Uppbygging fyrirhuguð við Suðurlandsbraut og Ármúla

Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf og uppbyggingu á lóð við Suðurlandsbraut og Ármúla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.

Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Auglýsing

Upp­bygg­ing er fyr­ir­huguð á lóð­inni Suð­ur­lands­braut 34 / Ármúli 31, sem er í eigu Reita fast­eigna­fé­lags. Gert er ráð fyrir að lóðin geti rúmað 400 til 500 íbúðir ásamt hús­næði fyrir atvinnu­starf­semi. Iðn­að­ar­hús­næði sem fyrir er við Ármúla mun víkja fyrir þess­ari upp­bygg­ingu og gert er ráð fyrir að Orku­húsið svo­kall­aða muni standa áfram.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg en Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Guð­jón Auð­uns­son ­for­stjóri Reita skrif­uðu í dag undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starfið og upp­bygg­ing­una. Und­ir­skriftin fór fram á þaksvölum Orku­húss­ins.

Borgarstjóri og forstjóri Reita Mynd: Reykjavíkurborg

Auglýsing

Í vilja­yf­ir­lýs­ingu kemur fram að deiliskipu­lag fyrir svæðið verði end­ur­skoðað í sam­ræmi við aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 til 2030 og verða þrjár arki­tekta­stofur fengnar til að vinna hug­myndir að breyttu skipu­lagi. Gert er ráð fyrir að lóðin verði minnkuð við Suð­ur­lands­braut vegna fyr­ir­hug­aðrar legu Borg­ar­línu.

Áform sem voru kynnt í borg­ar­ráði í des­em­ber miða við bland­aða byggð og að heild­ar­bygg­ing­ar­magn á lóð­inni verði að lág­marki 45.000 fer­metr­ar, íbúðir verði 400 til 500 tals­ins og atvinnu­hús­næði um 5.000 til 6.000 fer­metr­ar. End­an­legt bygg­inga­magn, útfærsla og gerð hús­næðis mun taka mið af fyr­ir­hug­aðri hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag lóð­ar­inn­ar. Upp­bygg­ing á lóð­inni verður í sam­ræmi við mark­mið og í anda hús­næð­is­á­ætl­unar Reykja­vík­ur­borgar þannig að um 15% íbúða á lóð­inni verða leigu­í­búð­ir, íbúðir Félags­bú­staða, stúd­enta­í­búð­ir, búsetu­réttar­í­búðir og/eða íbúðir fyrir aldr­aða.

Þegar deiliskipu­lags­hug­mynd liggur fyrir verður upp­bygg­ingin útfærð nánar og tíma­sett, sem og gengið frá sam­komu­lagi um greiðsl­ur, kaup­rétt og kvað­ir. Gert er ráð fyrir að fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu á lóð­inni geti haf­ist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipu­lag hefur verið sam­þykkt.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir þetta vera stóran og mik­il­vægan upp­bygg­ing­ar­reit í borg­inni sem standi með­fram fyrsta áfanga Borg­ar­línu. „Það er mik­il­vægt að sam­staða er um að stefna að fjöl­breyttri, spenn­andi og bland­aðri byggð. Suð­ur­lands­brautin er hryggjar­stykkið í nýjum þró­unar­ási borg­ar­innar sem nær frá Hlemmi upp að Ártúns­höfða þannig að þetta eru mik­il­væg tíma­mót og verk­efni sem von­andi mun gefa tón­inn á svæð­in­u.“

Guð­jón Auð­uns­son for­stjóri Reita segir að fyr­ir­tæk­ið hafi í nokkurn tíma haft áform um að nýta betur stóra lóð félags­ins sem standi á mik­il­vægum reit á horni Suð­ur­lands­brautar og Grens­ás­veg­ar. „Að mati félags­ins er stað­setn­ing lóð­ar­innar afar vel til þess fallin til að þróa þar bland­aða byggð sem felur í sér aukna áherslu á íbúðir í bland við atvinnu­hús­næði. Þá mun fyr­ir­huguð upp­bygg­ing njóta góðs af nálægð við þjón­ustu í Skeif­unni og Glæsibæ sem og við útis­vist­ar­svæði í Laug­ar­dal, íþróttir og ekki síst sam­göng­ur, þar sem borg­ar­lín­unni er ætlað að liggja um Suð­ur­lands­braut,“ segir Guð­jón.

Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent