sitji eftir á meðan þeir launa­hæstu skammta sjálfum sér tug­pró­senta launa­hækk­anir án þess að blikna. Verka­lýðs­hreyf­ingin stendur sterk og mun berj­ast til að ná fram kröfum fólks­ins um mann­sæm­andi líf.



Við und­ir­rituð teljum að sögu­legt tæki­færi sé fólgið í breiðri sam­stöðu stétt­ar­fé­laga almenns verka­fólks og versl­un­ar­fólks um krónu­tölu­hækk­anir og hækkun lægstu launa.



Við und­ir­rituð teljum að við­ræður síð­ustu vikna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi verið árang­urs­lausar og afstöðu stjórn­valda skýra vís­bend­ingu um að þau hygg­ist ekk­ert gera til að liðka fyrir við­ræð­um.



Við höfum því tekið þá ákvörðun að vísa við­ræðum þeirra stétt­ar­fé­laga sem við veitum for­ystu við Sam­tök atvinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara.



Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar – stétt­ar­fé­lags

Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður VLFA

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent