Uppbygging fyrirhuguð við Suðurlandsbraut og Ármúla

Borgarstjóri og forstjóri Reita skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf og uppbyggingu á lóð við Suðurlandsbraut og Ármúla. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðinni geti hafist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.

Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Uppbyggingarsvæðið við Suðurlandsbraut og Ármúla
Auglýsing

Upp­bygg­ing er fyr­ir­huguð á lóð­inni Suð­ur­lands­braut 34 / Ármúli 31, sem er í eigu Reita fast­eigna­fé­lags. Gert er ráð fyrir að lóðin geti rúmað 400 til 500 íbúðir ásamt hús­næði fyrir atvinnu­starf­semi. Iðn­að­ar­hús­næði sem fyrir er við Ármúla mun víkja fyrir þess­ari upp­bygg­ingu og gert er ráð fyrir að Orku­húsið svo­kall­aða muni standa áfram.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg en Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri og Guð­jón Auð­uns­son ­for­stjóri Reita skrif­uðu í dag undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starfið og upp­bygg­ing­una. Und­ir­skriftin fór fram á þaksvölum Orku­húss­ins.

Borgarstjóri og forstjóri Reita Mynd: Reykjavíkurborg

Auglýsing

Í vilja­yf­ir­lýs­ingu kemur fram að deiliskipu­lag fyrir svæðið verði end­ur­skoðað í sam­ræmi við aðal­skipu­lag Reykja­víkur 2010 til 2030 og verða þrjár arki­tekta­stofur fengnar til að vinna hug­myndir að breyttu skipu­lagi. Gert er ráð fyrir að lóðin verði minnkuð við Suð­ur­lands­braut vegna fyr­ir­hug­aðrar legu Borg­ar­línu.

Áform sem voru kynnt í borg­ar­ráði í des­em­ber miða við bland­aða byggð og að heild­ar­bygg­ing­ar­magn á lóð­inni verði að lág­marki 45.000 fer­metr­ar, íbúðir verði 400 til 500 tals­ins og atvinnu­hús­næði um 5.000 til 6.000 fer­metr­ar. End­an­legt bygg­inga­magn, útfærsla og gerð hús­næðis mun taka mið af fyr­ir­hug­aðri hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag lóð­ar­inn­ar. Upp­bygg­ing á lóð­inni verður í sam­ræmi við mark­mið og í anda hús­næð­is­á­ætl­unar Reykja­vík­ur­borgar þannig að um 15% íbúða á lóð­inni verða leigu­í­búð­ir, íbúðir Félags­bú­staða, stúd­enta­í­búð­ir, búsetu­réttar­í­búðir og/eða íbúðir fyrir aldr­aða.

Þegar deiliskipu­lags­hug­mynd liggur fyrir verður upp­bygg­ingin útfærð nánar og tíma­sett, sem og gengið frá sam­komu­lagi um greiðsl­ur, kaup­rétt og kvað­ir. Gert er ráð fyrir að fram­kvæmdir við upp­bygg­ingu á lóð­inni geti haf­ist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipu­lag hefur verið sam­þykkt.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir þetta vera stóran og mik­il­vægan upp­bygg­ing­ar­reit í borg­inni sem standi með­fram fyrsta áfanga Borg­ar­línu. „Það er mik­il­vægt að sam­staða er um að stefna að fjöl­breyttri, spenn­andi og bland­aðri byggð. Suð­ur­lands­brautin er hryggjar­stykkið í nýjum þró­unar­ási borg­ar­innar sem nær frá Hlemmi upp að Ártúns­höfða þannig að þetta eru mik­il­væg tíma­mót og verk­efni sem von­andi mun gefa tón­inn á svæð­in­u.“

Guð­jón Auð­uns­son for­stjóri Reita segir að fyr­ir­tæk­ið hafi í nokkurn tíma haft áform um að nýta betur stóra lóð félags­ins sem standi á mik­il­vægum reit á horni Suð­ur­lands­brautar og Grens­ás­veg­ar. „Að mati félags­ins er stað­setn­ing lóð­ar­innar afar vel til þess fallin til að þróa þar bland­aða byggð sem felur í sér aukna áherslu á íbúðir í bland við atvinnu­hús­næði. Þá mun fyr­ir­huguð upp­bygg­ing njóta góðs af nálægð við þjón­ustu í Skeif­unni og Glæsibæ sem og við útis­vist­ar­svæði í Laug­ar­dal, íþróttir og ekki síst sam­göng­ur, þar sem borg­ar­lín­unni er ætlað að liggja um Suð­ur­lands­braut,“ segir Guð­jón.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent