Apple hrapar í verði en er með fulla vasa fjár

Apple hefur hrapað í verði. Er fyrirtækið komið aftur á byrjunarreit? Fjárfestar spyrja sig að því.

apple tim cook
Auglýsing

Tækniris­inn Apple hefur hrapað í verði um tæp­lega 10 pró­sent í dag og hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu lækkað um tæp­lega 35 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uð­u­m. 

Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú 679 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 þús­und millj­örðum króna. 

Hæst hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu farið yfir þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, en nú eru breyttir tím­ar. Microsoft er nú verð­mætasta fyr­ir­tæk­is­ins heims­ins, með verð­miða upp á 750 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 87 þús­und millj­örðum króna.

Auglýsing

Apple sendi frá sér afkomu­við­vörun í gær, en tekju­öflun fyr­ir­tæk­is­ins, einkum í Asíu - þar helst í Kína og Ind­landi - hefur verið hæg­ari en fyrri áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins höfðu gert ráð fyr­ir. Nú er gert ráð fyrir að tekjur Apple verði á milli 84 og 85 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tæp­lega 10 þús­und millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem nemur 2,5 sinnum meira en sem nemur eignum íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina, en þær eru nú um 4 þús­und millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt skrifum Wall Street Journal hafa fjár­festar áhyggjur af því að Apple sé nú á leið inn í erfitt tíma­bil eftir ævin­týra­legan upp­gang og algjöra end­ur­nýj­un, sem hófst árið 2007 með því að fyr­ir­tækið setti iPhone sím­ann á markað árið 2007. Steve Jobs heit­inn, fyrr­ver­andi for­stjóri og aðaldrif­fjöð­ur­inn hjá App­le, kynnti þá fyrsta snjall­sím­ann. Upp­hafið að miklu blóma­skeiði App­le, und­an­farin 17 ár, má síðan rekja til þess að fyr­ir­tækið setti i Pod á mark­að, en upp­færsla á honum var í reynd i Phone sím­inn.

Þrátt fyrir að Apple sé búið að vera á hraðri nið­ur­leið, þegar kemur að mark­aðsvirði, þá er óhætt að segja að fyr­ir­tækið eigið tölu­verða mögu­leika á því að ná vopnum sínum aft­ur. Fyr­ir­tækið á nú meira en 250 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 30 þús­und millj­örðum króna, í lausu fé frá rekstri. 

Það má gera ýmis­legt fyrir þá pen­inga. Það er upp­hæð sem dugar til að kaupa Net­fl­ix, Tesla og Gold­man Sachs bank­ann, og eiga samt næstum 50 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri. 

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent