Engin stofnun safnar upplýsingum um kennitöluflakk

Á Íslandi safnar engin stofnun tölulegum upplýsingum um eignarhald á félögum. Ráðherra segir að á meðan slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kennitöluflakks. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um kennitöluflakk í febrúar.

Kennitöluflakk- 1. maí.jpg
Auglýsing

Engin stofnun á Íslandi safnar tölu­legum upp­lýs­ingum um eign­ar­hald á félögum og hverjir standa þar að baki. Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, segir að á meðan slíkar upp­lýs­ingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kenni­tölu­flakks. Þetta kemur fram í svari ráð­herra  við fyr­ir­spurn frá Willum Þór Þórs­syni, þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, um kenni­tölu­flakk.

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið  og dóms­mála­ráðu­neytið hafa unnið að drögum að frum­varpi um kenni­tölu­flakk að und­an­förnu og stefnt er að leggja frum­varpið fyrir Alþingi í febr­úar á þessu ári. Í skýrslu starfs­hóps um umfang skatt­und­an­skota og til­lögur til aðgerða, sem birt var í júní 2017, segir engu að síður að greina þurfi umfang kenni­tölu­flakks áður en ráð­ist verði í aðgerðir og ákveðið hve langt þurfi að ganga til að koma í veg fyrir mis­notkun á kerf­inu.

Erfitt að leggja mat á umfang vand­ans

Í svari ráð­herra við fyr­ir­spurn Will­ums segir að ekki liggi fyrir laga­leg skil­grein­ing á hug­tak­inu „kenni­tölu­flakk“ en það sé oft­ast notað um ákveðna mis­notkun eig­enda atvinnu­rekstrar í skjóli tak­mark­aðrar ábyrgð­ar. Kenni­tölu­flakk felist í stofnun nýs félags í sama atvinnu­rekstri til að losa und­ir­liggj­andi rekstur undan fjár­hags­legum skuld­bind­ingum en við­halda samt eign­um. Tjónið felist gjarnan í því að félög fari í gjald­þrot með skuldum í formi skatta, líf­eyr­is­sjóðs­gjalda og gjalda úr Ábyrgð­ar­sjóði launa, svo og við birgja og aðra kröfu­hafa, m.a. laun­þega.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, erða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra.Einnig spyr Willum ráð­herra hvort að umfang kenni­tölu­flakks á Íslandi hafi verið kannað á vegum stjórn­valda. Í svari Þór­dísar Kol­brúnar segir að fyrir nokkru hafi atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið kannað leiðir til þess að greina umfang kenni­tölu­flakks á Íslandi. Ráðu­neytið leit­aði til Hag­stofu Íslands, rík­is­skatt­stjóra og fyr­ir­tækja­skrár, toll­stjór­ans í Reykja­vík og Ábyrgð­ar­sjóðs launa. En sam­kvæmt ráðu­neyt­inu safnar engin þess­ara stofn­ana né aðrar stofn­anir tölu­legum upp­lýs­ingum um eign­ar­hald á félögum og hverjir standa þar að baki. Þór­dís Kol­brún segir því að meðan slíkar upp­lýs­ingar liggja ekki fyrir er erfitt um vik að leggja mat á umfang vandans.

Auglýsing

Rúm­lega 9000 félög tekin til gjald­þrota­skipta á 10 ára tíma­bili

Þróun gjaldþrota Mynd: Alþingi

Ráð­herra bendir þó á að sem vís­bend­ingu um þann fjölda sem kom til greina við skoðun á kenni­tölu­flakki vísa til þess að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stofu Íslands voru alls 9.250 félög tekin til gjald­þrota­skipta á tíma­bil­inu 2003 til 2013, af tæp­lega 350 þús­und félögum sem voru á skrá á tíma­bil­inu eða hluta þess tíma. Það þýði að um 2 pró­sent skráðra félaga verða að með­al­tali gjald­þrota á ári hverju. Ef ein­göngu er tekið mið af félögum sem greiddu laun á tíma­bil­inu eru gjald­þrotin hins vegar að með­al­tali um 6 pró­sent.

Í svar­inu kemur einnig fram að alls voru skráð 5.178 ný félög á árunum frá 2008 til 2012, þar af voru 259 ein­stak­lingar að skipta um kenni­tölu. Það þýðir að um 2 pró­sent ein­stak­linga voru að með­al­tali að skipta um kenni­tölu af þeim fjölda kennitalna sem voru teknar í notkun á þessu fimm ára tíma­bili. Þessar tölur sýna þó ein­göngu félög sem voru með fleiri en fimm starfs­menn í vinnu hjá sér, það vantar upp­lýs­ingar um smærri félög en í svar­inu segir að mögu­lega sé tíðni á breyt­ingu á könnu­tölu hærri hjá þeim smærri en stærri.

Ráð­herra bendir þó á að ekki sé hægt að álykta að allir þeir sem skiptu um kenni­tölu hafi gert slíkt í þeim til­gangi að losna við skuldir en myndin sýnir þó þann fjölda fyr­ir­tækja með fleiri en fimm starfs­menn sem kæmi til álita vegna kenni­tölu­flakks.

Ekki vitað hvert árlegt tap rík­is­sjóðs sé vegna kenni­tölu­flakks

Í fyr­ir­spurn Will­ums er einnig leit­ast eftir svörum um hvort unnt hafi verið að meta hversu miklum skatt­tekj­u­m ­rík­is­sjóð­ur­ hafi orðið af vegna kenni­tölu­flakks eða hvert árlegt tap rík­is­sjóðs­ins vegna þess. Þór­dís Kol­brún segir að þær upp­lýs­ingar liggi ekki fyr­ir, hún bendir á skýrslu starfs­hóps frá 20. júní 2017, um umfang skatt­und­an­skota og til­lögur til aðgerða sé kafli um kenni­tölu­flakk. Í skýrsl­unni er ekki finna fjár­hags­leg­t ­mat á tapi kenni­tölu­flakks en ­jafn­framt er greint frá því að nauð­syn­legt sé að greina umfang kenni­tölu­flakks áður en ráð­ist verði í aðgerðir og ákveðið hve langt þurfi að ganga til að koma í veg fyrir fram­an­greinda mis­notk­un á kerf­inu.

Í umfjöllun Tíund­ar, tölu­blaði rík­is­skatt­stjóra, um kenni­tölu­flakk í jan­úar 2016 segir að ­á­ætlað sé að rík­is­sjóður fari á mis við 80 millj­arða króna vegna skatt­und­an­skota á ári hverju og að kenni­tölu­flakk sé hluti vand­ans.

Frum­varp um kenni­tölu­flakk í febr­úar

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og dóms­mála­ráðu­neytið stefna því að leggja fram frum­varp um kenni­tölu­flakk á Alþingi i febr­úar 2018. Frum­varpið er afrakstur ráðu­neyt­anna eftir að hafa und­an­farin miss­eri haft til skoð­unar til­lögur Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Alþýðu­sam­bands Íslands um leiðir til að sporna við kenni­tölu­flakki í atvinnu­rekstri. 

Mark­mið frum­varps­ins er að bregð­ast við mis­notkun á hluta­fé­lags­form­inu, og að í ákveðnum til­vikum verði unnt að setja ein­stak­linga í atvinnu­rekstr­ar­bann. Þetta kemur fram í svari ráð­herra við spurn­ingu  um hvaða aðgerðir séu fyr­ir­hug­aðar af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar til þess að sporna við kenni­tölu­flakki en í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar er kveðið á um að rík­is­stjórnin vilji vinna með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins við að vinna gegn kenni­tölu­flakki hér á landi.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent