Engin stofnun safnar upplýsingum um kennitöluflakk

Á Íslandi safnar engin stofnun tölulegum upplýsingum um eignarhald á félögum. Ráðherra segir að á meðan slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kennitöluflakks. Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um kennitöluflakk í febrúar.

Kennitöluflakk- 1. maí.jpg
Auglýsing

Engin stofnun á Íslandi safnar tölulegum upplýsingum um eignarhald á félögum og hverjir standa þar að baki. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir að á meðan slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir sé erfitt að meta umfang kennitöluflakks. Þetta kemur fram í svari ráðherra  við fyrirspurn frá Willum Þór Þórssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, um kennitöluflakk.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið  og dómsmálaráðuneytið hafa unnið að drögum að frumvarpi um kennitöluflakk að undanförnu og stefnt er að leggja frumvarpið fyrir Alþingi í febrúar á þessu ári. Í skýrslu starfshóps um umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða, sem birt var í júní 2017, segir engu að síður að greina þurfi umfang kennitöluflakks áður en ráðist verði í aðgerðir og ákveðið hve langt þurfi að ganga til að koma í veg fyrir misnotkun á kerfinu.

Erfitt að leggja mat á umfang vandans

Í svari ráðherra við fyrirspurn Willums segir að ekki liggi fyrir lagaleg skilgreining á hugtakinu „kennitöluflakk“ en það sé oftast notað um ákveðna misnotkun eigenda atvinnurekstrar í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar. Kennitöluflakk felist í stofnun nýs félags í sama atvinnurekstri til að losa undirliggjandi rekstur undan fjárhagslegum skuldbindingum en viðhalda samt eignum. Tjónið felist gjarnan í því að félög fari í gjaldþrot með skuldum í formi skatta, lífeyrissjóðsgjalda og gjalda úr Ábyrgðarsjóði launa, svo og við birgja og aðra kröfuhafa, m.a. launþega.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, erða­mála-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra.Einnig spyr Willum ráðherra hvort að umfang kennitöluflakks á Íslandi hafi verið kannað á vegum stjórnvalda. Í svari Þórdísar Kolbrúnar segir að fyrir nokkru hafi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kannað leiðir til þess að greina umfang kennitöluflakks á Íslandi. Ráðuneytið leitaði til Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra og fyrirtækjaskrár, tollstjórans í Reykjavík og Ábyrgðarsjóðs launa. En samkvæmt ráðuneytinu safnar engin þessara stofnana né aðrar stofnanir tölulegum upplýsingum um eignarhald á félögum og hverjir standa þar að baki. Þórdís Kolbrún segir því að meðan slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir er erfitt um vik að leggja mat á umfang vandans.

Auglýsing

Rúmlega 9000 félög tekin til gjaldþrotaskipta á 10 ára tímabili

Þróun gjaldþrota Mynd: Alþingi

Ráðherra bendir þó á að sem vísbendingu um þann fjölda sem kom til greina við skoðun á kennitöluflakki vísa til þess að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru alls 9.250 félög tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu 2003 til 2013, af tæplega 350 þúsund félögum sem voru á skrá á tímabilinu eða hluta þess tíma. Það þýði að um 2 prósent skráðra félaga verða að meðaltali gjaldþrota á ári hverju. Ef eingöngu er tekið mið af félögum sem greiddu laun á tímabilinu eru gjaldþrotin hins vegar að meðaltali um 6 prósent.

Í svarinu kemur einnig fram að alls voru skráð 5.178 ný félög á árunum frá 2008 til 2012, þar af voru 259 einstaklingar að skipta um kennitölu. Það þýðir að um 2 prósent einstaklinga voru að meðaltali að skipta um kennitölu af þeim fjölda kennitalna sem voru teknar í notkun á þessu fimm ára tímabili. Þessar tölur sýna þó eingöngu félög sem voru með fleiri en fimm starfsmenn í vinnu hjá sér, það vantar upplýsingar um smærri félög en í svarinu segir að mögulega sé tíðni á breytingu á könnutölu hærri hjá þeim smærri en stærri.

Ráðherra bendir þó á að ekki sé hægt að álykta að allir þeir sem skiptu um kennitölu hafi gert slíkt í þeim tilgangi að losna við skuldir en myndin sýnir þó þann fjölda fyrirtækja með fleiri en fimm starfsmenn sem kæmi til álita vegna kennitöluflakks.

Ekki vitað hvert árlegt tap ríkissjóðs sé vegna kennitöluflakks

Í fyrirspurn Willums er einnig leitast eftir svörum um hvort unnt hafi verið að meta hversu miklum skatttekjum ríkissjóður hafi orðið af vegna kennitöluflakks eða hvert árlegt tap ríkissjóðsins vegna þess. Þórdís Kolbrún segir að þær upplýsingar liggi ekki fyrir, hún bendir á skýrslu starfshóps frá 20. júní 2017, um umfang skattundanskota og tillögur til aðgerða sé kafli um kennitöluflakk. Í skýrslunni er ekki finna fjárhagslegt mat á tapi kennitöluflakks en jafnframt er greint frá því að nauðsynlegt sé að greina umfang kennitöluflakks áður en ráðist verði í aðgerðir og ákveðið hve langt þurfi að ganga til að koma í veg fyrir framangreinda misnotkun á kerfinu.

Í umfjöllun Tíundar, tölublaði ríkisskattstjóra, um kennitöluflakk í janúar 2016 segir að áætlað sé að ríkissjóður fari á mis við 80 milljarða króna vegna skattundanskota á ári hverju og að kennitöluflakk sé hluti vandans.

Frumvarp um kennitöluflakk í febrúar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og dómsmálaráðuneytið stefna því að leggja fram frumvarp um kennitöluflakk á Alþingi i febrúar 2018. Frumvarpið er afrakstur ráðuneytanna eftir að hafa undanfarin misseri haft til skoðunar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um leiðir til að sporna við kennitöluflakki í atvinnurekstri. 

Markmið frumvarpsins er að bregðast við misnotkun á hlutafélagsforminu, og að í ákveðnum tilvikum verði unnt að setja einstaklinga í atvinnurekstrarbann. Þetta kemur fram í svari ráðherra við spurningu  um hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að sporna við kennitöluflakki en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að ríkisstjórnin vilji vinna með aðilum vinnumarkaðarins við að vinna gegn kennitöluflakki hér á landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent