Svindlað með fiskafurðir

Rannsóknir benda til þess að tegundasvik eigi sér stað með um þriðjung sjávarafurða sem seld eru í mörgum af helstu viðskiptalöndum Íslendinga en íslenskir veitingastaðir hafa heldur ekki komið vel út úr rannsóknum.

Fiskur á disk
Auglýsing

Sjáv­ar­af­urðir eru meðal þeirra mat­væla sem mest er svindlað með en vöru­svik í við­skiptum með mat­væli er stórt alþjóð­legt vanda­mál, sam­kvæmt sér­fræð­ingi Mat­ís. Rann­sóknir benda meðal ann­ars til þess að teg­unda­svik eigi sér stað með um þriðj­ung sjáv­ar­af­urða sem seld eru í mörgum af helstu við­skipta­löndum Íslend­inga.

Í grein sem Jónas Rúnar Við­ars­son, sér­fræð­ingur um örugga virð­is­keðju mat­væla hjá Mat­ís, skrifar og birtir á vef­síðu Matís segir hann að hér sé um að ræða mikið hags­muna­mál fyrir íslenska fram­leið­endur þar sem íslenskt sjáv­ar­fang eigi í sam­keppni við „svikin mat­væli“, auk þess sem „svikin mat­væli“ séu hugs­an­lega seld sem íslensk fram­leiðsla.

Fimmta ráð­stefnan í tengslum við verk­efnið Food­In­teg­rity var haldin í Nantes í Frakk­landi um miðjan nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Á ráð­stefn­unni voru kynntar nýj­ustu rann­sóknir og lausnir til að takast á við mat­væla­svik. Þátt­tak­endur voru rúm­lega 300 tals­ins, frá 40 lönd­um. Í tengslum við verk­efnið var fram­kvæmd könnun víðs­vegar um Evr­ópu þar sem farið var í fjölda veit­inga­húsa og sýni tekin til teg­unda­grein­ing­ar, með erfða­grein­ingu. Íslensku veit­inga­stað­irnir sem lentu í úrtak­inu komu ekki vel út, sam­kvæmt Jónasi Rún­ari. 

Auglýsing

Keila seld sem skötu­selur

Það sem er nýtt í þeim nið­ur­stöð­um, sem birtar voru fyrir ára­mót, er að helm­ingur þess teg­unda­svindls – sem greint var hér á landi – var með inn­fluttan fisk. Jónas Rúnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að vin­sælt sé að svindla með tún­fisk, hann sé not­aður í sushi og þá sé ódýr­ari fiskur not­aður í stað­inn fyrir þann dýr­ari. „Það var líka verið að selja löngu sem þorsk, stein­bít sem hlýra og keilu sem skötu­sel. Menn gera ekki grein­ar­mun á þessu,“ segir Jónas Rún­ar.

Matís er þátt­tak­andi í Food­In­teg­rity-verk­efn­inu og í þeim hluta ráð­stefn­unnar sem snéri að mat­væla­svikum í tengslum við sjáv­ar­af­urðir var skoðað sér­stak­lega af hvaða toga slík svik eru hel­st, hvernig svikin fara fram, hversu mikil þau eru og hvernig má greina þau og koma upp um þau.

Jónas Rúnar segir að ljóst sé að svik með sjáv­ar­fang séu stórt vanda­mál en rann­sóknir hafa leitt í ljós að teg­unda­svindl með sjáv­ar­af­urðir er allt að 30 pró­sent. „Það telst einnig til mat­væla­svika þegar fiskur er seldur undir fölsku flaggi, þar með talið afli frá sjó­ræn­ingja­veið­um, ef nauð­ung­ar­vinna er stunduð við fram­leiðsl­una og þar sem hrein­læt­is­kröf­um/mat­væla­ör­yggis er ekki gætt,“ segir í grein Jónasar Rún­ars.

Svindl í öllum vöru­flokkum

Jónas Rúnar segir að litlar breyt­ingar hafi verið gerðar hjá eft­ir­lits­að­il­um, nema að núna sé þó meiri með­vit­und um mat­væla­svik. Hann telur að fylgj­ast þurfi betur með því hvað selt er á veit­inga­stöðum en ef að það eigi að gera það almenni­lega þá þurfi að setja meira fjár­magn í eft­ir­lit­ið. Sú spurn­ing komi alltaf upp: „Hver á að borga?“

Hann segir að ekki sé ein­ungis svindlað með fisk­teg­und­ir. „Við sjáum svindl í öllum vöru­flokkum en algengt er að svindlað sé með vörur eins og ólífu­ol­íu, hun­ang, fisk, krydd og alkó­hól,“ segir hann. 

Meiri með­vit­und um mat­væla­svindl nú en áður

Jónas Rúnar bendir á að sum lönd séu búin að auka eft­ir­litið til muna og sé Bret­land gott dæmi um það. Þar vinni 80 manna hópur ein­ungis við að upp­ræta svindl af þessu tagi. Jónas Rúnar telur mik­il­vægt að taka mat­væla­svik föstum tök­um, þetta snerti neyt­endur og hafi skekkj­andi áhrif á sam­keppn­is­stöð­u. 

„Eitt helsta fram­lag Food­In­teg­rity verk­efn­is­ins í þeirri bar­áttu eru gagna­grunnar þar sem hægt er að fá upp­lýs­ingar um mat­væla­svindl og hvaða tól og tæki eru til staðar til að koma upp um slík svik. Auk þess er búið að gefa út sér­staka hand­bók og smá­forrit,“ segir hann í grein­inn­i. 

En þrátt fyrir að margt mætti betur fara, að mati Jónasar Rún­ars, þá telur hann að verið sé að stíga skref í rétta átt hér á landi. Þeg­ar ­Food­In­teg­rity-verk­efnið byrj­aði fyrir fimm árum hafi lítil með­vit­und verið um mat­væla­svindl en nú finni hann fyrir breyttu við­horfi til þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent