Svindlað með fiskafurðir

Rannsóknir benda til þess að tegundasvik eigi sér stað með um þriðjung sjávarafurða sem seld eru í mörgum af helstu viðskiptalöndum Íslendinga en íslenskir veitingastaðir hafa heldur ekki komið vel út úr rannsóknum.

Fiskur á disk
Auglýsing

Sjáv­ar­af­urðir eru meðal þeirra mat­væla sem mest er svindlað með en vöru­svik í við­skiptum með mat­væli er stórt alþjóð­legt vanda­mál, sam­kvæmt sér­fræð­ingi Mat­ís. Rann­sóknir benda meðal ann­ars til þess að teg­unda­svik eigi sér stað með um þriðj­ung sjáv­ar­af­urða sem seld eru í mörgum af helstu við­skipta­löndum Íslend­inga.

Í grein sem Jónas Rúnar Við­ars­son, sér­fræð­ingur um örugga virð­is­keðju mat­væla hjá Mat­ís, skrifar og birtir á vef­síðu Matís segir hann að hér sé um að ræða mikið hags­muna­mál fyrir íslenska fram­leið­endur þar sem íslenskt sjáv­ar­fang eigi í sam­keppni við „svikin mat­væli“, auk þess sem „svikin mat­væli“ séu hugs­an­lega seld sem íslensk fram­leiðsla.

Fimmta ráð­stefnan í tengslum við verk­efnið Food­In­teg­rity var haldin í Nantes í Frakk­landi um miðjan nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Á ráð­stefn­unni voru kynntar nýj­ustu rann­sóknir og lausnir til að takast á við mat­væla­svik. Þátt­tak­endur voru rúm­lega 300 tals­ins, frá 40 lönd­um. Í tengslum við verk­efnið var fram­kvæmd könnun víðs­vegar um Evr­ópu þar sem farið var í fjölda veit­inga­húsa og sýni tekin til teg­unda­grein­ing­ar, með erfða­grein­ingu. Íslensku veit­inga­stað­irnir sem lentu í úrtak­inu komu ekki vel út, sam­kvæmt Jónasi Rún­ari. 

Auglýsing

Keila seld sem skötu­selur

Það sem er nýtt í þeim nið­ur­stöð­um, sem birtar voru fyrir ára­mót, er að helm­ingur þess teg­unda­svindls – sem greint var hér á landi – var með inn­fluttan fisk. Jónas Rúnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að vin­sælt sé að svindla með tún­fisk, hann sé not­aður í sushi og þá sé ódýr­ari fiskur not­aður í stað­inn fyrir þann dýr­ari. „Það var líka verið að selja löngu sem þorsk, stein­bít sem hlýra og keilu sem skötu­sel. Menn gera ekki grein­ar­mun á þessu,“ segir Jónas Rún­ar.

Matís er þátt­tak­andi í Food­In­teg­rity-verk­efn­inu og í þeim hluta ráð­stefn­unnar sem snéri að mat­væla­svikum í tengslum við sjáv­ar­af­urðir var skoðað sér­stak­lega af hvaða toga slík svik eru hel­st, hvernig svikin fara fram, hversu mikil þau eru og hvernig má greina þau og koma upp um þau.

Jónas Rúnar segir að ljóst sé að svik með sjáv­ar­fang séu stórt vanda­mál en rann­sóknir hafa leitt í ljós að teg­unda­svindl með sjáv­ar­af­urðir er allt að 30 pró­sent. „Það telst einnig til mat­væla­svika þegar fiskur er seldur undir fölsku flaggi, þar með talið afli frá sjó­ræn­ingja­veið­um, ef nauð­ung­ar­vinna er stunduð við fram­leiðsl­una og þar sem hrein­læt­is­kröf­um/mat­væla­ör­yggis er ekki gætt,“ segir í grein Jónasar Rún­ars.

Svindl í öllum vöru­flokkum

Jónas Rúnar segir að litlar breyt­ingar hafi verið gerðar hjá eft­ir­lits­að­il­um, nema að núna sé þó meiri með­vit­und um mat­væla­svik. Hann telur að fylgj­ast þurfi betur með því hvað selt er á veit­inga­stöðum en ef að það eigi að gera það almenni­lega þá þurfi að setja meira fjár­magn í eft­ir­lit­ið. Sú spurn­ing komi alltaf upp: „Hver á að borga?“

Hann segir að ekki sé ein­ungis svindlað með fisk­teg­und­ir. „Við sjáum svindl í öllum vöru­flokkum en algengt er að svindlað sé með vörur eins og ólífu­ol­íu, hun­ang, fisk, krydd og alkó­hól,“ segir hann. 

Meiri með­vit­und um mat­væla­svindl nú en áður

Jónas Rúnar bendir á að sum lönd séu búin að auka eft­ir­litið til muna og sé Bret­land gott dæmi um það. Þar vinni 80 manna hópur ein­ungis við að upp­ræta svindl af þessu tagi. Jónas Rúnar telur mik­il­vægt að taka mat­væla­svik föstum tök­um, þetta snerti neyt­endur og hafi skekkj­andi áhrif á sam­keppn­is­stöð­u. 

„Eitt helsta fram­lag Food­In­teg­rity verk­efn­is­ins í þeirri bar­áttu eru gagna­grunnar þar sem hægt er að fá upp­lýs­ingar um mat­væla­svindl og hvaða tól og tæki eru til staðar til að koma upp um slík svik. Auk þess er búið að gefa út sér­staka hand­bók og smá­forrit,“ segir hann í grein­inn­i. 

En þrátt fyrir að margt mætti betur fara, að mati Jónasar Rún­ars, þá telur hann að verið sé að stíga skref í rétta átt hér á landi. Þeg­ar ­Food­In­teg­rity-verk­efnið byrj­aði fyrir fimm árum hafi lítil með­vit­und verið um mat­væla­svindl en nú finni hann fyrir breyttu við­horfi til þess.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent