Endurskoða samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og stjórnvalda hafa skrifað undir samkomulag um endurskoðun á samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar en endurskoðun sauðfjársamnings fer næst fram árið 2023.

reykjarett_21344488584_o.jpg
Auglýsing

Full­trúar Bænda­sam­taka Íslands og stjórn­valda hafa skrifað undir sam­komu­lag um end­ur­skoðun á samn­ingi um starfs­skil­yrði sauð­fjár­rækt­ar­inn­ar. 

Í frétt atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að mark­mið sam­komu­lags­ins sé meðal ann­ars að stuðla að auknu jafn­vægi fram­boðs og eft­ir­spurnar á mark­aði með sauð­fjár­af­urð­ir, auka frelsi sauð­fjár­bænda og að auð­veld­ara verði að takast á við sveiflur í ytra og innra umhverfi grein­ar­inn­ar. 

Enn fremur kemur fram að áhersla sé lögð á að auð­velda aðlögun að breyttum búskap­ar­háttum eða nýrri starf­semi með sér­stökum aðlög­un­ar­samn­ing­um. Þær breyt­ingar sem gerðar eru á samn­ingnum kalli ekki á aukin útgjöld fyrir rík­is­sjóð.

Auglýsing

Aðlög­un­ar­samn­ingur við þá sem vilja hætta eða draga úr sauð­fjár­bú­skap

Í sam­komu­lag­inu felst að heim­ilt verður að gera aðlög­un­ar­samn­inga við fram­leið­endur sem til­búnir eru að hætta eða draga úr sauð­fjár­bú­skap og reyna fyrir sér í nýrri starf­semi. Fram­leið­endur geta óskað eftir að gera slíka samn­inga til árs­ins 2022. Breyt­ingar verða gerðar á fyr­ir­komu­lagi bein­greiðslna, gripa­greiðslur falla út og hlut­föll til ein­stakra verk­efna breyt­ast. Mark­mið þeirra breyt­inga er að draga úr vægi greiðslna sem tengdar eru við fram­leitt kjöt­magn eða gripa­fjölda. Heild­ar­fjár­hæð greiðslna hvers árs verður sem áður sam­kvæmt gild­andi samn­ingi en áhersla er frekar lögð á stuðn­ing sem er síður hvetj­andi til offram­leiðslu.

Stofn­settur verður mark­aður fyrir greiðslu­mark sem verður í höndum Bún­að­ar­stofu Mat­væla­stofn­un­ar. Greiðslu­mark verður inn­leyst og boðið til sölu á inn­lausn­ar­verði ár hvert. Heim­ilt er að gefa ákveðnum hópum fram­leið­enda for­gang á kaupum á því greiðslu­marki sem boðið verður til sölu hverju sinni. Þessi aðgerð er til þess fallin að halda niðri kostn­aði af kerf­inu og sam­eina hags­muni innan stétt­ar­inn­ar.

Inn­an­lands­vog skil­greinir þarfir og eft­ir­spurn inn­an­lands­mark­aðar eftir kinda­kjöti

Í sam­komu­lag­inu er ákvæði sem ætlað er að stuðla að fram­leiðslu­jafn­vægi á sauð­fjár­af­urð­um. Fjár­hæðum sam­kvæmt þeim lið verður ráð­stafað ef bregð­ast þarf við breyt­ingum á fram­boði og eft­ir­spurn á mark­aði. Það verður meðal ann­ars gert með því að efla mark­aðs­færslu sauð­fjár­af­urða og greiða sér­stakar upp­bætur fyrir slátrun áa til fækk­un­ar. Þá verður komið á fót svo­kall­aðri inn­an­lands­vog sem skil­greinir þarfir og eft­ir­spurn inn­an­lands­mark­aðar eftir kinda­kjöt­i. 

Árlega skal Mat­væla­stofnun áætla sölu­magn kinda­kjöts á inn­an­lands­mark­aði næsta alm­an­aksár og byggja þá áætlun á sölu síð­ustu 24 mán­aða og lík­legri sölu­þró­un. Mis­munur á raun­veru­legri fram­leiðslu og inn­an­lands­vog gefur til kynna árlega útflutn­ings­þörf slát­ur­leyf­is­hafa. Álags­greiðslur vegna gæða­stýr­ingar munu skipt­ast á þann hluta heild­ar­fram­leiðsl­unnar sem ætl­aður er til inn­an­lands­mark­að­ar.

Ásetn­ings­hlut­fall verður lækkað úr 0,7 í 0,6 frá og með 1. jan­úar 2020. Jafn­framt er gerð sú breyt­ing að ráð­herra verður heim­ilt að end­ur­meta hlut­fallið árlega að feng­inni til­lögu fram­kvæmda­nefndar búvöru­samn­inga, með til­liti til inn­an­lands­vogar og þró­unar á fram­boði og eft­ir­spurn sauð­fjár­af­urða. Í núgild­andi samn­ingi er ásetn­ings­hlut­fallið ákveðið í lög­um.

End­ur­skoðun fer næst fram eftir fjögur ár

End­ur­skoðun sauð­fjár­samn­ings fer fram næst árið 2023. Fyrst og fremst verður horft til þess hvernig fram­leiðsla sauð­fjár­af­urða og afkoma í grein­inni hefur þró­ast og hvernig mark­mið samn­ings­ins og þess sam­komu­lags sem nú er gert hafa gengið eft­ir. Einnig skal skoða þróun í bústærð, fjölda búa eftir svæðum og fjár­fjölda í land­inu. Þá skal end­ur­skoða býl­is­stuðn­ing, bæði fjár­hæðir og þrep.

Sér­stök bókun var gerð í sam­komu­lagið þar sem lögð er áhersla á að mik­il­vægt sé að ná fram auk­inni hag­ræð­ingu í grein­inni og að kannað verði hvort slát­ur­leyf­is­hafar geti átt sam­starf um afmark­aða þætti í starf­semi sinni.

Sam­komu­lagið er liður í end­ur­skoðun samn­ings frá árinu 2016

Það voru þau Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fyrir hönd rík­is­ins, og Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður Bænda­sam­taka Íslands, og Oddný Steina Vals­dótt­ir, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda sem skrif­uðu undir sam­komu­lag­ið. Það er und­ir­ritað með fyr­ir­vara um sam­þykki Alþingis á nauð­syn­legum laga­breyt­ingum og sam­þykki félags­manna LS og BÍ í atkvæða­greiðslu. Sam­komu­lag er liður í end­ur­skoðun samn­ings um starfs­skil­yrði sauð­fjár­ræktar frá 19. febr­úar 2016.

Undirritun sauðfjársamnings 19. janúar 2019

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra tel­ur að sam­komu­lagið muni styrkja grund­völl íslenskrar sauð­fjár­rækt­ar. Hann segir sér­stak­lega ánægju­legt að stuðlað verði að meira jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurnar á mark­aði með sauð­fjár­af­urðir en það hafi verið einn helsti vandi grein­ar­innar und­an­farin ár. „Jafn­framt má nefna þá ánægju­legu breyt­ingu að við veitum bændum meira frelsi með sér­stökum aðlög­un­ar­samn­ingum til að nýta tæki­færi fram­tíð­ar­innar – bændum og neyt­endum til heilla,“ segir hann. 

Oddný Steina Vals­dótt­ir, for­maður Lands­sam­taka sauð­fjár­bænda, segir við til­efnið að í sam­komu­lag­inu komi inn ferlar til að takast á við sveiflur í rekstr­ar­um­hverfi sauð­fjár­rækt­ar­innar og að það sé mik­il­vægt. Þá sé dregið úr fram­leiðslu­hvata stuðn­ings­greiðslna. Eftir sem áður sé stefnt að því að jafna stöðu bænda sem starfa innan samn­ings­ins og draga úr kostn­aði grein­ar­innar af kerf­inu. Þá séu samn­ings­að­ilar sam­mála um mik­il­vægi þess að ná fram hag­ræð­ing­ar­að­gerðum innan afurða­geirans, að því marki verður áfram að vinna. „Ég tel þær breyt­ingar sem sam­komu­lagið felur í sér sé jákvætt skref sem muni styðja við aukna verð­mæta­sköpun afurða. Þá er einnig ánægju­legt að sam­hliða þessu sam­komu­lagi hefur rík­is­stjórnin ákveðið að hefja kolefn­is­verk­efni í sam­starfi við sauð­fjár­bænd­ur. Gæði, fag­mennska og heil­næmi er aðals­merki okkar sauð­fjár­bænda og á þeim styrk­leikum ætlum við að byggja til fram­tíð­ar,“ segir hún. 

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent