Apple hrapar í verði en er með fulla vasa fjár

Apple hefur hrapað í verði. Er fyrirtækið komið aftur á byrjunarreit? Fjárfestar spyrja sig að því.

apple tim cook
Auglýsing

Tækniris­inn Apple hefur hrapað í verði um tæp­lega 10 pró­sent í dag og hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu lækkað um tæp­lega 35 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uð­u­m. 

Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú 679 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 þús­und millj­örðum króna. 

Hæst hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu farið yfir þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, en nú eru breyttir tím­ar. Microsoft er nú verð­mætasta fyr­ir­tæk­is­ins heims­ins, með verð­miða upp á 750 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 87 þús­und millj­örðum króna.

Auglýsing

Apple sendi frá sér afkomu­við­vörun í gær, en tekju­öflun fyr­ir­tæk­is­ins, einkum í Asíu - þar helst í Kína og Ind­landi - hefur verið hæg­ari en fyrri áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins höfðu gert ráð fyr­ir. Nú er gert ráð fyrir að tekjur Apple verði á milli 84 og 85 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tæp­lega 10 þús­und millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem nemur 2,5 sinnum meira en sem nemur eignum íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina, en þær eru nú um 4 þús­und millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt skrifum Wall Street Journal hafa fjár­festar áhyggjur af því að Apple sé nú á leið inn í erfitt tíma­bil eftir ævin­týra­legan upp­gang og algjöra end­ur­nýj­un, sem hófst árið 2007 með því að fyr­ir­tækið setti iPhone sím­ann á markað árið 2007. Steve Jobs heit­inn, fyrr­ver­andi for­stjóri og aðaldrif­fjöð­ur­inn hjá App­le, kynnti þá fyrsta snjall­sím­ann. Upp­hafið að miklu blóma­skeiði App­le, und­an­farin 17 ár, má síðan rekja til þess að fyr­ir­tækið setti i Pod á mark­að, en upp­færsla á honum var í reynd i Phone sím­inn.

Þrátt fyrir að Apple sé búið að vera á hraðri nið­ur­leið, þegar kemur að mark­aðsvirði, þá er óhætt að segja að fyr­ir­tækið eigið tölu­verða mögu­leika á því að ná vopnum sínum aft­ur. Fyr­ir­tækið á nú meira en 250 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 30 þús­und millj­örðum króna, í lausu fé frá rekstri. 

Það má gera ýmis­legt fyrir þá pen­inga. Það er upp­hæð sem dugar til að kaupa Net­fl­ix, Tesla og Gold­man Sachs bank­ann, og eiga samt næstum 50 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri. 

Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent