Svindlað með fiskafurðir

Rannsóknir benda til þess að tegundasvik eigi sér stað með um þriðjung sjávarafurða sem seld eru í mörgum af helstu viðskiptalöndum Íslendinga en íslenskir veitingastaðir hafa heldur ekki komið vel út úr rannsóknum.

Fiskur á disk
Auglýsing

Sjáv­ar­af­urðir eru meðal þeirra mat­væla sem mest er svindlað með en vöru­svik í við­skiptum með mat­væli er stórt alþjóð­legt vanda­mál, sam­kvæmt sér­fræð­ingi Mat­ís. Rann­sóknir benda meðal ann­ars til þess að teg­unda­svik eigi sér stað með um þriðj­ung sjáv­ar­af­urða sem seld eru í mörgum af helstu við­skipta­löndum Íslend­inga.

Í grein sem Jónas Rúnar Við­ars­son, sér­fræð­ingur um örugga virð­is­keðju mat­væla hjá Mat­ís, skrifar og birtir á vef­síðu Matís segir hann að hér sé um að ræða mikið hags­muna­mál fyrir íslenska fram­leið­endur þar sem íslenskt sjáv­ar­fang eigi í sam­keppni við „svikin mat­væli“, auk þess sem „svikin mat­væli“ séu hugs­an­lega seld sem íslensk fram­leiðsla.

Fimmta ráð­stefnan í tengslum við verk­efnið Food­In­teg­rity var haldin í Nantes í Frakk­landi um miðjan nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Á ráð­stefn­unni voru kynntar nýj­ustu rann­sóknir og lausnir til að takast á við mat­væla­svik. Þátt­tak­endur voru rúm­lega 300 tals­ins, frá 40 lönd­um. Í tengslum við verk­efnið var fram­kvæmd könnun víðs­vegar um Evr­ópu þar sem farið var í fjölda veit­inga­húsa og sýni tekin til teg­unda­grein­ing­ar, með erfða­grein­ingu. Íslensku veit­inga­stað­irnir sem lentu í úrtak­inu komu ekki vel út, sam­kvæmt Jónasi Rún­ari. 

Auglýsing

Keila seld sem skötu­selur

Það sem er nýtt í þeim nið­ur­stöð­um, sem birtar voru fyrir ára­mót, er að helm­ingur þess teg­unda­svindls – sem greint var hér á landi – var með inn­fluttan fisk. Jónas Rúnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að vin­sælt sé að svindla með tún­fisk, hann sé not­aður í sushi og þá sé ódýr­ari fiskur not­aður í stað­inn fyrir þann dýr­ari. „Það var líka verið að selja löngu sem þorsk, stein­bít sem hlýra og keilu sem skötu­sel. Menn gera ekki grein­ar­mun á þessu,“ segir Jónas Rún­ar.

Matís er þátt­tak­andi í Food­In­teg­rity-verk­efn­inu og í þeim hluta ráð­stefn­unnar sem snéri að mat­væla­svikum í tengslum við sjáv­ar­af­urðir var skoðað sér­stak­lega af hvaða toga slík svik eru hel­st, hvernig svikin fara fram, hversu mikil þau eru og hvernig má greina þau og koma upp um þau.

Jónas Rúnar segir að ljóst sé að svik með sjáv­ar­fang séu stórt vanda­mál en rann­sóknir hafa leitt í ljós að teg­unda­svindl með sjáv­ar­af­urðir er allt að 30 pró­sent. „Það telst einnig til mat­væla­svika þegar fiskur er seldur undir fölsku flaggi, þar með talið afli frá sjó­ræn­ingja­veið­um, ef nauð­ung­ar­vinna er stunduð við fram­leiðsl­una og þar sem hrein­læt­is­kröf­um/mat­væla­ör­yggis er ekki gætt,“ segir í grein Jónasar Rún­ars.

Svindl í öllum vöru­flokkum

Jónas Rúnar segir að litlar breyt­ingar hafi verið gerðar hjá eft­ir­lits­að­il­um, nema að núna sé þó meiri með­vit­und um mat­væla­svik. Hann telur að fylgj­ast þurfi betur með því hvað selt er á veit­inga­stöðum en ef að það eigi að gera það almenni­lega þá þurfi að setja meira fjár­magn í eft­ir­lit­ið. Sú spurn­ing komi alltaf upp: „Hver á að borga?“

Hann segir að ekki sé ein­ungis svindlað með fisk­teg­und­ir. „Við sjáum svindl í öllum vöru­flokkum en algengt er að svindlað sé með vörur eins og ólífu­ol­íu, hun­ang, fisk, krydd og alkó­hól,“ segir hann. 

Meiri með­vit­und um mat­væla­svindl nú en áður

Jónas Rúnar bendir á að sum lönd séu búin að auka eft­ir­litið til muna og sé Bret­land gott dæmi um það. Þar vinni 80 manna hópur ein­ungis við að upp­ræta svindl af þessu tagi. Jónas Rúnar telur mik­il­vægt að taka mat­væla­svik föstum tök­um, þetta snerti neyt­endur og hafi skekkj­andi áhrif á sam­keppn­is­stöð­u. 

„Eitt helsta fram­lag Food­In­teg­rity verk­efn­is­ins í þeirri bar­áttu eru gagna­grunnar þar sem hægt er að fá upp­lýs­ingar um mat­væla­svindl og hvaða tól og tæki eru til staðar til að koma upp um slík svik. Auk þess er búið að gefa út sér­staka hand­bók og smá­forrit,“ segir hann í grein­inn­i. 

En þrátt fyrir að margt mætti betur fara, að mati Jónasar Rún­ars, þá telur hann að verið sé að stíga skref í rétta átt hér á landi. Þeg­ar ­Food­In­teg­rity-verk­efnið byrj­aði fyrir fimm árum hafi lítil með­vit­und verið um mat­væla­svindl en nú finni hann fyrir breyttu við­horfi til þess.

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent