VR uppfyllir eigin kröfur og hækkar laun starfsmanna

VR mun hækka mánaðarlaun starfsmanna sinna um 42.000 krónur frá 1. janúar 2019. Félagið ákvað að hækka laun starfsmanna um sömu krónutölu og félagið krefst handa öllum öðrum félagsmönnum sínum í núverandi kjaraviðræðum.

VR - Kröfuganga 1. maí 2018
VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

VR mun hækka mánaðarlaun starfsmanna sinna um 42 þúsund krónur á mánuði frá og með 1. janúar 2019. Það er sama krónutölu hækkun og VR krefst í núverandi kjaraviðræðum. Þessi hækkun gildir þó ekki um formann og framkvæmdastjóra VR. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag

„Starfsmenn VR, eins og aðrir félagsmenn, eiga samkvæmt kjarasamningi rétt á launaviðtali einu sinni á ári. Í ár var ákveðið að almennt myndu allir starfsmenn fá sömu hækkun eins og við erum að krefjast til handa öllum öðrum félagsmönnum okkar, eða 42.000 kr. á mánuði frá og með 1. janúar 2019,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. 

VR gerir kröfu um að lágmarkslaun verði 426.000 árið 2021

Í kröfugerð VR fyrir núverandi kjarasamningaviðræður sem samþykkt var 15. október 2018 segir að markmið með gerð komandi kjarasamninga verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmanna. Í kröfugerðinni kemur fram að félagið telur mikilvægt semja til næstu þriggja ára. VR krefst því 42.000 krónuhækkun á launum frá og með 1. janúar 2019, þannig að lágmarkslaun verði þá 342.000. VR gerir síðan kröfu um að aftur að ári hækki öll laun laun um 42.000  þannig að lágmarkslaun verði þá 384.000. Að lokum gerir VR kröfu um að öll laun hækki um 41.000 frá og með 1. janúar 2021 þannig að lágmarkslaun verði 426.000. 

Auglýsing

VR gerir einnig kröfum að vinnuvika félagsmanna verði stytt, án launaskerðingar í 35 stundir á viku bæði hjá skrifstofu- og verslunarfólki. Ásamt því leggur félagið til að stórátak verði gert í húsnæðismálum þjóðarinnar og að vegna þess verði stofnað óhagnaðardrifið húsnæðisfélag og verði fjármögnun þess tryggð í kjarasamningi.

Að lokum gerir VR þá kröfu að stjórnvöld komi að gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, meðal annars með því að endurskoða persónuafslátt og tekjutengingar. Þá gera félagsmenn VR kröfu um skattleysi lægstu launa, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar á neytendalán.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent