Apple hrapar í verði en er með fulla vasa fjár

Apple hefur hrapað í verði. Er fyrirtækið komið aftur á byrjunarreit? Fjárfestar spyrja sig að því.

apple tim cook
Auglýsing

Tækniris­inn Apple hefur hrapað í verði um tæp­lega 10 pró­sent í dag og hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu lækkað um tæp­lega 35 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uð­u­m. 

Mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er nú 679 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 þús­und millj­örðum króna. 

Hæst hefur verð­mið­inn á fyr­ir­tæk­inu farið yfir þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, en nú eru breyttir tím­ar. Microsoft er nú verð­mætasta fyr­ir­tæk­is­ins heims­ins, með verð­miða upp á 750 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 87 þús­und millj­örðum króna.

Auglýsing

Apple sendi frá sér afkomu­við­vörun í gær, en tekju­öflun fyr­ir­tæk­is­ins, einkum í Asíu - þar helst í Kína og Ind­landi - hefur verið hæg­ari en fyrri áætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins höfðu gert ráð fyr­ir. Nú er gert ráð fyrir að tekjur Apple verði á milli 84 og 85 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um tæp­lega 10 þús­und millj­örðum króna. 

Það er upp­hæð sem nemur 2,5 sinnum meira en sem nemur eignum íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina, en þær eru nú um 4 þús­und millj­arðar króna. 

Sam­kvæmt skrifum Wall Street Journal hafa fjár­festar áhyggjur af því að Apple sé nú á leið inn í erfitt tíma­bil eftir ævin­týra­legan upp­gang og algjöra end­ur­nýj­un, sem hófst árið 2007 með því að fyr­ir­tækið setti iPhone sím­ann á markað árið 2007. Steve Jobs heit­inn, fyrr­ver­andi for­stjóri og aðaldrif­fjöð­ur­inn hjá App­le, kynnti þá fyrsta snjall­sím­ann. Upp­hafið að miklu blóma­skeiði App­le, und­an­farin 17 ár, má síðan rekja til þess að fyr­ir­tækið setti i Pod á mark­að, en upp­færsla á honum var í reynd i Phone sím­inn.

Þrátt fyrir að Apple sé búið að vera á hraðri nið­ur­leið, þegar kemur að mark­aðsvirði, þá er óhætt að segja að fyr­ir­tækið eigið tölu­verða mögu­leika á því að ná vopnum sínum aft­ur. Fyr­ir­tækið á nú meira en 250 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur tæp­lega 30 þús­und millj­örðum króna, í lausu fé frá rekstri. 

Það má gera ýmis­legt fyrir þá pen­inga. Það er upp­hæð sem dugar til að kaupa Net­fl­ix, Tesla og Gold­man Sachs bank­ann, og eiga samt næstum 50 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri. 

Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent