Uppbygging fyrirhuguð við Suðurlandsbraut og Ármúla

Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf og uppbyggingu á lóð við Suðurlandsbraut og Ármúla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.

Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Auglýsing

Upp­bygg­ing er fyr­ir­huguð á lóð­inni Suð­ur­lands­braut 34 / Ármúli 31, sem er í eigu Reita fast­eigna­fé­lags. Gert er ráð fyrir að lóðin geti rúmað 400 til 500 íbúðir ásamt hús­næði fyrir atvinnu­starf­semi. Iðn­að­ar­hús­næði sem fyrir er við Ármúla mun víkja fyrir þess­ari upp­bygg­ingu og gert er ráð fyrir að Orku­húsið svo­kall­aða muni standa áfram.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg en Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Guð­jón Auð­uns­son ­for­stjóri Reita skrif­uðu í dag undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starfið og upp­bygg­ing­una. Und­ir­skriftin fór fram á þaksvölum Orku­húss­ins.

Borgarstjóri og forstjóri Reita Mynd: Reykjavíkurborg

Auglýsing

Í vilja­yf­ir­lýs­ingu kemur fram að deiliskipu­lag fyrir svæðið verði end­ur­skoðað í sam­ræmi við aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 til 2030 og verða þrjár arki­tekta­stofur fengnar til að vinna hug­myndir að breyttu skipu­lagi. Gert er ráð fyrir að lóðin verði minnkuð við Suð­ur­lands­braut vegna fyr­ir­hug­aðrar legu Borg­ar­línu.

Áform sem voru kynnt í borg­ar­ráði í des­em­ber miða við bland­aða byggð og að heild­ar­bygg­ing­ar­magn á lóð­inni verði að lág­marki 45.000 fer­metr­ar, íbúðir verði 400 til 500 tals­ins og atvinnu­hús­næði um 5.000 til 6.000 fer­metr­ar. End­an­legt bygg­inga­magn, útfærsla og gerð hús­næðis mun taka mið af fyr­ir­hug­aðri hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag lóð­ar­inn­ar. Upp­bygg­ing á lóð­inni verður í sam­ræmi við mark­mið og í anda hús­næð­is­á­ætl­unar Reykja­vík­ur­borgar þannig að um 15% íbúða á lóð­inni verða leigu­í­búð­ir, íbúðir Félags­bú­staða, stúd­enta­í­búð­ir, búsetu­réttar­í­búðir og/eða íbúðir fyrir aldr­aða.

Þegar deiliskipu­lags­hug­mynd liggur fyrir verður upp­bygg­ingin útfærð nánar og tíma­sett, sem og gengið frá sam­komu­lagi um greiðsl­ur, kaup­rétt og kvað­ir. Gert er ráð fyrir að fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu á lóð­inni geti haf­ist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipu­lag hefur verið sam­þykkt.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir þetta vera stóran og mik­il­vægan upp­bygg­ing­ar­reit í borg­inni sem standi með­fram fyrsta áfanga Borg­ar­línu. „Það er mik­il­vægt að sam­staða er um að stefna að fjöl­breyttri, spenn­andi og bland­aðri byggð. Suð­ur­lands­brautin er hryggjar­stykkið í nýjum þró­unar­ási borg­ar­innar sem nær frá Hlemmi upp að Ártúns­höfða þannig að þetta eru mik­il­væg tíma­mót og verk­efni sem von­andi mun gefa tón­inn á svæð­in­u.“

Guð­jón Auð­uns­son for­stjóri Reita segir að fyr­ir­tæk­ið hafi í nokkurn tíma haft áform um að nýta betur stóra lóð félags­ins sem standi á mik­il­vægum reit á horni Suð­ur­lands­brautar og Grens­ás­veg­ar. „Að mati félags­ins er stað­setn­ing lóð­ar­innar afar vel til þess fallin til að þróa þar bland­aða byggð sem felur í sér aukna áherslu á íbúðir í bland við atvinnu­hús­næði. Þá mun fyr­ir­huguð upp­bygg­ing njóta góðs af nálægð við þjón­ustu í Skeif­unni og Glæsibæ sem og við útis­vist­ar­svæði í Laug­ar­dal, íþróttir og ekki síst sam­göng­ur, þar sem borg­ar­lín­unni er ætlað að liggja um Suð­ur­lands­braut,“ segir Guð­jón.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins.
Nú sé kominn tími til að hætta að skoða málin og gera eitthvað
Ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnvalda um framlengingu atvinnuleysisbóta að svo stöddu, samkvæmt félagsmálaráðherra, en málið er í skoðun. Þingmaður Flokks fólksins segir það vera álíka og að segja við fólk: „Étið það sem úti frýs.“
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent