Ekki viss um að innistæða hafi verið fyrir „öllum þessum málarekstri“ í hrunmálum

Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðmál að margir hafi átt um sárt að binda vegna hrunmála og að hún voni að þeir láti ekki byrgja sér sýn þegar horft sé fram á veginn. Hún hefur efasemdir um ágæti þess að eftirlitsþjóðfélagið vaxi.

Sigríður Andersen mynd:Wikicommons
Auglýsing

Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ist ekki viss um að inni­stæða hafi verið fyrir „öllum þessum mála­rekstri“ sem tengd­ist banka­hrun­inu. Þetta kemur fram í við­tali við hana í nýj­ustu útgáfu Þjóð­mála.

Þar segir Sig­ríður að mönnum hafi verið vandi á höndum þegar verða áföll eins og banka­hrunið sem eru úr takti við öll hlut­föll í þjóð­fé­lag­inu. Gagn­rýni á það sem gert verður við slíkar aðstæður sé alltaf því marki brennd að menn hafi ekki sam­an­burð við þær leiðir sem ekki voru farn­ar. “Það var ekki óvænt að menn myndu láta reyna á alls konar gjörn­inga fyrir dómi en með tím­anum þegar litið er til baka er ég ekki viss um að hægt sé að full­yrða að inn­stæða hafi verið fyrir öllum þessum mála­rekstri. Margir hafa átt um sárt að binda vegna þess­ara mála og ég vona inni­lega að þeir láti þau ekki byrgja sér sýn þegar horft er fram á veg­inn.“

Auglýsing
Hún seg­ist einnig hafa efa­semdir um ágæti þess að auka eft­ir­lit um of. „Við megum heldur ekki gleyma því að reglur um fjár­mála­markað voru bæði miklar og

flóknar fyrir árið 2008. Það var mikið eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi, hér sem ann­ars stað­ar á Vest­ur­löndum og lög­gjaf­inn hafði sett alveg gríð­ar­lega margar reglur um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Það eru fá ef nokkur dæmi í sög­unni um starf­semi sem laut fleiri regl­u­m[...]En allt kom fyrir ekki þannig að menn þurfa stundum líka að horfast í augu við það að stundum eru áföll óhjá­kvæmi­leg og það er ekki hægt að koma í veg fyrir þau öll með reglum og eft­ir­liti. Það má heldur ekki skapa falskar vænt­ingar manna til þess að með eft­ir­lit­inu þurfi menn ekki að hafa vit fyrir sjálfum sér. Þetta er alltaf mikið álita­efni og við laga­setn­ingu þarf lög­gjaf­inn að huga vel að þessu, þ.e. þegar það er verið að afhenda eft­ir­lits­stofn­unum sekt­ar­heim­ildir og önnur verk­færi til að beita við­ur­lög­um. Þetta er þunn lína, hvenær farið er yfir það sem eðli­legt má telj­ast í ljósi þeirra rétt­ar­fars­reglna sem hér ríkja.“

35 mál í ákæru­ferli

Haustið 2018 voru tíu ár liðin frá banka­hrun­inu. Sam­kvæmt nýlegri úttekt Fin­ancial Times hafa 47 banka­menn verið fang­els­aðir í heim­inum vegna fjár­málakrepp­unnar sem skall á heim­inum haustið 2008. Sú tala er reyndar tölu­vert van­á­ætluð vegna þess að á Íslandi einu saman hafa 40 ein­stak­lingar hlotið sam­tals nálægt hund­rað ára fang­els­is­dóma vegna hrun­mála, sem flest hafa enda með sak­fell­ingu.

Ólafur Þór Hauks­son, nú hér­aðs­sak­sókn­ari en áður sér­stakur sak­sókn­ari, var í við­tali við sjón­varps­þátt­inn 21 á Hring­braut í októ­ber. Þar sagði hann að um 200 mál hafi komið inn á borð emb­ætt­is­ins tengd hrun­inu. Af þeim hafi mörg verið sam­einuð og á end­­anum fóru 35 í ákæru­­ferli. Af þeim stóðu þá sex eft­ir, tvö fyrir hér­­aðs­­dómi og fjögur fyrir Lands­rétti. Þar af voru fjögur mál sem Hæst­i­­réttur Íslands hefur heim­vísað til lægra dóm­­stigs. Hægt er að sjá við­talið við Ólaf í heild sinni hér að neð­an.

Tveimur þeirra mála er nú lokið fyrir því dóm­stígi sem þau voru á. Aur­um-­mál­inu lauk með sýkna allra sak­born­inga fyrir Lands­rétti í októ­ber og í nóv­em­ber var Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings,  sak­­felldur fyrir inn­herja­svik í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Hreið­ari Má var hins veg­ar ekki gerð refs­ing en hann hefur hlotið sam­tals sjö ára fang­els­is­­dóma í þremur öðrum mál­um, þar af tveimur sem lokið hefur með sak­fell­ingu í Hæsta­rétti Íslands.

Sumum málum hætt vegna þess að það skorti fjár­magn

Í þætt­inum var Ólafur einnig spurður um þau mál sem röt­uðu ekki í ákæru­­ferli og sagði að þar væru fyrst og fremst um mál að ræða sem emb­ættið taldi að myndu ekki ná inn í dóm. „Ann­­ars vegar var þá hætt rann­­sókn eða þá mál voru full­­kláruð og svo tekið mat á því hvort þau stæð­ust sönn­un­­ar­­lega séð. Hvort það væru meiri lík­­indi en minni að það yrði sak­­fellt í þeim. Í nokkrum til­­vikum var það þannig að það þótti ekki vera. Síðan í rest­ina voru farin að koma inn frek­­ari sjón­­­ar­mið eins og til dæmis tíma­­lengd­in, hvað þetta var búið að taka langan tíma. Þar kom inn í að við erum skorin svo­­lítið hressi­­lega niður strax á árinu 2013, sem gerir það að verkum að sumt að því sem við vorum með það náði ekki fram.“

Auglýsing
Í fyrsta fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórnar Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar,­sem lagt var fram árið 2013, voru fram­lög til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara skorin niður um helm­ing milli ára og heild­ar­nið­ur­skurð­ur, að teknu til­liti til upp­safn­aðra fjár­heim­ilda, var 774 millj­ónir króna milli ára. Fram­lög til sér­staks sak­sókn­ara fóru úr því að vera 1,3 millj­arðar króna árið 2012 í að vera 291 milljón króna árið 2015. Til að bregð­ast við nið­ur­skurð­inum var fjölda starfs­manna emb­ætt­is­ins sagt upp. Ólafur Þór sagði við Kjarn­ann snemma árs 2015, að á fjórtán mán­aða tíma­bili hefði starfs­mönnum verið fækkað um helm­ing og sér­fræð­ingum sem unnu fyrir emb­ættið í verk­töku um annað eins. „Þetta mikil skerð­ing mun hafa áhrif þótt enn sé nokkuð snemmt að segja til hvers hún leiðir á end­an­um. Ljóst er þó að ekki hefur reynst unnt að manna allar þær rann­sóknir sem emb­ættið hefur með höndum eins og sakir standa nú.“

Þegar Ólafur var spurður að því í sjón­varps­þætt­inum í októ­ber, sem sýndur var í kringum tíu ára afmæli banka­hruns­ins, um það hvernig það stæð­ist jafn­­ræð­is­­sjón­­ar­mið að sumir ein­stak­l­ingar slyppu við ákæru, og mög­u­­lega dóm, vegna þess að rann­­sókn á málum þeirra hefði tekið lengri tíma en hjá öðrum eða vegna þess að emb­ætt­inu skorti fjár­­­magn, svar­aði hann því til að það væri eðli­­legt að velta þeirri spurn­ingu upp. „En í mjög mörgum til­­vikum var um að ræða mál sem beindust að sömu aðilum og áður höfðu fengið dóma og jafn­­vel voru komnir með full­nýtta refsiramma, upp í sex ár. Þannig að það var í lang­flestum til­­vikum um slíkt að ræða.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent